Innlent

Brotaskjálftar austan við Öskju

Sylvía Hall skrifar
Stærsti skjálftinn í hrinunni varð á laugardag.
Stærsti skjálftinn í hrinunni varð á laugardag.
Jarðskjálftahrina stendur nú yfir skammt austan við Öskju og hafa nú orðið um sjöhundruð skjálftar frá því að hún hófst á fimmtudag. Stærsti skjálftinn var á laugardag, 3,4 að stærð.

Í færslu Veðurstofu Íslands segir að engin merki séu um gosóróa heldur sé um brotaskjálfta að ræða sem tengjast að öllum líkindum landrekshreyfingum. Slíkar hrinur séu tíðar við Herðubreið og Öskju.

Einn annar skjálfti stærri en 3,0 að stærð hefur orðið í hrinunni hingað til og um tuttugu skjálftar 2,0 að stærð eða stærri. Veðurstofan mun halda áfram að vakta hrinuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×