Olíureykur truflar farþega í rafknúnum vögnum Strætó Ari Brynjólfsson skrifar 13. nóvember 2019 07:45 Strætó segir langflestar ferðir rafmagnsvagna lausar við olíulyktina og farþega almennt ánægða með vagnana. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Olíureykur á það til að leita inn í farþegarými rafmagnsvagna Strætó bs. farþegum og vagnstjórum til ama. Strætó á fjórtán rafmagnsvagna frá kínverska framleiðandanum Yutong og eru það rúmlega tíu prósent af flotanum. Miðstöð vagnanna er kynt með olíu og þegar miðstöðin er notuð blæs kyndingin út reyk með reglulegu millibili. Vagnstjóri hjá Strætó segir reykinn mjög áberandi þegar vagninn stoppar í köldu veðri, í logni leiti hann inn í farþegarýmið. Vagnstjórarnir hafa ekki stjórn á því hvenær miðstöðin blæs út reyk. „Það var mjög gott að keyra rafmagnsvagnana fyrst, þeir láta vel að stjórn og eru hljóðlátir. Þessi vandi kom upp nánast strax. Margir farþegar hafa kvartað undan þessu, enda olíulyktin stæk,“ segir vagnstjórinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann keyrði rafmagnsvagn í fjóra daga samfleytt nýverið. „Alla þessa daga fann ég fyrir seiðingshöfuðverk, sumir aðrir vagnstjórar, en ekki allir, hafa fundið fyrir því líka.“Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.Stjórnendur Strætó urðu fyrst varir við þetta vandamál síðasta vetur, en það á við um alla vagna Yutong á Norðurlöndunum. „Í stuttu máli, þegar olía er köld þá er erfiðara að brenna hana og það losnar meiri reykur og sót frá henni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. „Í fyrra settum við hitara í miðstöðina sem hitaði upp olíuna í miðstöðinni. Sú lausn lofaði góðu og við urðum minna vör við olíulykt frá miðstöð vagnanna. Við urðum síðan ekkert vör við vandamálið í sumar, þar sem miðstöðin var lítið sem ekkert notuð.“ Vagnstjórinn segir að síðasta laugardag hafi hann verið á ferð í Mjóddinni þegar olíuský hafi leitað inn í farþegarýmið. „Þá kom til mín kona til að kvarta undan þessu, hún var með astma og þurfti að skipta um vagn til að komast niður í bæ. Ég sagði henni að ég væri algjörlega sammála, þetta væri ekki boðlegt,“ segir hann. Alls hafa borist þrettán formlegar kvartanir til Strætó síðastliðið ár vegna olíureyksins, sjö í fyrra og sex á þessu ári. Guðmundur segir að Strætó eigi von á búnaði frá Finnlandi í desember sem vonast er til að geti leyst málið. Á sá búnaður að hita olíuna meira og sía frá loft sem kann að koma frá olíunni. „Það eru gjarnan áskoranir sem fylgja nýrri tækni og þetta er eitt dæmi um það. Langstærsti hluti ferða með rafvögnunum er laus við olíulykt og farþegar eru almennt afar ánægðir með vagnana,“ segir Guðmundur. Áætlaður kostnaður við búnaðinn er 250 evrur fyrir stykkið, sem gerir rúmlega 480 þúsund krónur fyrir alla vagnana. Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Olíureykur á það til að leita inn í farþegarými rafmagnsvagna Strætó bs. farþegum og vagnstjórum til ama. Strætó á fjórtán rafmagnsvagna frá kínverska framleiðandanum Yutong og eru það rúmlega tíu prósent af flotanum. Miðstöð vagnanna er kynt með olíu og þegar miðstöðin er notuð blæs kyndingin út reyk með reglulegu millibili. Vagnstjóri hjá Strætó segir reykinn mjög áberandi þegar vagninn stoppar í köldu veðri, í logni leiti hann inn í farþegarýmið. Vagnstjórarnir hafa ekki stjórn á því hvenær miðstöðin blæs út reyk. „Það var mjög gott að keyra rafmagnsvagnana fyrst, þeir láta vel að stjórn og eru hljóðlátir. Þessi vandi kom upp nánast strax. Margir farþegar hafa kvartað undan þessu, enda olíulyktin stæk,“ segir vagnstjórinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann keyrði rafmagnsvagn í fjóra daga samfleytt nýverið. „Alla þessa daga fann ég fyrir seiðingshöfuðverk, sumir aðrir vagnstjórar, en ekki allir, hafa fundið fyrir því líka.“Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.Stjórnendur Strætó urðu fyrst varir við þetta vandamál síðasta vetur, en það á við um alla vagna Yutong á Norðurlöndunum. „Í stuttu máli, þegar olía er köld þá er erfiðara að brenna hana og það losnar meiri reykur og sót frá henni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. „Í fyrra settum við hitara í miðstöðina sem hitaði upp olíuna í miðstöðinni. Sú lausn lofaði góðu og við urðum minna vör við olíulykt frá miðstöð vagnanna. Við urðum síðan ekkert vör við vandamálið í sumar, þar sem miðstöðin var lítið sem ekkert notuð.“ Vagnstjórinn segir að síðasta laugardag hafi hann verið á ferð í Mjóddinni þegar olíuský hafi leitað inn í farþegarýmið. „Þá kom til mín kona til að kvarta undan þessu, hún var með astma og þurfti að skipta um vagn til að komast niður í bæ. Ég sagði henni að ég væri algjörlega sammála, þetta væri ekki boðlegt,“ segir hann. Alls hafa borist þrettán formlegar kvartanir til Strætó síðastliðið ár vegna olíureyksins, sjö í fyrra og sex á þessu ári. Guðmundur segir að Strætó eigi von á búnaði frá Finnlandi í desember sem vonast er til að geti leyst málið. Á sá búnaður að hita olíuna meira og sía frá loft sem kann að koma frá olíunni. „Það eru gjarnan áskoranir sem fylgja nýrri tækni og þetta er eitt dæmi um það. Langstærsti hluti ferða með rafvögnunum er laus við olíulykt og farþegar eru almennt afar ánægðir með vagnana,“ segir Guðmundur. Áætlaður kostnaður við búnaðinn er 250 evrur fyrir stykkið, sem gerir rúmlega 480 þúsund krónur fyrir alla vagnana.
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira