Ellefu marka ljúfmenni úr Hafnarfirði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. nóvember 2019 16:00 Tjörvi skoraði 11 mörk gegn Íslandsmeisturum Selfoss. Hann segir að stemningin í hópnum sé frábær enda er liðið á toppnum. vísir/bára Tjörvi Þorgeirsson var frábær í sjö marka sigri Hauka á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag. Fyrir utan að skora ellefu mörk stýrði hann sóknarleik heimamanna af mikilli festu og fékk hrós víða fyrir leik sinn. Tjörvi vinnur í Vinakoti þar sem hann hefur verið í fimm ár. „Vinakot er úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og hef lært inn á þetta en á eftir að læra í kringum starfið, hvort sem það verður félagsfræði eða hvað. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.“ Tjörvi segir að leikurinn á mánudag gegn Selfossi hafi verið heilt yfir nokkuð góður hjá sér. „Boltinn var svolítið inni. Þeir voru svolítið flatir á mig, hvort sem það var uppleggið eða ekki veit ég ekki en það var ágætt. Mér finnst flæðið í sóknarleiknum okkar mjög gott en ég held að Selfoss hafi alveg spilað betri vörn og fengið betri markvörslu en við nýttum það sem við fengum og að skora 36 mörk er nokkuð gott.“ Á toppnum og taplausirHaukar eru á toppi deildarinnar eftir níu umferðir og hafa ekki ennþá tapað leik. Hafa gert tvö jafntefli, annars vegar við FH og hins vegar ÍBV. Tjörva finnst fleiri lið sterkari en í fyrra. „Mér finnst deildin mjög sterk. Við erum á toppnum en mér finnst við eiga smá inni. Við höfum verið að seiglast í gegnum nokkra leiki. Hvort sem það er reynslan skal ég ekki segja en við erum að njóta okkar betur og það er meira gaman hjá okkur en í fyrra.“ Í Haukaliðinu eru reynsluboltar með langan atvinnumannaferil og töluverðan landsleikjafjölda að baki eins og Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem Tjörvi ber vel söguna „Ég bjóst ekki alveg við því að við yrðum taplausir eftir níu leiki, ef ég á að segja satt, en miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast finnst mér við hafa átt að vinna FH og ÍBV og vera með fullt hús stiga. Það eru fleiri lið sem geta sprungið út í úrslitakeppninni. Þar verða átta lið og ég sé þetta þannig að allar viðureignirnar verði hörkuslagir. Það eru alveg lið sem eru langt frá en mér finnst fleiri góð lið. Valur hefur verið að vinna eða tapa með einu marki og oft er þetta spurning um lokakaflann þar sem við höfum verið góðir.“ Hnéð í lagiTjörvi er uppalinn í Haukum og þar hefur honum liðið vel. Er ekkert að fara neitt annað. „Ég hef verið þarna alla mína hunds- og kattartíð. Það heillaði alveg að fara eitthvað út og það voru alveg smá þreifingar en svo sleit ég krossbandið og var mjög lengi að ná mér. Hnéð er orðið fínt í dag – eða eins gott og það getur orðið. Það verður aldrei gott. Ég er laus við margt eins og vökva og annað. Ég er orðinn fljótur að ná mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Tjörvi Þorgeirsson var frábær í sjö marka sigri Hauka á Íslandsmeisturum Selfoss á mánudag. Fyrir utan að skora ellefu mörk stýrði hann sóknarleik heimamanna af mikilli festu og fékk hrós víða fyrir leik sinn. Tjörvi vinnur í Vinakoti þar sem hann hefur verið í fimm ár. „Vinakot er úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda. Ég er búinn að vera hér í fimm ár og hef lært inn á þetta en á eftir að læra í kringum starfið, hvort sem það verður félagsfræði eða hvað. Þetta er gefandi og skemmtilegt starf.“ Tjörvi segir að leikurinn á mánudag gegn Selfossi hafi verið heilt yfir nokkuð góður hjá sér. „Boltinn var svolítið inni. Þeir voru svolítið flatir á mig, hvort sem það var uppleggið eða ekki veit ég ekki en það var ágætt. Mér finnst flæðið í sóknarleiknum okkar mjög gott en ég held að Selfoss hafi alveg spilað betri vörn og fengið betri markvörslu en við nýttum það sem við fengum og að skora 36 mörk er nokkuð gott.“ Á toppnum og taplausirHaukar eru á toppi deildarinnar eftir níu umferðir og hafa ekki ennþá tapað leik. Hafa gert tvö jafntefli, annars vegar við FH og hins vegar ÍBV. Tjörva finnst fleiri lið sterkari en í fyrra. „Mér finnst deildin mjög sterk. Við erum á toppnum en mér finnst við eiga smá inni. Við höfum verið að seiglast í gegnum nokkra leiki. Hvort sem það er reynslan skal ég ekki segja en við erum að njóta okkar betur og það er meira gaman hjá okkur en í fyrra.“ Í Haukaliðinu eru reynsluboltar með langan atvinnumannaferil og töluverðan landsleikjafjölda að baki eins og Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem Tjörvi ber vel söguna „Ég bjóst ekki alveg við því að við yrðum taplausir eftir níu leiki, ef ég á að segja satt, en miðað við hvernig þetta hefur verið að spilast finnst mér við hafa átt að vinna FH og ÍBV og vera með fullt hús stiga. Það eru fleiri lið sem geta sprungið út í úrslitakeppninni. Þar verða átta lið og ég sé þetta þannig að allar viðureignirnar verði hörkuslagir. Það eru alveg lið sem eru langt frá en mér finnst fleiri góð lið. Valur hefur verið að vinna eða tapa með einu marki og oft er þetta spurning um lokakaflann þar sem við höfum verið góðir.“ Hnéð í lagiTjörvi er uppalinn í Haukum og þar hefur honum liðið vel. Er ekkert að fara neitt annað. „Ég hef verið þarna alla mína hunds- og kattartíð. Það heillaði alveg að fara eitthvað út og það voru alveg smá þreifingar en svo sleit ég krossbandið og var mjög lengi að ná mér. Hnéð er orðið fínt í dag – eða eins gott og það getur orðið. Það verður aldrei gott. Ég er laus við margt eins og vökva og annað. Ég er orðinn fljótur að ná mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira