Fótbolti

„Sterling er átrúnaðargoðið mitt“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling og Hudson-Odoi ræðast við.
Sterling og Hudson-Odoi ræðast við. vísir/getty
Callum Hudson-Odoi lítur mikið upp til samherja síns í enska landsliðinu, Raheems Sterling og segir hann mikla fyrirmynd.

Sterling hefur verið mikið í fréttum í vikunni eftir rifrildi þeirra Joes Gomez á landsliðsæfingu á mánudaginn. Þeim lenti fyrst saman í leik Liverpool og Manchester City á sunnudaginn og Sterling. Sterling hefur beðist afsökunar á málinu.

Sterling mun ekki spila með enska landsliðinu gegn Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 annað kvöld vegna uppákomunnar. Gareth Southgate hætti hins vegar við að henda Sterling út úr landsliðshópnum.

Hudson-Odoi gæti fengið tækifæri í byrjunarliði enska liðsins í fjarveru Sterlings, sem hann hefur mikið álit á.

„Hann er átrúnaðargoðið mitt. Hann spilar sömu stöðu og ég og ég vonast til að feta í hans fótspor. Ég vil læra af honum,“ sagði Hudson-Odoi.

„Hann er mjög fínn náungi og mjög hvetjandi. Ég bjóst ekki við því að hann væri svona indæll þegar ég kom fyrst inn í landsliðið.“

Hudson-Odoi, sem er 19 ára, hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir England.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×