Enski boltinn

Sterling ekki með Eng­landi á fimmtu­daginn eftir átök við Joe Gomez á æfingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling og Joe Gomez.
Sterling og Joe Gomez. vísir/getty
Raheem Sterling, leikmaður Man. City, verður ekki með enska landsliðinu gegn Svartfjallalandi á fimmtudaginn eftir að hafa lent upp á kant við Joe Gomez, leikmann Liverpool, á æfingu enska landsliðsins.

Þeir voru báðir í eldlínunni á sunnudaginn er Liverpool og City mættust en undir lok leiksins lenti þeim saman. James Milner þurfti að skilja þá að.

Daginn eftir voru þeir svo mættir í æfingarbúðir enska landsliðsins og þar lenti þeim saman.

Sterling var illa fyrir kallaður eftir tapið á sunnudaginn og er talinn hafa gengið í átt að hinum 22 ára gamla varnarmanni og sýnt af sér ögrandi hegðun.

Gomez er sagður hafa brugðist á réttan hátt við atvikinu og tekið skref til baka í stað þess að taka þátt í látunum. Nú hefur Gareth Southgate, þjálfari Englands, ákveðið að hann verði ekki í leikmannahópnum á fimmtudagskvöldið.







Sterling fór síðar meir á Instagram og fjallaði um atvikið en hann segir að félagarnir hafi skilið í góðu. Þeir hafi rætt saman og ákveðið að halda áfram.

Hann segir að hann sé í íþróttum þar sem tilfinningar eru miklar og hann sé tilbúinn að viðurkenni það þegar tilfinningarnar bera hann ofurliði.

„Einbeitum okkur að leiknum á fimmtudaginn,“ skrifaði Sterling að endingu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×