Standa fyrir Vetrarhátíð í Tasiilaq og Kulusuk Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2019 09:18 Hrafn Jökulsson með grænlenskum skákmeistara í Kullorsuaq í ágúst síðastliðinn. Hrókurinn Vetrarhátíð á vegum Hróksins og Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, hefst í Tasiilaq og Kulusuk á Austur-Grænlandi í dag og stendur í viku. Tasiilaq hefur talsvert verið í fréttum norrænna fjölmiðla á árinu vegna hörmulegs ástands í málefnum barna á svæðinu og félagslegra vandamála. Í tilkynningu frá Hróknum segir að markmiðið með vetrarhátíðinni, sem styrkt er af Air Iceland Connect, sé að skapa gleðistundir á Austur-Grænlandi. Jafnframt munu leiðangursmenn – þeir Hrafn Jökulsson og Stefán Herbertsson – hitta bæjarbúa og ræða leiðir til að auðga mannlífið hjá þessum næstu nágrönnum Íslendinga. „Hrafn og Stefán munu m.a. heimsækja grunnskólann, leikskólann, dvalarheimili aldraðra, sjúkrahúsið og fangelsið í Tasiilaq. Þá verða heimsótt heimili fyrir börn, sem ekki geta dvalið hjá fjölskyldum sínum, m.a. Prinsesse Margarethes Börnehjem og PITU-heimilið. Ennfremur munu leiðangursmenn funda með fulltrúum Rauða kross deildarinnar í Tasiilaq, en Hrafn ánafnaði hluta af móðurarfi sínum til starfsemi deildarinnar.“ Krakkar frá Tasiilaq á skákhátíð í ágúst.Hrókurinn Stórfelld félagsleg vandamál Alls búa um þrjú þúsund manns á austurströnd Grænlands og hafa þeir lengi glímt við stórfelld vandamál á mörgum sviðum. „Miðpunktur er Tasiilaq með tvö þúsund íbúa, en í grenndinni eru fimm þorp, m.a. Kulusuk. Atvinnuleysi á þessu svæði er yfir 20%, eða um þrefalt meira en í höfuðborginni Nuuk, og lífskjör eru helmingi lakari en í Nuuk. Austur-Grænlendingar eru í raun sérstök þjóð, með eigið tungumál, sögu og menningu, enda komust þeir ekki í kynni við umheiminn fyrr en árið 1885. Ástandið í skólamálum er ekki gott, einkum vegna þess að börn á Austur-Grænlandi fá námsefni á vestur-grænlensku, sem er þeim framandi. Þetta má bera saman við að börn á Íslandi fengju námsefni frá fyrsta degi á öðru tungumáli. Þetta veldur því m.a. að einkunnir barna á Tasiilaq-svæðinu eru mun lægri en á landsvísu, og sárafá ungmenni halda áfram námi eftir að skólaskyldu lýkur. Þá líða mörg börn fyrir vanrækslu og misnotkun, og kannanir umboðsmanns barna á Grænlandi hafa leitt í ljós að mörg börn á svæðinu fara svöng í háttinn. Síðast en ekki síst vekja tíð sjálfsvíg ungmenna á þessum stað óhug. Hvergi í heiminum eru sjálfsvíg tíðari en á Grænlandi, og hvergi á Grænlandi algengari en á austurströndinni,“ segir í tilkynningunni. Stefán Herbertsson.Hrókurinn Hrafn hefur leitt skáklandnám Hróksins á Grænlandi frá upphafi árið 2003 auk þess að vera virkur í starfi Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands. Stefán er fv. formaður Kalak og upphafsmaður hins árlega sundkrakkaverkefnis, en þá er 11 ára börnum frá austurströndinni boðið til Íslands til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Tasiilaq.Hrókurinn Grænland Íslendingar erlendis Skák Tengdar fréttir Danir senda neyðarteymi til Tasiilaq Umræða um háa tíðni sjálfsvíga, kynferðisbrota og ofbeldis gegn börnum í Tasiilaq hefur verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa var sýnd í maí. 30. september 2019 12:55 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira
Vetrarhátíð á vegum Hróksins og Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, hefst í Tasiilaq og Kulusuk á Austur-Grænlandi í dag og stendur í viku. Tasiilaq hefur talsvert verið í fréttum norrænna fjölmiðla á árinu vegna hörmulegs ástands í málefnum barna á svæðinu og félagslegra vandamála. Í tilkynningu frá Hróknum segir að markmiðið með vetrarhátíðinni, sem styrkt er af Air Iceland Connect, sé að skapa gleðistundir á Austur-Grænlandi. Jafnframt munu leiðangursmenn – þeir Hrafn Jökulsson og Stefán Herbertsson – hitta bæjarbúa og ræða leiðir til að auðga mannlífið hjá þessum næstu nágrönnum Íslendinga. „Hrafn og Stefán munu m.a. heimsækja grunnskólann, leikskólann, dvalarheimili aldraðra, sjúkrahúsið og fangelsið í Tasiilaq. Þá verða heimsótt heimili fyrir börn, sem ekki geta dvalið hjá fjölskyldum sínum, m.a. Prinsesse Margarethes Börnehjem og PITU-heimilið. Ennfremur munu leiðangursmenn funda með fulltrúum Rauða kross deildarinnar í Tasiilaq, en Hrafn ánafnaði hluta af móðurarfi sínum til starfsemi deildarinnar.“ Krakkar frá Tasiilaq á skákhátíð í ágúst.Hrókurinn Stórfelld félagsleg vandamál Alls búa um þrjú þúsund manns á austurströnd Grænlands og hafa þeir lengi glímt við stórfelld vandamál á mörgum sviðum. „Miðpunktur er Tasiilaq með tvö þúsund íbúa, en í grenndinni eru fimm þorp, m.a. Kulusuk. Atvinnuleysi á þessu svæði er yfir 20%, eða um þrefalt meira en í höfuðborginni Nuuk, og lífskjör eru helmingi lakari en í Nuuk. Austur-Grænlendingar eru í raun sérstök þjóð, með eigið tungumál, sögu og menningu, enda komust þeir ekki í kynni við umheiminn fyrr en árið 1885. Ástandið í skólamálum er ekki gott, einkum vegna þess að börn á Austur-Grænlandi fá námsefni á vestur-grænlensku, sem er þeim framandi. Þetta má bera saman við að börn á Íslandi fengju námsefni frá fyrsta degi á öðru tungumáli. Þetta veldur því m.a. að einkunnir barna á Tasiilaq-svæðinu eru mun lægri en á landsvísu, og sárafá ungmenni halda áfram námi eftir að skólaskyldu lýkur. Þá líða mörg börn fyrir vanrækslu og misnotkun, og kannanir umboðsmanns barna á Grænlandi hafa leitt í ljós að mörg börn á svæðinu fara svöng í háttinn. Síðast en ekki síst vekja tíð sjálfsvíg ungmenna á þessum stað óhug. Hvergi í heiminum eru sjálfsvíg tíðari en á Grænlandi, og hvergi á Grænlandi algengari en á austurströndinni,“ segir í tilkynningunni. Stefán Herbertsson.Hrókurinn Hrafn hefur leitt skáklandnám Hróksins á Grænlandi frá upphafi árið 2003 auk þess að vera virkur í starfi Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands. Stefán er fv. formaður Kalak og upphafsmaður hins árlega sundkrakkaverkefnis, en þá er 11 ára börnum frá austurströndinni boðið til Íslands til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Tasiilaq.Hrókurinn
Grænland Íslendingar erlendis Skák Tengdar fréttir Danir senda neyðarteymi til Tasiilaq Umræða um háa tíðni sjálfsvíga, kynferðisbrota og ofbeldis gegn börnum í Tasiilaq hefur verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa var sýnd í maí. 30. september 2019 12:55 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Sjá meira
Danir senda neyðarteymi til Tasiilaq Umræða um háa tíðni sjálfsvíga, kynferðisbrota og ofbeldis gegn börnum í Tasiilaq hefur verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa var sýnd í maí. 30. september 2019 12:55