Ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja ekki halda vatni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 11:53 Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja í yfirlýsingu eftir Kveik í gær ekki halda vatni. Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gær um vinnubrögð fyrirtækisins í Afríku. Þar kemur fram að heimildarmanni Kveiks, Jóhannesi Stefánssyni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. „Okkur er illa brugðið,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi ekkert að fela ef ramsókn eigi sér stað vegna umræddra viðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelmKristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fékk gögnin, sem voru til umfjöllunar í Kveik í gær fékk þau hendurnar í fyrrahaust, gefur lítið fyrir þessar skýringar en Wikileaks birti 30 þúsund gögn um viðskipti Samherja í gær. „Mér finnst þetta vera frekar aumingjaleg skýring og halda illa vatni. Þegar gögnin eru skoðuð þá fæst staðfesting á því sem Jóhannes hefur sjálfur haldið fram að hann hafði takmarkaða fjármálastjórn þannig að þær millifærslur sem um ræðir voru gerðar af yfirstjórn og fjármálayfirstjórn Samherja. Ég held ég geti fullyrt það að þegar upp er staðið er vitnisburður Jóhannesar ekki lykilatriði í málinu því að í 90% tilvika er hægt að bakka upp orð hans með vísun í þessi gögn. Í öðru lagi voru þessar millifærslur sem voru gerðar á mjög vafasama reikninga eins og í Dubai frá félögum í Kýpur gerðar löngu eftir að Jóhannes lætur af störfum,“ segir Kristinn. Rannsóknin á máli Samherja teygi víða anga sína Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson sem kom fram í Kveik í gær, hafi farið á fund með sérstakri spillingarnefnd í Namibíu í fyrrahaust þannig að rannsókn á málinu hafi staðið síðan þá með aðstoð lögreglu þar í landi. „Ég veit það að þessi rannsókn hefur teygt anga sína til annarra landa. Aðstoðar hefur verið leitað hjá hjá þeim ríkjum sem koma þarna við sögu meðal annars hjá efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar,“ segir Kristinn. Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.Ruv.isKristinn segir að eftir tvær til þrjár vikur birtist næsti skammtur gagna á Wikileaks um viðskipti Samherja og þá í tengslum við heimildarþátt Al Jazeera um málið. „Það kann vel að vera að það bætist inní þann gagnapakka upplýsingar sem munu vekja athygli og ég held að þáttur Al Jazeera muni einnig vekja athygli því þeir fara í nokkra aðra nálgun en kom fram í Kveik í gær,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson hafi nálgast sig með gögnin síðasta haust. „Jóhannes kom á minn fund síðasta haust og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og vildi koma gögnunum á framfæri. Ég skoðaði það og lét meta gögnin af fagfólki sem kvað uppúr að vissulega væri þetta fréttnæmt og í kjölfarið fór af stað samstarf okkar við RÚV, Stundina og Al Jazeera,“ segir Kristinn Hrafnsson. Samherjaskjölin WikiLeaks Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur. Samherji sendi frá sér yfirlýsingu eftir fréttaskýringaþátt Kveiks í gær um vinnubrögð fyrirtækisins í Afríku. Þar kemur fram að heimildarmanni Kveiks, Jóhannesi Stefánssyni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2016 eftir að hann misfór með fé og hegðaði sér með óforsvaranlegum hætti. „Okkur er illa brugðið,“ er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi ekkert að fela ef ramsókn eigi sér stað vegna umræddra viðskipta. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir miðju. Hann skellir skuldinni á fyrrverandi starfsmann Samherja.Vísir/vilhelmKristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sem fékk gögnin, sem voru til umfjöllunar í Kveik í gær fékk þau hendurnar í fyrrahaust, gefur lítið fyrir þessar skýringar en Wikileaks birti 30 þúsund gögn um viðskipti Samherja í gær. „Mér finnst þetta vera frekar aumingjaleg skýring og halda illa vatni. Þegar gögnin eru skoðuð þá fæst staðfesting á því sem Jóhannes hefur sjálfur haldið fram að hann hafði takmarkaða fjármálastjórn þannig að þær millifærslur sem um ræðir voru gerðar af yfirstjórn og fjármálayfirstjórn Samherja. Ég held ég geti fullyrt það að þegar upp er staðið er vitnisburður Jóhannesar ekki lykilatriði í málinu því að í 90% tilvika er hægt að bakka upp orð hans með vísun í þessi gögn. Í öðru lagi voru þessar millifærslur sem voru gerðar á mjög vafasama reikninga eins og í Dubai frá félögum í Kýpur gerðar löngu eftir að Jóhannes lætur af störfum,“ segir Kristinn. Rannsóknin á máli Samherja teygi víða anga sína Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson sem kom fram í Kveik í gær, hafi farið á fund með sérstakri spillingarnefnd í Namibíu í fyrrahaust þannig að rannsókn á málinu hafi staðið síðan þá með aðstoð lögreglu þar í landi. „Ég veit það að þessi rannsókn hefur teygt anga sína til annarra landa. Aðstoðar hefur verið leitað hjá hjá þeim ríkjum sem koma þarna við sögu meðal annars hjá efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar,“ segir Kristinn. Jóhannes Stefánsson í þættinum Kveiki í gærkvöldi.Ruv.isKristinn segir að eftir tvær til þrjár vikur birtist næsti skammtur gagna á Wikileaks um viðskipti Samherja og þá í tengslum við heimildarþátt Al Jazeera um málið. „Það kann vel að vera að það bætist inní þann gagnapakka upplýsingar sem munu vekja athygli og ég held að þáttur Al Jazeera muni einnig vekja athygli því þeir fara í nokkra aðra nálgun en kom fram í Kveik í gær,“ segir Kristinn. Kristinn segir að Jóhannes Stefánsson hafi nálgast sig með gögnin síðasta haust. „Jóhannes kom á minn fund síðasta haust og sagðist vilja gera hreint fyrir sínum dyrum og vildi koma gögnunum á framfæri. Ég skoðaði það og lét meta gögnin af fagfólki sem kvað uppúr að vissulega væri þetta fréttnæmt og í kjölfarið fór af stað samstarf okkar við RÚV, Stundina og Al Jazeera,“ segir Kristinn Hrafnsson.
Samherjaskjölin WikiLeaks Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“