Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 12:12 Eldflaugum skotið frá Gasa. AP/Hatem Moussa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. Átökin hófust í gærmorgun þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. Annar leiðtogi samtakanna var felldur í árás í morgun.Leiðtogar PIJ og annarra samtaka á Gassa segja að einungis tíu af þeim sem hafa verið felldir í loftárásum tilheyri samtökunum. Hinir séu almennir borgarar. Her Ísrael segir töluna þó hærri. PIJ sagði í morgun að ekki kæmi til greina að semja um vopnahlé.Ekki verði hægt að ræða um frið fyrr en þeir hafi lokið viðbrögðum sínum vegna árása Ísrael. Embættismenn í Egyptalandi og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru sagðir reyna að miðla á milli Ísrael og PIJ.AP fréttaveitan segir að þó skólum og vinnustöðum hafi verið lokað víða í Ísrael sé útlit fyrir að almenningur styðji aðgerðirnar gegn PIJ. Þrátt fyrir það segja einhverjir innan stjórnarandstöðunnar að aðgerðirnar angi af pólitík. Helstu andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, séu að vinna í því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga þar í landi þar sem enginn flokkur náði afgerandi forystu.Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem rekið er af Hamas-samtökunum, sagði fyrr í morgun að tala látinna væri komin í 22. Það var þó dregið til baka og lækkað í 21, þar sem einn aðili væri í mjög alvarlegu ástandi en ekki dáinn. Ráðuneytið segir þrjú börn vera meðal hinna látnu. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata. Ísrael Palestína Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. Átökin hófust í gærmorgun þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. Annar leiðtogi samtakanna var felldur í árás í morgun.Leiðtogar PIJ og annarra samtaka á Gassa segja að einungis tíu af þeim sem hafa verið felldir í loftárásum tilheyri samtökunum. Hinir séu almennir borgarar. Her Ísrael segir töluna þó hærri. PIJ sagði í morgun að ekki kæmi til greina að semja um vopnahlé.Ekki verði hægt að ræða um frið fyrr en þeir hafi lokið viðbrögðum sínum vegna árása Ísrael. Embættismenn í Egyptalandi og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru sagðir reyna að miðla á milli Ísrael og PIJ.AP fréttaveitan segir að þó skólum og vinnustöðum hafi verið lokað víða í Ísrael sé útlit fyrir að almenningur styðji aðgerðirnar gegn PIJ. Þrátt fyrir það segja einhverjir innan stjórnarandstöðunnar að aðgerðirnar angi af pólitík. Helstu andstæðingar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, séu að vinna í því að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga þar í landi þar sem enginn flokkur náði afgerandi forystu.Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem rekið er af Hamas-samtökunum, sagði fyrr í morgun að tala látinna væri komin í 22. Það var þó dregið til baka og lækkað í 21, þar sem einn aðili væri í mjög alvarlegu ástandi en ekki dáinn. Ráðuneytið segir þrjú börn vera meðal hinna látnu. Hamas hefur enn sem komið er ekki tekið þátt í átökunum en forsvarsmenn segja að Ísrael verði refsað fyrir dauða Abu al-Ata.
Ísrael Palestína Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira