Sportpakkinn: Sex komin á EM 2020 og fimm gætu bæst í hópinn annað kvöld Arnar Björnsson skrifar 13. nóvember 2019 17:15 Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands. vísir/getty Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley. Þegar 2 umferðir eru eftir eru Englendingar með 14 stig, Tékkar 12 og Kósóvómenn 11. Tékkar fylgja þeim í úrslitakeppnina með sigri á Kósóvó. Ekki eru allir ensku landsliðsmennirnir sammúla um það hvernig þjálfarinn Gareth Southgate tók á deilum Raheem Sterling og Joe Gomez. Þeir félagar áttu einhverjar sakir óuppgerðar frá leik Liverpool og Manchester City í deildinni um helgina. Sterling gékk í skrokk á Gomez þannig að það sá á Liverpool-manninnum. Southgate henti Raheem Sterling út úr hópnum. Harry Kane og Raheem Sterling eru báðir búnir að skora 8 mörk í undankeppninni, aðeins Rússinn Artem Dzyuba og Ísraelsmaðurinn, Eran Zahavi, eru búnir að skora fleiri mörk í keppninni, Zahavi 11 og Dzyuba 9. Sterling er auk þess búinn að leggja upp 6 mörk í keppninni eins og Frakkinn Antoine Grizeman, aðeins Hollendingurinn Memphis Depay hefur átt fleiri stoðsendingar, 7 talsins. Joe Gomez er sagður hafa beðið þjálfarann um að halda Sterling í hópnum líkt fleiri í landsliðsmenn. Þeir vildu að málið yrði leyst innan hópsins. Svo er að sjá hvernig Englendingum gengur í þúsundasta landsleiknum. Leikur Englands og Svartfjallands byrjar klukkan 19.45 annað kvöld og hann er sýndur á Stöð 2 sport. „Ég vil ekki tjá mig um atvikið, það græðir enginn á því að ræða þetta mál meira,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær. „Ég þarf að skera úr um hvað er best fyrir hópinn. Stundum er það erfitt en ég reyni að vera sanngjarn við þá alla en það gengur stundum ekki. En ég er þjálfarinn og tók þá ákvörðun um að Sterling spili ekki. Hann er mikilvægur leikmaður en ég taldi þetta bestu niðurstöðuna“. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í B-riðlinum með sigri á Portúgölum í síðasta mánuði. Þeir hafa ekki tapað, unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli. Andriy Shevchenko sýnir að hann er ekki síðri þjálfari en leikmaður. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum og eftir að hann tók við þjálfarastarfinu fyrir þremur árum hafa Úkraínumenn blómstrað undir hans stjórn. Úkraína á einn leik eftir, gegn Serbum í Serbíu á sunnudag. Portúgal, sem tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni, reyna að halda í annað sætið. Þeir mæta Litháum á heimavelli annað kvöld og Lúxemborgurum á útivelli á sunnudag. Mótherjar þeirra eiga ekki möguleika lengur, Lúxemborg er með 4 stig en Litháen 1. Klippa: Sportpakkinn: EM-leikir EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira
Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley. Þegar 2 umferðir eru eftir eru Englendingar með 14 stig, Tékkar 12 og Kósóvómenn 11. Tékkar fylgja þeim í úrslitakeppnina með sigri á Kósóvó. Ekki eru allir ensku landsliðsmennirnir sammúla um það hvernig þjálfarinn Gareth Southgate tók á deilum Raheem Sterling og Joe Gomez. Þeir félagar áttu einhverjar sakir óuppgerðar frá leik Liverpool og Manchester City í deildinni um helgina. Sterling gékk í skrokk á Gomez þannig að það sá á Liverpool-manninnum. Southgate henti Raheem Sterling út úr hópnum. Harry Kane og Raheem Sterling eru báðir búnir að skora 8 mörk í undankeppninni, aðeins Rússinn Artem Dzyuba og Ísraelsmaðurinn, Eran Zahavi, eru búnir að skora fleiri mörk í keppninni, Zahavi 11 og Dzyuba 9. Sterling er auk þess búinn að leggja upp 6 mörk í keppninni eins og Frakkinn Antoine Grizeman, aðeins Hollendingurinn Memphis Depay hefur átt fleiri stoðsendingar, 7 talsins. Joe Gomez er sagður hafa beðið þjálfarann um að halda Sterling í hópnum líkt fleiri í landsliðsmenn. Þeir vildu að málið yrði leyst innan hópsins. Svo er að sjá hvernig Englendingum gengur í þúsundasta landsleiknum. Leikur Englands og Svartfjallands byrjar klukkan 19.45 annað kvöld og hann er sýndur á Stöð 2 sport. „Ég vil ekki tjá mig um atvikið, það græðir enginn á því að ræða þetta mál meira,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær. „Ég þarf að skera úr um hvað er best fyrir hópinn. Stundum er það erfitt en ég reyni að vera sanngjarn við þá alla en það gengur stundum ekki. En ég er þjálfarinn og tók þá ákvörðun um að Sterling spili ekki. Hann er mikilvægur leikmaður en ég taldi þetta bestu niðurstöðuna“. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í B-riðlinum með sigri á Portúgölum í síðasta mánuði. Þeir hafa ekki tapað, unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli. Andriy Shevchenko sýnir að hann er ekki síðri þjálfari en leikmaður. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum og eftir að hann tók við þjálfarastarfinu fyrir þremur árum hafa Úkraínumenn blómstrað undir hans stjórn. Úkraína á einn leik eftir, gegn Serbum í Serbíu á sunnudag. Portúgal, sem tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni, reyna að halda í annað sætið. Þeir mæta Litháum á heimavelli annað kvöld og Lúxemborgurum á útivelli á sunnudag. Mótherjar þeirra eiga ekki möguleika lengur, Lúxemborg er með 4 stig en Litháen 1. Klippa: Sportpakkinn: EM-leikir
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Sjá meira