Samherji hrærði í Skaupinu Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 18:26 Handritshöfundateymi Skaupsins í ár. Óhætt er að segja að umfjöllun um mál Samherja í Namibíu og ásakanir um að fyrirtækið hafi borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi sé nú þegar orðin að einu stærsta máli ársins þegar stutt er eftir af árinu 2019. Tímasetningin vekur athygli fyrir þær sakir að málið kemur upp á svipuðum tíma og hið fræga Klaustursmál í fyrra, einmitt þegar verið er að leggja lokahönd á Áramótaskaupið. „Þetta hrærði í okkur eins og örugglega flestum. Það eru ýmsar hugmyndir komnar upp en það er engin krísa,“ segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, í samtali við Vísi. Teymið hafi lært af þeim sem sáu um Skaupið í fyrra þegar Klaustursmálið kom upp. „Út af þessu sem gerðist í fyrra og hefur gerst áður þá erum við með plan ef eitthvað svona skyldi gerast,“ segir Reynir og vísar þar til þess þegar handritshöfundateymi síðasta árs þurfti skyndilega að bregðast við upptökum af samtali þingmannanna á Klaustur. Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Skaupsins í fyrra, sagði tímasetninguna vera óheppilega þar sem tökur væru komnar vel á veg.Sjá einnig: „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“Reynir segir Skaupið enn vera í fullri vinnslu og stefnt er að því að ljúka tökum í byrjun desember. Hann bendir á að ekki sé útilokað að fleiri stórmál komi upp og því sé teymið undir allt búið.Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins í ár.„Við í Skaupinu erum undirbúin. Við lifum ekki í þeirri lygi að Ísland sé hundrað prósent saklaust.“ Áramótaskaupið er vafalaust vinsælasta sjónvarpsefni ársins og stór hluti af áramótum allra Íslendinga. Þrátt fyrir að allra augu séu á Skaupinu segist Reynir ekki vera með magasár yfir verkefninu, allavega ekki enn sem komið er. „Maður náttúrulega fer ekki út í að gera áramótaskaupið ef maður er mikið að pæla í hvað öðrum finnst,“ segir Reynir léttur og bætir við að markmiðið sé fyrst og fremst að skemmta landsmönnum. „Vonandi á þetta eftir að gleðja og skemmta fólki um áramótin.“ Áramótaskaupið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Ungt fólk ljær Skaupinu ferskan blæ í ár Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár, 12. ágúst 2019 13:17 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Óhætt er að segja að umfjöllun um mál Samherja í Namibíu og ásakanir um að fyrirtækið hafi borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi sé nú þegar orðin að einu stærsta máli ársins þegar stutt er eftir af árinu 2019. Tímasetningin vekur athygli fyrir þær sakir að málið kemur upp á svipuðum tíma og hið fræga Klaustursmál í fyrra, einmitt þegar verið er að leggja lokahönd á Áramótaskaupið. „Þetta hrærði í okkur eins og örugglega flestum. Það eru ýmsar hugmyndir komnar upp en það er engin krísa,“ segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, í samtali við Vísi. Teymið hafi lært af þeim sem sáu um Skaupið í fyrra þegar Klaustursmálið kom upp. „Út af þessu sem gerðist í fyrra og hefur gerst áður þá erum við með plan ef eitthvað svona skyldi gerast,“ segir Reynir og vísar þar til þess þegar handritshöfundateymi síðasta árs þurfti skyndilega að bregðast við upptökum af samtali þingmannanna á Klaustur. Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Skaupsins í fyrra, sagði tímasetninguna vera óheppilega þar sem tökur væru komnar vel á veg.Sjá einnig: „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“Reynir segir Skaupið enn vera í fullri vinnslu og stefnt er að því að ljúka tökum í byrjun desember. Hann bendir á að ekki sé útilokað að fleiri stórmál komi upp og því sé teymið undir allt búið.Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins í ár.„Við í Skaupinu erum undirbúin. Við lifum ekki í þeirri lygi að Ísland sé hundrað prósent saklaust.“ Áramótaskaupið er vafalaust vinsælasta sjónvarpsefni ársins og stór hluti af áramótum allra Íslendinga. Þrátt fyrir að allra augu séu á Skaupinu segist Reynir ekki vera með magasár yfir verkefninu, allavega ekki enn sem komið er. „Maður náttúrulega fer ekki út í að gera áramótaskaupið ef maður er mikið að pæla í hvað öðrum finnst,“ segir Reynir léttur og bætir við að markmiðið sé fyrst og fremst að skemmta landsmönnum. „Vonandi á þetta eftir að gleðja og skemmta fólki um áramótin.“
Áramótaskaupið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Ungt fólk ljær Skaupinu ferskan blæ í ár Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár, 12. ágúst 2019 13:17 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Ungt fólk ljær Skaupinu ferskan blæ í ár Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár, 12. ágúst 2019 13:17