Birkir: Mér finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 13:30 Birkir Bjarnason í leik á móti Frökkum í París. Getty/Jeroen Meuwsen Birkir Bjarnason er spenntur fyrir því að spila í hávaðanum í Türk Telekom Arena í Istanbul í kvöld. Hann er einn af mörgum leikmönnum íslenska liðsins sem líta á það sem jákvæða upplifun að takast á við æsta og blóðheita stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins. „Við erum búnir að spila þarna tvisvar áður, það er í Tyrklandi, og það hefur alltaf verið mjög mikill hávaði en það er mjög gaman að spila svona leiki. Ég held að flest allir hlakki til. Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki en aðra. Ég held líka að flestir séu á þeirri skoðun,“ sagði Birkir Bjarnason. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á móti Tyrkjum undanfarin ár eða á þeim tíma sem þessi gullkynslóð hefur spilað saman í landsliðinu. Af hverju gengur svona vel á móti Tyrkjum? „Það er erfitt að segja. Við þekkjum þá mjög vel og það hentar þeim ekki vel hvernig við spilum. Ef við náðum að gera það sama og spila okkar leik þá held ég að möguleikarnir séu góðir,“ sagði Birkir en hvað með möguleikana á að fara áfram? „Það þarf rosalega mikið að gerast. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo getur allt gerst ef Tyrkland fer á gervigrasið í Andorra því þá getur margt gerst. Við förum í þann leik og ætlum og þurfum að vinna þennan leik. Ég held að flestir í liðinu séu mjög tilbúnir í þetta og við erum bara bjartsýnir,“ sagði Birkir. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að spila inn á miðjunni í stöðu Arons Einars Gunnarssonar. „Ég hef spilað þessa stöðu oft áður og spila hana með félagsliði. Við sjáum bara til hvar ég spila en ég spila bara þar sem er þörf fyrir mig,“ sagði Birkir. Hann kvartar ekki yfir litlum tíma sem landsliðið fékk fyrir þennan mikilvæga leik við Tyrki. „Við erum búnir að hafa tíu ár saman og ég held að undirbúningur upp á einn plús eða einn mínus dag skipti voðalega litlu máli fyrir okkur. Við þekkjum hvern annan inn og út og vitum alveg hvað þarf til að vinna svona leiki sem við höfum gert oft áður. Ég held að það ætti ekkert að trufla okkur,“ sagði Birkir. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Birkir Bjarnason er spenntur fyrir því að spila í hávaðanum í Türk Telekom Arena í Istanbul í kvöld. Hann er einn af mörgum leikmönnum íslenska liðsins sem líta á það sem jákvæða upplifun að takast á við æsta og blóðheita stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins. „Við erum búnir að spila þarna tvisvar áður, það er í Tyrklandi, og það hefur alltaf verið mjög mikill hávaði en það er mjög gaman að spila svona leiki. Ég held að flest allir hlakki til. Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki en aðra. Ég held líka að flestir séu á þeirri skoðun,“ sagði Birkir Bjarnason. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á móti Tyrkjum undanfarin ár eða á þeim tíma sem þessi gullkynslóð hefur spilað saman í landsliðinu. Af hverju gengur svona vel á móti Tyrkjum? „Það er erfitt að segja. Við þekkjum þá mjög vel og það hentar þeim ekki vel hvernig við spilum. Ef við náðum að gera það sama og spila okkar leik þá held ég að möguleikarnir séu góðir,“ sagði Birkir en hvað með möguleikana á að fara áfram? „Það þarf rosalega mikið að gerast. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo getur allt gerst ef Tyrkland fer á gervigrasið í Andorra því þá getur margt gerst. Við förum í þann leik og ætlum og þurfum að vinna þennan leik. Ég held að flestir í liðinu séu mjög tilbúnir í þetta og við erum bara bjartsýnir,“ sagði Birkir. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að spila inn á miðjunni í stöðu Arons Einars Gunnarssonar. „Ég hef spilað þessa stöðu oft áður og spila hana með félagsliði. Við sjáum bara til hvar ég spila en ég spila bara þar sem er þörf fyrir mig,“ sagði Birkir. Hann kvartar ekki yfir litlum tíma sem landsliðið fékk fyrir þennan mikilvæga leik við Tyrki. „Við erum búnir að hafa tíu ár saman og ég held að undirbúningur upp á einn plús eða einn mínus dag skipti voðalega litlu máli fyrir okkur. Við þekkjum hvern annan inn og út og vitum alveg hvað þarf til að vinna svona leiki sem við höfum gert oft áður. Ég held að það ætti ekkert að trufla okkur,“ sagði Birkir.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti