Eldflaugar flugu þrátt fyrir vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 12:29 Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. AP/Khalil Hamra Fimm eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael í morgun, þrátt fyrir að vopnahléi hafi verið lýst yfir. Það var gert eftir tveggja daga átök þar sem minnst 34 dóu í Palestínu, þar af átta börn og þrjár konur. Embættismenn í Palestínu segja minnst 18 þeirra hafa verið vígamenn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þessum nýju eldflaugaskotum en ró virðist komin aftur á svæðið í kjölfar þeirra. Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. PIJ segja þó að meðlimir samtakanna, sem hafi ekki frétt af vopnahléinu, hafi líklega skotið eldflaugunum. Vopnahléið er til komið með aðkomu embættismanna frá Egyptalandi, sem hafa ítrekað miðlað á milli fylkinga á Gasa og í Ísrael, og Sameinuðu þjóðanna. Átökin hófust þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Ísrael lýsa aðgerðum sínum sem sigri, þrátt fyrir dauðsföll almennra borgara, og heita því að beita þessari taktík áfram. Þeir segjast hafa fellt um 25 vígamenn í loftárásum.Forsvarsmenn PIJ segja þó að ein af kröfum þeirra vegna vopnahlés hafi verið að her Ísraels hætti að ráða leiðtoga samtakanna af dögum. Samtökin eru studd af Íran. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael, segir vígamenn á Gasa hvergi vera örugga. „Hryðjuverkamaður sem reynir að skaða ísraelska borgara mun ekki geta sofið værum svefni. Ekki á heimili sínu og í rúmi sínu eða á einhverjum felustað.“ Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06 Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22 Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fimm eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael í morgun, þrátt fyrir að vopnahléi hafi verið lýst yfir. Það var gert eftir tveggja daga átök þar sem minnst 34 dóu í Palestínu, þar af átta börn og þrjár konur. Embættismenn í Palestínu segja minnst 18 þeirra hafa verið vígamenn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þessum nýju eldflaugaskotum en ró virðist komin aftur á svæðið í kjölfar þeirra. Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. PIJ segja þó að meðlimir samtakanna, sem hafi ekki frétt af vopnahléinu, hafi líklega skotið eldflaugunum. Vopnahléið er til komið með aðkomu embættismanna frá Egyptalandi, sem hafa ítrekað miðlað á milli fylkinga á Gasa og í Ísrael, og Sameinuðu þjóðanna. Átökin hófust þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Ísrael lýsa aðgerðum sínum sem sigri, þrátt fyrir dauðsföll almennra borgara, og heita því að beita þessari taktík áfram. Þeir segjast hafa fellt um 25 vígamenn í loftárásum.Forsvarsmenn PIJ segja þó að ein af kröfum þeirra vegna vopnahlés hafi verið að her Ísraels hætti að ráða leiðtoga samtakanna af dögum. Samtökin eru studd af Íran. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael, segir vígamenn á Gasa hvergi vera örugga. „Hryðjuverkamaður sem reynir að skaða ísraelska borgara mun ekki geta sofið værum svefni. Ekki á heimili sínu og í rúmi sínu eða á einhverjum felustað.“
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06 Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22 Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12
Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06
Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22
Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46