Auðveldum okkur lífið í jólavertíðinni Kristbjörn Hilmir Kjartansson skrifar 15. nóvember 2019 08:00 Jólavertíðin í verslun er að ganga í garð með tilheyrandi traffík í verslunum landsins. Jólavertíðin er mesti háannatími verslunarfólks ár hvert þegar landsmenn fylkja liði í verslanir í leit að glaðningum í anda hátíðarinnar handa vinum og vandamönnum. Á sama tíma fjölgar starfsfólki verslana mikið vegna aukinna verkefna og fjölgunin kemur oft úr röðum skólafólks í jólavinnu og verslunarfólks sem reimar aftur á sig skóna til þess að taka þátt í veislunni. Sjálfur hef ég heyrt að þetta sé skemmtilegasti tími ársins til að vinna í verslunum. Síðustu ár hefur jólaverslun færst mikið yfir í netverslun sem hefur breytt ýmsu fyrir verslanir á þessum árstíma. Stóru alþjóðlegu tilboðsdagarnir í nóvember og desember marka oft upphaf jólavertíðarinnar hjá neytendum sem margir hverjir nýta sér þessa tilboðsdaga til að hefja jólainnkaupin. Það er mikilvægt að vera vel undirbúin(n) til þess að þjónustan við viðskiptavini gangi vel fyrir sig og dýrmætt getur reynst að hafa hagkvæma og árangursríka lausn til að koma sendingum í póst.Nýtum tímann rétt Það getur verið vandasamt að tvinna saman verkefni sem felast í því að sinna viðskiptavinum í verslun, sinna pöntunum og senda vörur sem keyptar hafa verið í netverslun. Mikilvægt er að finna árangursríka og hagkvæma lausn til þess að geta boðið góða og hraða þjónustu á báðum vígstöðum en skv. könnunum vilja viðskiptavinir netverslana fá vörurnar sína afhentar eins fljótt og hægt er. Eðli málsins samkvæmt er landinn oft stressaður á þessum tíma. Það er mikil umferð á götum úti og það hefur enginn tíma að missa. Landsmenn eru á leiðinni í verslunarleiðangur, göngutúr um bæinn, hitta vini og ættingja og svo mætti lengi telja. Það er ekki aðeins umferð á götum úti og verslunarmiðstöðvum heldur er einnig mikil umferð fólks á pósthúsum. Þegar starfsfólk verslana er sent á næsta pósthús með sendingar úr netverslun er hætta á að leiðangurinn taki lengri tíma en búist var við. Þetta getur valdið stressi verslunareigenda, verslunarstjóra, starfsmannsins sjálfs ásamt samstarfsmönnum þar sem álagið á aðra starfsmenn getur aukist við það að fækka fólki í styttri eða lengri tíma.Hvað er til bragðs að taka? Hvað geta verslanir gert ef það er ekki í boði að missa starfsmann í burtu með sendingar á pósthúsið? Fyrirtækjaþjónusta Póstsins býður verslunum og öðrum fyrirtækjum að fá sendil til sín þegar hentar sem sækir sendingar og póstleggur. Fyrirtækjaþjónustan er hagkvæm og árangursrík leið til að koma vörum úr netverslun hratt og örugglega í dreifingu. Verslanir þurfa eingöngu að skrá sendingar og merkja og sendill frá Póstinum sér um að koma sendingunum í dreifingu. Með þessu getur verslunarfólk einbeitt sér að kjarnastarfsemi verslana og sinnt viðskiptavinum sínum. Minna stress – betri þjónusta.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandspóstur Neytendur Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jólavertíðin í verslun er að ganga í garð með tilheyrandi traffík í verslunum landsins. Jólavertíðin er mesti háannatími verslunarfólks ár hvert þegar landsmenn fylkja liði í verslanir í leit að glaðningum í anda hátíðarinnar handa vinum og vandamönnum. Á sama tíma fjölgar starfsfólki verslana mikið vegna aukinna verkefna og fjölgunin kemur oft úr röðum skólafólks í jólavinnu og verslunarfólks sem reimar aftur á sig skóna til þess að taka þátt í veislunni. Sjálfur hef ég heyrt að þetta sé skemmtilegasti tími ársins til að vinna í verslunum. Síðustu ár hefur jólaverslun færst mikið yfir í netverslun sem hefur breytt ýmsu fyrir verslanir á þessum árstíma. Stóru alþjóðlegu tilboðsdagarnir í nóvember og desember marka oft upphaf jólavertíðarinnar hjá neytendum sem margir hverjir nýta sér þessa tilboðsdaga til að hefja jólainnkaupin. Það er mikilvægt að vera vel undirbúin(n) til þess að þjónustan við viðskiptavini gangi vel fyrir sig og dýrmætt getur reynst að hafa hagkvæma og árangursríka lausn til að koma sendingum í póst.Nýtum tímann rétt Það getur verið vandasamt að tvinna saman verkefni sem felast í því að sinna viðskiptavinum í verslun, sinna pöntunum og senda vörur sem keyptar hafa verið í netverslun. Mikilvægt er að finna árangursríka og hagkvæma lausn til þess að geta boðið góða og hraða þjónustu á báðum vígstöðum en skv. könnunum vilja viðskiptavinir netverslana fá vörurnar sína afhentar eins fljótt og hægt er. Eðli málsins samkvæmt er landinn oft stressaður á þessum tíma. Það er mikil umferð á götum úti og það hefur enginn tíma að missa. Landsmenn eru á leiðinni í verslunarleiðangur, göngutúr um bæinn, hitta vini og ættingja og svo mætti lengi telja. Það er ekki aðeins umferð á götum úti og verslunarmiðstöðvum heldur er einnig mikil umferð fólks á pósthúsum. Þegar starfsfólk verslana er sent á næsta pósthús með sendingar úr netverslun er hætta á að leiðangurinn taki lengri tíma en búist var við. Þetta getur valdið stressi verslunareigenda, verslunarstjóra, starfsmannsins sjálfs ásamt samstarfsmönnum þar sem álagið á aðra starfsmenn getur aukist við það að fækka fólki í styttri eða lengri tíma.Hvað er til bragðs að taka? Hvað geta verslanir gert ef það er ekki í boði að missa starfsmann í burtu með sendingar á pósthúsið? Fyrirtækjaþjónusta Póstsins býður verslunum og öðrum fyrirtækjum að fá sendil til sín þegar hentar sem sækir sendingar og póstleggur. Fyrirtækjaþjónustan er hagkvæm og árangursrík leið til að koma vörum úr netverslun hratt og örugglega í dreifingu. Verslanir þurfa eingöngu að skrá sendingar og merkja og sendill frá Póstinum sér um að koma sendingunum í dreifingu. Með þessu getur verslunarfólk einbeitt sér að kjarnastarfsemi verslana og sinnt viðskiptavinum sínum. Minna stress – betri þjónusta.Höfundur er viðskiptastjóri hjá Póstinum.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar