Óttast ekki fangelsi Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 14. nóvember 2019 16:15 Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Ekki sé allt rétt sem fram hefur komið, til að mynda í máli uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, og vonast Þorsteinn til þess að rannsóknin muni leiða hið rétta í ljós. Hafi Samherji brotið af sér mun fyrirtækið axla ábyrgð að sögn Þorsteins, sem segist þó ekki óttast að enda í fangelsi. Hann vísar því á bug að hafa misnotað vinskap sinn við sjávarútvegsráðherra til að greiða götu Samherja í Namibíu - þegar þú átt vini þá misnotarðu þá ekki. Þorsteinn Már, Björgólfur Jóhannsson, sem tók við stöðu forstjóra Samherja í dag og Óskar Magnússon, stjórnarmaður í fyrirtækinu, hittu á fréttamann okkar við hafnarsvæði Dalvíkur í dag. Tilgangurinn var viðtal við Þorstein, sem til þessa hefur ekki tjáð sig um þá mynd sem dregin var upp af starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu í umfjöllunum Kveiks og Stundarinnar. Þess í stað hefur félagið látið nægja að senda þrjár fréttatilkynningar um afstöðu sína, nú síðast í morgun þar sem greint var frá því að Þorsteinn hafi vikið úr sæti forstjóra meðan á innri rannsókn fyrirtækisins, sem er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein, stendur yfir.Stöðvaði viðtalið Viðtalið má sjá hér að ofan, rétt eins og íhlutun Óskars Magnússonar sem sagði að sér þættu spurningar fréttamannsins einhæfar og að Þorsteinn gæti stöðvað viðtalið ef honum misbyðu spurningarnar. Óskari var þá gert grein fyrir því að Þorsteini væri vitaskuld frjálst að fara, hefði hann áhuga á því, sem Þorsteinn gerði þó ekki heldur hélt áfram að svara spurningum fréttamanns.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, við höfnina í Dalvík í dag.Vísir/SigurjónVið höfnina í dag var Þorsteinn þráspurður um ýmsa þætti starfsemi fyrirtækisins í Namibíu; meintar mútugreiðslur til namibískra embættismanna, flutning peninga í aflandsfélög í skattaskjólum, skattaundanskot og svo framvegis. Hann segist lítið vilja tjá sig í smáatriðum um þessar ásakanir, Wikborg Rein þurfi frið til þess að vinna sína vinnu. Ákvörðun hans í dag um að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja hafi verið liður í því. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri eru jafnframt með málefni Samherja til rannsóknar og segir Þorsteinn að fyrirtæki muni funda með síðarnefnda embættinu á mánudag. Ætlunin sé að aðstoða við rannsóknirnar eftir fremsta megni. „Ég hef trú á því að þessi mál þoli skoðun hvar sem er.“Býst við að bókhaldið verði opnað Í tilkynningum Samherja í tengslum við umfjöllun síðustu daga hefur skuldinni verið skellt á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann og fyrrverandi stjóranda Samherja í Namibíu. Þorsteinn segir að það sem fram kom í máli hans hafi „kannski ekki allt verið satt og rétt.“ Til að mynda séu fullyrðingar þess efnis að Samherji „hafi flutt milljarða frá Afríku,“ ekki á rökum reistar. Samherji hafi óskað eftir því að þær grunsamlegu greiðslur sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum síðustu daga verði rannsakaðar.Þorsteinn Már og Björgólfur Jóhannsson funduðu með starfsfólki Samherja á Akureyri í dag.Vísir/TPT„Við erum því að segja að kannski eru einhverjar fleiri hliðar á þessu máli,“ segir Þorsteinn og vonir standi til að rannsóknin muni draga þær hliðar fram. „Menn munu þó vitaskuld bera ábyrgð hafi þeir gert eitthvað sem stenst ekki skoðun.“ Hann segist vona að sannleikurinn muni koma í ljós, fyrr en síðar, en treystir sér þó ekki til að áætla hvenær að niðurstöður innri rannsóknar muni liggja fyrir. Samherji muni þó líklega birta rekstraryfirlit yfir starfsemi sína í Namibíu, til glöggvunar fyrir almenning.Óttast ekki ákærur eða fangelsun Hann segir ekkert fyrirtæki með heimilisfesti á Íslandi hafa verið jafn mikið rannsakað á síðustu 14 árum og Samherji og vísar þar til athugunar Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. „Allt sem við höfum gert hingað til hefur alltaf staðist alla skoðun.“ Hann segist því ekki óttast að verða ákærður eða enda í fangelsi, þó svo að hann útiloki ekki að eitthvað óæskilegt hafi átt sér stað í starfsemi Samherja í Namibíu. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hann sé sakaður um stórfelld lögbrot, eins og í tifelli Seðlabankarannsóknarinnar, og hafi fyrirtækið áður verið rannsakað ofan í kjölinn. Hann segist því ekki óttast yfirstandandi rannsóknir.Þorsteinn segir umræðu síðustu daga hafa komið illa við starfsfólk Samherja.vísir/tptMaður misnotar ekki vini sína Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar var varpað ljósi á heimsókn Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, í höfuðstöðvar Samherja árið 2014 þegar namibískir áhrifamenn voru þar í heimsókn. Kristján hefur sjálfur sagt að hann hafi verið þar fyrir tilviljun, en þeim Þorsteini er vel til vina. Kristján var auk þess stjórnarformaður Samherjar undir lok síðustu aldar. Aðspurður um fundinn tekur Þorsteinn í sama streng og Kristján, líklega hafi verið um tilviljun að ræða. Hann segir umræðuna þó undarlega, Kristján geti „ekkert gert að því þó svo að við höfum kynnst hér fyrir langa löngu,“ og rekur því næst vinskap sinn við ráðherrann og fjölskyldu hans. „Ef þú átt vini þá misnotarðu þá ekki, á því byggir vinátta,“ segir Þorsteinn og gefur þannig í skyn að hann hafi ekki notað vinskap sinn við Kristján til að sýna Namibíumönnunum fram á pólitísk tengsl sín á Íslandi. Kyrrsetningarumræðan erfið Þorsteinn segir að sér hafi blöskrað umræðan um fyrirtækið á síðustu dögum, Samherji sé ekki „sálarlaust fyrirtæki.“ Vendingar síðustu daga hafi haft mikil áhrif á sálarlíf þeirra 800 einstaklinga sem starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi, en annar eins fjöldi starfar hjá starfsstöðvum Samherja á erlendri grundu. „Þetta var orðið fullangt gengið og með því að stíga hliðar er ég að vona að sú umræða geti róast eitthvað.“ Vísar hann þar til þess sem viðrað hefur verið af þingmönnum, t.a.m. Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, um að frysta eignir fyrirtækisins. Þorsteinn segir að viðskiptavinir fyrirtækisins erlendis hafi lýst yfir áhyggjum vegna þessara hugmynda og spurt Samherja hvort fyrirtækið sé í raun stakk búið til að standa við skuldbindingar sínar um afhendingu afurða. Viðtalið við Þorstein má nálgast í heild sinni hér í spilaranum efst í fréttinni. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. 13. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Ekki sé allt rétt sem fram hefur komið, til að mynda í máli uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, og vonast Þorsteinn til þess að rannsóknin muni leiða hið rétta í ljós. Hafi Samherji brotið af sér mun fyrirtækið axla ábyrgð að sögn Þorsteins, sem segist þó ekki óttast að enda í fangelsi. Hann vísar því á bug að hafa misnotað vinskap sinn við sjávarútvegsráðherra til að greiða götu Samherja í Namibíu - þegar þú átt vini þá misnotarðu þá ekki. Þorsteinn Már, Björgólfur Jóhannsson, sem tók við stöðu forstjóra Samherja í dag og Óskar Magnússon, stjórnarmaður í fyrirtækinu, hittu á fréttamann okkar við hafnarsvæði Dalvíkur í dag. Tilgangurinn var viðtal við Þorstein, sem til þessa hefur ekki tjáð sig um þá mynd sem dregin var upp af starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu í umfjöllunum Kveiks og Stundarinnar. Þess í stað hefur félagið látið nægja að senda þrjár fréttatilkynningar um afstöðu sína, nú síðast í morgun þar sem greint var frá því að Þorsteinn hafi vikið úr sæti forstjóra meðan á innri rannsókn fyrirtækisins, sem er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein, stendur yfir.Stöðvaði viðtalið Viðtalið má sjá hér að ofan, rétt eins og íhlutun Óskars Magnússonar sem sagði að sér þættu spurningar fréttamannsins einhæfar og að Þorsteinn gæti stöðvað viðtalið ef honum misbyðu spurningarnar. Óskari var þá gert grein fyrir því að Þorsteini væri vitaskuld frjálst að fara, hefði hann áhuga á því, sem Þorsteinn gerði þó ekki heldur hélt áfram að svara spurningum fréttamanns.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, við höfnina í Dalvík í dag.Vísir/SigurjónVið höfnina í dag var Þorsteinn þráspurður um ýmsa þætti starfsemi fyrirtækisins í Namibíu; meintar mútugreiðslur til namibískra embættismanna, flutning peninga í aflandsfélög í skattaskjólum, skattaundanskot og svo framvegis. Hann segist lítið vilja tjá sig í smáatriðum um þessar ásakanir, Wikborg Rein þurfi frið til þess að vinna sína vinnu. Ákvörðun hans í dag um að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja hafi verið liður í því. Héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri eru jafnframt með málefni Samherja til rannsóknar og segir Þorsteinn að fyrirtæki muni funda með síðarnefnda embættinu á mánudag. Ætlunin sé að aðstoða við rannsóknirnar eftir fremsta megni. „Ég hef trú á því að þessi mál þoli skoðun hvar sem er.“Býst við að bókhaldið verði opnað Í tilkynningum Samherja í tengslum við umfjöllun síðustu daga hefur skuldinni verið skellt á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarann og fyrrverandi stjóranda Samherja í Namibíu. Þorsteinn segir að það sem fram kom í máli hans hafi „kannski ekki allt verið satt og rétt.“ Til að mynda séu fullyrðingar þess efnis að Samherji „hafi flutt milljarða frá Afríku,“ ekki á rökum reistar. Samherji hafi óskað eftir því að þær grunsamlegu greiðslur sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum síðustu daga verði rannsakaðar.Þorsteinn Már og Björgólfur Jóhannsson funduðu með starfsfólki Samherja á Akureyri í dag.Vísir/TPT„Við erum því að segja að kannski eru einhverjar fleiri hliðar á þessu máli,“ segir Þorsteinn og vonir standi til að rannsóknin muni draga þær hliðar fram. „Menn munu þó vitaskuld bera ábyrgð hafi þeir gert eitthvað sem stenst ekki skoðun.“ Hann segist vona að sannleikurinn muni koma í ljós, fyrr en síðar, en treystir sér þó ekki til að áætla hvenær að niðurstöður innri rannsóknar muni liggja fyrir. Samherji muni þó líklega birta rekstraryfirlit yfir starfsemi sína í Namibíu, til glöggvunar fyrir almenning.Óttast ekki ákærur eða fangelsun Hann segir ekkert fyrirtæki með heimilisfesti á Íslandi hafa verið jafn mikið rannsakað á síðustu 14 árum og Samherji og vísar þar til athugunar Seðlabankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. „Allt sem við höfum gert hingað til hefur alltaf staðist alla skoðun.“ Hann segist því ekki óttast að verða ákærður eða enda í fangelsi, þó svo að hann útiloki ekki að eitthvað óæskilegt hafi átt sér stað í starfsemi Samherja í Namibíu. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem hann sé sakaður um stórfelld lögbrot, eins og í tifelli Seðlabankarannsóknarinnar, og hafi fyrirtækið áður verið rannsakað ofan í kjölinn. Hann segist því ekki óttast yfirstandandi rannsóknir.Þorsteinn segir umræðu síðustu daga hafa komið illa við starfsfólk Samherja.vísir/tptMaður misnotar ekki vini sína Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar var varpað ljósi á heimsókn Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, í höfuðstöðvar Samherja árið 2014 þegar namibískir áhrifamenn voru þar í heimsókn. Kristján hefur sjálfur sagt að hann hafi verið þar fyrir tilviljun, en þeim Þorsteini er vel til vina. Kristján var auk þess stjórnarformaður Samherjar undir lok síðustu aldar. Aðspurður um fundinn tekur Þorsteinn í sama streng og Kristján, líklega hafi verið um tilviljun að ræða. Hann segir umræðuna þó undarlega, Kristján geti „ekkert gert að því þó svo að við höfum kynnst hér fyrir langa löngu,“ og rekur því næst vinskap sinn við ráðherrann og fjölskyldu hans. „Ef þú átt vini þá misnotarðu þá ekki, á því byggir vinátta,“ segir Þorsteinn og gefur þannig í skyn að hann hafi ekki notað vinskap sinn við Kristján til að sýna Namibíumönnunum fram á pólitísk tengsl sín á Íslandi. Kyrrsetningarumræðan erfið Þorsteinn segir að sér hafi blöskrað umræðan um fyrirtækið á síðustu dögum, Samherji sé ekki „sálarlaust fyrirtæki.“ Vendingar síðustu daga hafi haft mikil áhrif á sálarlíf þeirra 800 einstaklinga sem starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi, en annar eins fjöldi starfar hjá starfsstöðvum Samherja á erlendri grundu. „Þetta var orðið fullangt gengið og með því að stíga hliðar er ég að vona að sú umræða geti róast eitthvað.“ Vísar hann þar til þess sem viðrað hefur verið af þingmönnum, t.a.m. Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, um að frysta eignir fyrirtækisins. Þorsteinn segir að viðskiptavinir fyrirtækisins erlendis hafi lýst yfir áhyggjum vegna þessara hugmynda og spurt Samherja hvort fyrirtækið sé í raun stakk búið til að standa við skuldbindingar sínar um afhendingu afurða. Viðtalið við Þorstein má nálgast í heild sinni hér í spilaranum efst í fréttinni.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. 13. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. 13. nóvember 2019 21:00