Björgólfur Jóhannsson í leyfi hjá Íslandsstofu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2019 16:15 Björgólfur Jóhansson (til vinstri) hefur tekið við sem forstjóri Samherja á meðan málið sem kennt er við Samherjaskjölin er til skoðunar. Hér er Björgólfur með fráfarandi forstjóranum Þorsteini Má Baldvinssyni, einum stærsta eiganda Samherja. Vísir/SigurjónÓ Björgólfur Jóhannsson, sem í morgun var tilkynnt um að tæki við stöðu forstjóra Samherja eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar, mun láta tímabundið af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. Þorsteinn Már stígur tímabundið til hliðar hjá Samherja þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir samkvæmt tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í morgun. Björgólfur hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Íslandsstofu síðan haustið 2018. Stofnunin hefur beinlínis það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir Ísland á erlendri grundu, „sem beinist að því að efla orðspor og ímynd Íslands erlendis, skapa áhuga á landinu sem áfangastað og auka eftirspurn eftir því sem íslenskt er,“ líkt og segir meðal annars í stefnulýsingu stofnunarinnar. Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að Björgólfur Jóhannsson hafi tilkynnt að hann muni tímabundið láta af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. „Hildur Árnadóttir er varaformaður stjórnar Íslandsstofu og hefur tekið við hlutverki formanns og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins, sem er varamaður í stjórn Íslandsstofu, mun taka sæti í stjórninni í fjarveru Björgólfs,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Forsætisráðherra hefur sagt að mál Samherja geti farið illa með orðspor Íslands.„Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðamennska á Íslandi Samherjaskjölin Vistaskipti Tengdar fréttir Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, sem í morgun var tilkynnt um að tæki við stöðu forstjóra Samherja eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson steig til hliðar, mun láta tímabundið af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. Þorsteinn Már stígur tímabundið til hliðar hjá Samherja þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir samkvæmt tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í morgun. Björgólfur hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Íslandsstofu síðan haustið 2018. Stofnunin hefur beinlínis það hlutverk að sinna markaðs- og kynningarmálum fyrir Ísland á erlendri grundu, „sem beinist að því að efla orðspor og ímynd Íslands erlendis, skapa áhuga á landinu sem áfangastað og auka eftirspurn eftir því sem íslenskt er,“ líkt og segir meðal annars í stefnulýsingu stofnunarinnar. Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að Björgólfur Jóhannsson hafi tilkynnt að hann muni tímabundið láta af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu. „Hildur Árnadóttir er varaformaður stjórnar Íslandsstofu og hefur tekið við hlutverki formanns og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins, sem er varamaður í stjórn Íslandsstofu, mun taka sæti í stjórninni í fjarveru Björgólfs,“ segir í tilkynningu Íslandsstofu.Forsætisráðherra hefur sagt að mál Samherja geti farið illa með orðspor Íslands.„Það er auðvitað hætta á því að þetta mál, sé það svona vaxið, muni skaða orðspor Íslands sem er sérstakt áhyggjuefni. Ekki bara fyrir íslensk stjórnvöld heldur líka íslenskt atvinnulíf. En ég vil líka minn á það að þarna er um íslenskt fyrirtæki að ræða en ekki íslenskt samfélag í heild sinni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Samherjaskjölin Vistaskipti Tengdar fréttir Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30