Eftirlegukindur draga áfram dilk á eftir sér Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Átta kindum var bjargað úr Bjólfi 1. febrúar í fyrra. Fleiri kindur náðust síðar. Mynd/Kubbafabrikkan Arkitetar - Tindar Hótel „Matvælastofnun er að reyna að láta okkur borga aðgerð sem við vorum búin að meta sem hættulega,“ segir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Seyðifjarðar. Matvælastofnun vill að Seyðfirðingar borgi 804 þúsund króna reikning frá björgunarsveitinni Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram kemur í bréfi stofnunarinnar að henni hefði 30. janúar í fyrra borist ábending um fé á útigangi hátt uppi í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur snjór og jarðlaust og féð því bjargarlaust. Þáverandi bæjarstjóri hefði upplýst að vitað væri af fénu en að félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka að sér að bjarga skepnunum. Sagði Matvælastastofnun ljóst að ákvæði um hjálparskyldu í lögum um dýravernd hefðu verið brotin. Félagar úr Björgunarsveitiinni Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið fengnir til að aðstoða við björgun kindanna sem farið var í hinn 1. febrúar. Um hafi verið að ræða fé af tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar Matvælastofnun þeim að taka þátt í kostnaðinum.Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði.„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði var búinn að meta að það væri hættulegt að reyna að ná þeim niður svo það var ákveðið að fara ekki héðan. Matvælastofnun tók upp á því upp á eigin spýtur að senda björgungarsveitarmenn ofan af Héraði til þess að bjarga þeim,“ útskýrir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs á Seyðisfirði. Rúnar og Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri benda á að björgunarsveitarreikningnum hafi áður verið hafnað af Vilhjálmi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðalheiður segir Matís á Egilsstöðum hafa viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök er tekið var fram fyrir hendurnar á fjallskilakóngi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur að leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli en aðeins ef það þætti fært. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti sem stjórnandi aðgerða vildi enda aðstæður óhagstæðar á þeim tímapunkti. En þá valdi stjórnandi aðgerða að fá björgunarsveitina á Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður. „Eftir því sem ég kemst næst þá var mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn á þessum degi og aðstæður mjög erfiðar.“ Átta kindum mun hafa verið bjargað niður úr Bjólfi þennan dag. Nokkrar kindur sem þá var talið of hættulegt að nálgast urðu eftir en þær náðust síðar. Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Dýr Landbúnaður Seyðisfjörður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira
„Matvælastofnun er að reyna að láta okkur borga aðgerð sem við vorum búin að meta sem hættulega,“ segir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs Seyðifjarðar. Matvælastofnun vill að Seyðfirðingar borgi 804 þúsund króna reikning frá björgunarsveitinni Héraði á Fljótsdalshéraði. Fram kemur í bréfi stofnunarinnar að henni hefði 30. janúar í fyrra borist ábending um fé á útigangi hátt uppi í hlíðum Bjólfs. Þar væri djúpur snjór og jarðlaust og féð því bjargarlaust. Þáverandi bæjarstjóri hefði upplýst að vitað væri af fénu en að félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði hefðu hafnað því að taka að sér að bjarga skepnunum. Sagði Matvælastastofnun ljóst að ákvæði um hjálparskyldu í lögum um dýravernd hefðu verið brotin. Félagar úr Björgunarsveitiinni Héraði á Fljótdalshéraði hafi verið fengnir til að aðstoða við björgun kindanna sem farið var í hinn 1. febrúar. Um hafi verið að ræða fé af tveimur bæjum í Seyðisfirði. Ætlar Matvælastofnun þeim að taka þátt í kostnaðinum.Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri á Seyðisfirði.„Fjallskilastjórinn á Seyðisfirði var búinn að meta að það væri hættulegt að reyna að ná þeim niður svo það var ákveðið að fara ekki héðan. Matvælastofnun tók upp á því upp á eigin spýtur að senda björgungarsveitarmenn ofan af Héraði til þess að bjarga þeim,“ útskýrir Rúnar Gunnarsson, formaður bæjarráðs á Seyðisfirði. Rúnar og Aðalheiður Borgþórsdóttir bæjarstjóri benda á að björgunarsveitarreikningnum hafi áður verið hafnað af Vilhjálmi Jónssyni, fyrrverandi bæjarstjóra. Aðalheiður segir Matís á Egilsstöðum hafa viðurkennt að þarna hafi verið gerð mistök er tekið var fram fyrir hendurnar á fjallskilakóngi Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skýrt væri í fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur að leitast ætti við að bjarga fé úr fjalli en aðeins ef það þætti fært. „Það þótti ekki forsvaranlegt að fara eftir fénu á þeim tímapunkti sem stjórnandi aðgerða vildi enda aðstæður óhagstæðar á þeim tímapunkti. En þá valdi stjórnandi aðgerða að fá björgunarsveitina á Héraði í verkið,“ segir Aðalheiður. „Eftir því sem ég kemst næst þá var mikið glæfraverk að fara í Bjólfinn á þessum degi og aðstæður mjög erfiðar.“ Átta kindum mun hafa verið bjargað niður úr Bjólfi þennan dag. Nokkrar kindur sem þá var talið of hættulegt að nálgast urðu eftir en þær náðust síðar.
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Dýr Landbúnaður Seyðisfjörður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira