Rannsóknir séu sem flestum aðgengilegar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Háskólar og bókasöfn greiða um 200 milljónir króna á ári í áskriftir að vísindaritum. fbl/anton brink „Við erum svolítið á eftir þegar kemur að opnum aðgangi. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið mörkuð stefna um hvernig eigi að ná fram markmiðum um opinn aðgang. Íslensk stjórnvöld eru ekki með neina stefnu en vinna er þó í gangi,“ segir Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri hjá Landsbókasafni. Sigurgeir, sem einnig er ritstjóri vefsins openaccess.is, sem fjallar um opinn aðgang, verður meðal frummælenda á málþingi Vísindafélags Íslendinga um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 12 til 14. Hugtakið opinn aðgangur snýst um þá kröfu að almenningur, nemendur og vísindafólk um allan heim hafi óheftan aðgang að niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Sigurgeir bendir á að samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir skuli niðurstöður rannsókna sem styrktar eru úr rannsóknarsjóði eða innviðasjóði birtar í opnum aðgangi nema um annað sé samið. „Það eru nokkrir háskólar hér sem hafa markað sér stefnu um opinn aðgang, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Bifröst, en þar er líka gefið færi á undanþágum,“ segir Sigurgeir. Undanþágur séu veittar vegna þess að flestir vilji birta rannsóknir sínar í virtustu og áhrifamestu ritunum sem oft þurfi að kaupa áskrift að. „Við hérna á Landsbókasafni sjáum um landsaðgang sem er samlag íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana um kaup á þessum áskriftum. Það er verið að borga um 200 milljónir árlega fyrir það.“ Sigurgeir segir að á heimsvísu sé um gríðarlegar fjárhæðir að ræða en háskólar og bókasöfn séu á ársgrundvelli að borga á bilinu 7 til 8 milljarða evra fyrir þessar áskriftir. „Það sem þessi hreyfing um opinn aðgang gengur út á er að breyta þessu módeli. Fá fólk frekar til að birta í tímaritum í opnum aðgangi.“ Í landsaðganginum séu ekki allar vísindagreinar aðgengilegar og þótt hægt sé að nálgast mikið efni í gegnum íslenskar IP-tölur sé ekki um opinn aðgang að ræða þar sem búið sé að borga fyrir aðganginn. Einn stærsti útgefandi vísindarita er Elsevier en hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam um 1,2 milljörðum dollara eða sem nemur um 150 milljörðum króna. „Það sem er að gerast úti í heimi er að margir aðilar eru hættir að kaupa þessar áskriftir að Elsevier. UCLA-háskóli ákvað til dæmis að hætta þessum áskriftum en vísindamenn við skólann koma að um tíu prósentum allra vísindagreina sem eru birtar í Bandaríkjunum.“ Þar að auki hafi hópur opinberra evrópskra rannsóknarsjóða sett fram markmið um að árið 2021 verði allar niðurstöður rannsókna sem fengið hafi opinbera styrki birtar í opnum aðgangi. „Við erum að eyða gríðarlegum fjárhæðum í að kaupa aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vísindamenn eru að reyna að leysa alls kyns vandamál. Þá viltu komast í nýjustu rannsóknir eins fljótt og auðið er.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
„Við erum svolítið á eftir þegar kemur að opnum aðgangi. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið mörkuð stefna um hvernig eigi að ná fram markmiðum um opinn aðgang. Íslensk stjórnvöld eru ekki með neina stefnu en vinna er þó í gangi,“ segir Sigurgeir Finnsson, verkefnastjóri hjá Landsbókasafni. Sigurgeir, sem einnig er ritstjóri vefsins openaccess.is, sem fjallar um opinn aðgang, verður meðal frummælenda á málþingi Vísindafélags Íslendinga um opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum. Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 12 til 14. Hugtakið opinn aðgangur snýst um þá kröfu að almenningur, nemendur og vísindafólk um allan heim hafi óheftan aðgang að niðurstöðum rannsókna sem unnar hafa verið fyrir almannafé. Sigurgeir bendir á að samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir skuli niðurstöður rannsókna sem styrktar eru úr rannsóknarsjóði eða innviðasjóði birtar í opnum aðgangi nema um annað sé samið. „Það eru nokkrir háskólar hér sem hafa markað sér stefnu um opinn aðgang, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Bifröst, en þar er líka gefið færi á undanþágum,“ segir Sigurgeir. Undanþágur séu veittar vegna þess að flestir vilji birta rannsóknir sínar í virtustu og áhrifamestu ritunum sem oft þurfi að kaupa áskrift að. „Við hérna á Landsbókasafni sjáum um landsaðgang sem er samlag íslenskra háskóla og rannsóknarstofnana um kaup á þessum áskriftum. Það er verið að borga um 200 milljónir árlega fyrir það.“ Sigurgeir segir að á heimsvísu sé um gríðarlegar fjárhæðir að ræða en háskólar og bókasöfn séu á ársgrundvelli að borga á bilinu 7 til 8 milljarða evra fyrir þessar áskriftir. „Það sem þessi hreyfing um opinn aðgang gengur út á er að breyta þessu módeli. Fá fólk frekar til að birta í tímaritum í opnum aðgangi.“ Í landsaðganginum séu ekki allar vísindagreinar aðgengilegar og þótt hægt sé að nálgast mikið efni í gegnum íslenskar IP-tölur sé ekki um opinn aðgang að ræða þar sem búið sé að borga fyrir aðganginn. Einn stærsti útgefandi vísindarita er Elsevier en hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam um 1,2 milljörðum dollara eða sem nemur um 150 milljörðum króna. „Það sem er að gerast úti í heimi er að margir aðilar eru hættir að kaupa þessar áskriftir að Elsevier. UCLA-háskóli ákvað til dæmis að hætta þessum áskriftum en vísindamenn við skólann koma að um tíu prósentum allra vísindagreina sem eru birtar í Bandaríkjunum.“ Þar að auki hafi hópur opinberra evrópskra rannsóknarsjóða sett fram markmið um að árið 2021 verði allar niðurstöður rannsókna sem fengið hafi opinbera styrki birtar í opnum aðgangi. „Við erum að eyða gríðarlegum fjárhæðum í að kaupa aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vísindamenn eru að reyna að leysa alls kyns vandamál. Þá viltu komast í nýjustu rannsóknir eins fljótt og auðið er.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira