Styðja verkföll kollega sinna Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 06:28 Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Vísir/vilhelm Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Félagið segist styðja yfirstandandi kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir blaðamanna og SA funduðu í sex klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess þó að ná samningi. Boðuð vinnustöðvun blaðamanna á stærstu vefmiðlum landsins hefst því klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 18. Í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu segist félagið styðja „heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“ Ætla má að þar sé vísað til yfirmanna hjá Morgunblaðinu, sem gerðu starfsmönnum prentmiðilsins og sumarstarfsmanni að skrifa fréttir á vefinn á meðan síðasta vinnustöðvun blaðamanna fór fram fyrir viku. Morgunblaðið og vefur þess hafa verið kærð fyrir 30 verkfallsbrot, sem Félagsdómur tekur fyrir í næstu viku.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk,“ segir jafnframt í fyrrnefndri yfirlýsingu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Sem fyrr segir lauk samningafundi blaðamanna og SA í gær án niðurstöðu. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð á fundinum, blaðamenn lögðu fram gagntilboð en á hvorugt þeirra var fallist. Vísir ræddi í gærkvöld við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um sýn þeirra á stöðuna. Báðir eru þeir sammála um að enn sé langt á milli samninganefnda.Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Það er kominn tími til að störf blaðamanna verði metin að verðleikum, að mati stéttarfélags fréttamanna sem starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Félagið segist styðja yfirstandandi kjarabaráttu Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins. Samninganefndir blaðamanna og SA funduðu í sex klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær, án þess þó að ná samningi. Boðuð vinnustöðvun blaðamanna á stærstu vefmiðlum landsins hefst því klukkan 10 í dag og lýkur klukkan 18. Í yfirlýsingu frá Félagi fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu segist félagið styðja „heilshugar verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins og treystir því að ritstjórar og eigendur fjölmiðla virði lögboðin verkföll þeirra.“ Ætla má að þar sé vísað til yfirmanna hjá Morgunblaðinu, sem gerðu starfsmönnum prentmiðilsins og sumarstarfsmanni að skrifa fréttir á vefinn á meðan síðasta vinnustöðvun blaðamanna fór fram fyrir viku. Morgunblaðið og vefur þess hafa verið kærð fyrir 30 verkfallsbrot, sem Félagsdómur tekur fyrir í næstu viku.Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störf „Laun blaðamanna á Íslandi eru almennt langt frá því að vera í samræmi við vinnutíma, álag í starfi og þá ábyrgð sem blaðamenn bera. Fjölmiðlar gegna grundvallarhlutverki í lýðræðissamfélagi í því að upplýsa almenning um það sem gerist í samfélaginu og veita ráðandi öflum aðhald. Það geta þeir varla gert ef hæfir fréttamenn hrekjast úr starfinu vegna lágra launa, líkt og gerist trekk í trekk,“ segir jafnframt í fyrrnefndri yfirlýsingu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Sem fyrr segir lauk samningafundi blaðamanna og SA í gær án niðurstöðu. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð á fundinum, blaðamenn lögðu fram gagntilboð en á hvorugt þeirra var fallist. Vísir ræddi í gærkvöld við Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélagsins, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, um sýn þeirra á stöðuna. Báðir eru þeir sammála um að enn sé langt á milli samninganefnda.Flestir blaðamenn á Vísi eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00
Deila áfram um lífskjarasamninginn Kjarasamningar hafa ekki náðst á milli Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. 14. nóvember 2019 22:49
„Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41