Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2019 18:30 Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.Stundin hefur sagt frá því að Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar Eyþór keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Gjörningurinn er rakinn á þá leið að Kýpurfélag Samherja, Esja Sefood, sem á að hafa verið notað til að mútugreiðslna í Namibíu, lánaði Kaldbaki, fjárfestingafélagi Samherja, tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012. Kaldbakur lánaði svo Kattarnefi ehf., líka í eigu Samherja, rúmlega 300 milljónir króna til til að fjárfesta í Morgunblaðinu.Árið 2017 seldi Kattarnef hlut sinn í Morgunblaðinu til félags í eigu Eyþórs sem nefnist Ramses II ehf. fyrir 325 milljónir króna. Kattarnef veitti félagi Eyþórs 225 milljóna króna seljendalán fyrir þessum hlut og því hafi Esja Seafood fjármagnað kaupin óbeint.Viðskiptin hafi verið við íslensk félög Í samtali við fréttastofu segir Eyþór fregnirnar af máli Samherja í Namibíu dapurlegar fyrir alla, hvort sem þeir eru í viðskiptum stjórnmálum eða út í bæ. Eyþóri finnst hins vegar villandi að halda því fram að kaup hans á Morgunblaðshlutnum hafi verið fjármögnuð af Kýpurfélagi Samherja. „Mín viðskipti voru við Samherja og Vísi, íslensk félög, og gerð grein fyrir því. Það hvernig síðan Samherji fjármagnaði sig er ekki eitthvað sem ég skoðaði eða viss um fyrr en nú. Það er annað mál. Þetta er svipað og þegar einhver tekur lán bílalán, til dæmis frá Kaupþingi, þá er hann ekki meðvitaður um hvernig Kaupþing fjármagnar sig,“ segir Eyþór.Eyþór Arnalds á fundi borgarstjórnar.Vísir/VilhelmVeit sannleikann og með hreint hjarta Hann segir seljendalán Samherja gera að verkum að hann sjálfur sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart útgerðinni sem taki áhættuna. Því sé hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Spurður hvort málið setji hann engu að síður ekki í erfiða stöðu sem stjórnmálamann svarar Eyþór: „Auðvitað er alltaf erfitt þegar koma fréttir sem eru svona misvísandi, næstum því rangar. En ef maður veit sannleikann, er með hreint hjarta, þá er allt í lagi,“ segir Eyþór. Hann segist hafa sagt sig frá rekstri og stjórn Morgunblaðsins og hafi einsett sér að selja hlut sinn í Morgunblaðinu. Borgarstjórn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Eyþór Arnalds telur villandi að segja að félag Samherja, sem sakað er um mútur í Namibíu, hafi fjármagnað kaup hans á hlut í Morgunblaðinu. Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi óbeint frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins.Stundin hefur sagt frá því að Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, hafi verið fjármagnaður af Kýpurfélagi Samherja þegar Eyþór keypti hlut útgerðarfélagsins í Morgunblaðinu. Gjörningurinn er rakinn á þá leið að Kýpurfélag Samherja, Esja Sefood, sem á að hafa verið notað til að mútugreiðslna í Namibíu, lánaði Kaldbaki, fjárfestingafélagi Samherja, tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans árið 2012. Kaldbakur lánaði svo Kattarnefi ehf., líka í eigu Samherja, rúmlega 300 milljónir króna til til að fjárfesta í Morgunblaðinu.Árið 2017 seldi Kattarnef hlut sinn í Morgunblaðinu til félags í eigu Eyþórs sem nefnist Ramses II ehf. fyrir 325 milljónir króna. Kattarnef veitti félagi Eyþórs 225 milljóna króna seljendalán fyrir þessum hlut og því hafi Esja Seafood fjármagnað kaupin óbeint.Viðskiptin hafi verið við íslensk félög Í samtali við fréttastofu segir Eyþór fregnirnar af máli Samherja í Namibíu dapurlegar fyrir alla, hvort sem þeir eru í viðskiptum stjórnmálum eða út í bæ. Eyþóri finnst hins vegar villandi að halda því fram að kaup hans á Morgunblaðshlutnum hafi verið fjármögnuð af Kýpurfélagi Samherja. „Mín viðskipti voru við Samherja og Vísi, íslensk félög, og gerð grein fyrir því. Það hvernig síðan Samherji fjármagnaði sig er ekki eitthvað sem ég skoðaði eða viss um fyrr en nú. Það er annað mál. Þetta er svipað og þegar einhver tekur lán bílalán, til dæmis frá Kaupþingi, þá er hann ekki meðvitaður um hvernig Kaupþing fjármagnar sig,“ segir Eyþór.Eyþór Arnalds á fundi borgarstjórnar.Vísir/VilhelmVeit sannleikann og með hreint hjarta Hann segir seljendalán Samherja gera að verkum að hann sjálfur sé ekki í persónulegri ábyrgð gagnvart útgerðinni sem taki áhættuna. Því sé hann ekki háður Samherja sem stjórnmálamaður. Spurður hvort málið setji hann engu að síður ekki í erfiða stöðu sem stjórnmálamann svarar Eyþór: „Auðvitað er alltaf erfitt þegar koma fréttir sem eru svona misvísandi, næstum því rangar. En ef maður veit sannleikann, er með hreint hjarta, þá er allt í lagi,“ segir Eyþór. Hann segist hafa sagt sig frá rekstri og stjórn Morgunblaðsins og hafi einsett sér að selja hlut sinn í Morgunblaðinu.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður. 20. október 2019 13:14