Leggur til sameiginlegt framboð verkalýðshreyfingarinnar gegn spillingu Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2019 14:41 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir víðtækum samfélagsbreytingum. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Þessu lýsir Ragnar yfir í Facebook færslu sinni þar sem hann segir vera blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af meintu framferði Samherja í Namibíu. Ragnar fer hörðum orðum um viðbrögð Samherja við ásökununum og segir málið lýsa „ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, [lýsa] fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.“Gagnrýnir ríkjandi stjórnmálaflokka harðlega Ragnar tengir Samherjamálið í færslu sinni enn fremur við umdeilda einkavæðingu ríkiseigna, bankahrunið og umfjöllun um fjárfestingarleið Seðlabankans. „Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?“ Hann gagnrýnir jafnframt ríkjandi stjórnmálaflokka og sakar um að hafa haldið aftur af breytingum á íslensku samfélagi. „Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.“Kallar eftir nýjum valkosti Ragnar kallar eftir því að íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að kjósa nýtt stjórnmálaafl sem seti baráttu gegn spillingu á ýmsum sviðum samfélagsins á oddinn. „Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neita að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.“ Leggur hann til að verkalýðshreyfingin stofni nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð og bjóði fram nýjan valkost fyrir kjósendur. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla. Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.“ Kjaramál Samherjaskjölin Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Þessu lýsir Ragnar yfir í Facebook færslu sinni þar sem hann segir vera blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af meintu framferði Samherja í Namibíu. Ragnar fer hörðum orðum um viðbrögð Samherja við ásökununum og segir málið lýsa „ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, [lýsa] fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.“Gagnrýnir ríkjandi stjórnmálaflokka harðlega Ragnar tengir Samherjamálið í færslu sinni enn fremur við umdeilda einkavæðingu ríkiseigna, bankahrunið og umfjöllun um fjárfestingarleið Seðlabankans. „Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?“ Hann gagnrýnir jafnframt ríkjandi stjórnmálaflokka og sakar um að hafa haldið aftur af breytingum á íslensku samfélagi. „Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.“Kallar eftir nýjum valkosti Ragnar kallar eftir því að íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að kjósa nýtt stjórnmálaafl sem seti baráttu gegn spillingu á ýmsum sviðum samfélagsins á oddinn. „Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neita að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.“ Leggur hann til að verkalýðshreyfingin stofni nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð og bjóði fram nýjan valkost fyrir kjósendur. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla. Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.“
Kjaramál Samherjaskjölin Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira