Haukar lögðu HK að velli, 29-23, þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna í kvöld.
Haukar eru í 6. sæti deildarinnar með sjö stig, einu sæti neðar og einu stigi minna en HK.
Heimakonur byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 8-2. Gestirnir unnu sig inn í leikinn og Sigríður Hauksdóttir minnkaði muninn í tvö mörk, 12-10, þegar sjö mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.
Haukar svöruðu með 4-1 kafla og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11.
Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafi og komust sjö mörkum yfir, 19-12. Það bil náði HK ekki að brúa og minnkaði muninn aldrei niður í minna en þrjú mörk. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 29-23.
Sara Odden átti sinn besta leik fyrir Hauka í vetur og skoraði tíu mörk úr tólf skotum. Berta Rut Harðardóttir skoraði sex mörk og Guðrún Erla Bjarnadóttir fjögur.
Saga Sif Gísladóttir átti góðan leik í marki Hauka og varði 15 skot (46%). Á meðan var markvarslan hjá HK slök.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst gestanna úr Kópavogi með sex mörk. Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði fimm mörk.
Sara skaut HK í kaf
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti



„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
