Allir björguðust úr íbúðarhúsinu sem brann á Akureyri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 11:15 Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Allir íbúar komust út. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Slökkvistarfi er að mestu lokið á Norðurgötu á Akureyri en mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á sjötta tímanum í nótt. Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út. Um tíma var talið að íbúi hafi hugsanlega verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en lögregla hefur nú náð tali af öllum íbúum hússins. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúana. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn að störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Mynd/Karen Ósk BirgisdóttirKlukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynninguna um eldinn í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús klætt með bárujárni og var það í ljósum logum. Húsið er gjörónýtt. Mikill reykur var á svæðinu og voru íbúar beðnir að loka gluggum og halda sig fjarri vettvanginum. Karen Ósk Birgisdóttir, íbúi í næsta húsi við húsið sem brann, segir í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi unnið mikið þrekvirki í morgunn. „Við vöknum og lokum öllum gluggum og þá er húsið að brenna,“ segir Karen Ósk. Slökkvilið var þá komið á staðinn og byrjað að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Meðfylgjandi myndband tók Karen Ósk að störfum slökkviliðsins á vettvangi. „Það er sunnanátt og húsið okkar er norðan við okkur þannig að vindurinn blés í hina áttina. Ef að það hefði verið norðanátt þá hefðum við þurft að fara út.“ Karen Ósk segir að eldurinn hafi verið mikill og reykurinn þykkur á svæðinu. „Slökkviliðið á náttúrulega bara hrós skilið og eru búnir að standa sig rosalega vel.Mynd/ Karen Ósk BirgisdóttirEins og Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag þurfti að rífa þakið af húsinu til þess að ná að tökum á eldinum. Slökkvilið var á störfum í nokkrar klukkustundir og um tíma var ekki vitað hvort að það hefði náð að bjarga öllum út í tæka tíð, þar sem ekki náðist samband við alla íbúa hússins. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Myndbandið hér að neðan tók fréttamaður okkar á vettvangi fyrr í dag. Akureyri Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Slökkvistarfi er að mestu lokið á Norðurgötu á Akureyri en mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi á sjötta tímanum í nótt. Í húsinu eru þrjár íbúðir og náðu íbúar tveggja þeirra að koma sér út. Um tíma var talið að íbúi hafi hugsanlega verið í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp en lögregla hefur nú náð tali af öllum íbúum hússins. Óskað hefur verið eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúana. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en slökkvilið er enn að störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Er slökkvistarfi lýkur mun lögreglan taka við vettvangnum. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Eldsupptök eru enn óljós og er rannsókn málsins á frumstigi. Mynd/Karen Ósk BirgisdóttirKlukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynninguna um eldinn í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús klætt með bárujárni og var það í ljósum logum. Húsið er gjörónýtt. Mikill reykur var á svæðinu og voru íbúar beðnir að loka gluggum og halda sig fjarri vettvanginum. Karen Ósk Birgisdóttir, íbúi í næsta húsi við húsið sem brann, segir í samtali við fréttastofu að slökkviliðið hafi unnið mikið þrekvirki í morgunn. „Við vöknum og lokum öllum gluggum og þá er húsið að brenna,“ segir Karen Ósk. Slökkvilið var þá komið á staðinn og byrjað að reyna að ráða niðurlögum eldsins. Meðfylgjandi myndband tók Karen Ósk að störfum slökkviliðsins á vettvangi. „Það er sunnanátt og húsið okkar er norðan við okkur þannig að vindurinn blés í hina áttina. Ef að það hefði verið norðanátt þá hefðum við þurft að fara út.“ Karen Ósk segir að eldurinn hafi verið mikill og reykurinn þykkur á svæðinu. „Slökkviliðið á náttúrulega bara hrós skilið og eru búnir að standa sig rosalega vel.Mynd/ Karen Ósk BirgisdóttirEins og Vigfús Bjarkason, varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag þurfti að rífa þakið af húsinu til þess að ná að tökum á eldinum. Slökkvilið var á störfum í nokkrar klukkustundir og um tíma var ekki vitað hvort að það hefði náð að bjarga öllum út í tæka tíð, þar sem ekki náðist samband við alla íbúa hússins. Íbúðin var mannlaus þegar eldurinn kom upp samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar. Myndbandið hér að neðan tók fréttamaður okkar á vettvangi fyrr í dag.
Akureyri Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri Íbúar eru beðnir að loka gluggum á meðan þetta varir. 17. nóvember 2019 08:01