Slys barnsins varð að „tryggingamáli“ eftir óformlegt símtal Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 11:01 Barnið var á leið heim úr skóla árið 2015 þegar það lenti í slysi. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Tryggingafélagið Vörður gætti ekki að grunnkröfu um sanngirni við vinnslu á persónuupplýsingum um barn viðskiptavinar, sem skráðar voru í tjónayfirlit í óþökk þess síðarnefnda. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í málinu sem birtur var í síðustu viku. Tildrög málsins eru þau að Persónuvernd barst kvörtun vegna málsins í október árið 2017. Kvartað var yfir skráningum Varðar á upplýsingum um slys sem barn kvartanda lenti í, og yfir synjun félagsins á beiðni um að upplýsingunum yrði eytt.Steig í sjóðandi vatn á leið heim úr skóla Barnið lenti í slysi árið 2015 þegar það var á gangi á leið heim úr skóla og steig í sjóðandi vatn þar sem hitaveiturör við gangbraut hafði sprungið. Árið eftir hafði kvartandi samband við Vörð og spurðist fyrir um það hvort tjónið félli undir heimilistryggingu hvað varðaði sjúkrakostnað, og hvort það hefði áhrif á framtíðariðgjöld ef tryggingabætur yrðu greiddar út. Í kjölfarið fékk kvartandi sendan tölvupóst frá starfsmanni Varðar með upplýsingum og hlekk á vefsíðu félagsins þar sem tilkynna mátti um tjón. Kvartandi ákvað hins vegar að fylla hvorki út tjónstilkynningu né senda Verði gögn og aðhafðist ekki frekar. Skráð og tilgreint líkt og „tryggingamál“ Árið 2017 hugðist kvartandi svo skipta um tryggingafélag. Nýja félagið gerði kröfu um að fá tjónayfirlit hans frá Verði, sem kvartandi aflaði. Hann varð þess þá var að slys barnsins hafði verið skráð og tilgreint líkt og um „tryggingamál“ væri að ræða. Í kjölfarið óskaði kvartandi skýringa á því hvers vegna slysið hefði verið skráð þrátt fyrir að formleg tilkynning hefði ekki verið send Verði. Vörður hafi staðið við skráninguna og ekki orðið við beiðni kvartanda um að afmá upplýsingar um slysið úr kerfum sínum. „Að lokum er á það bent í kvörtuninni að áhrif skráningarinnar séu þau að kvartandi þurfi að greiða hærri iðgjöld hjá nýja vátryggingafélaginu og telur hann að skráningin sé samkeppnishamlandi af þeim sökum,“ segir jafnframt í útlistun málsins, sem birt er í úrskurði Persónuverndar. Töldu tilkynninguna fullnægjandi Í svari sínu við erindi Persónuverndar vísaði Vörður m.a. til laga um vátryggingarsamninga. Tilgangur vinnslu upplýsinganna sem hér um ræðir hafi aðallega verið sá að gera félaginu kleift að efna skyldur sínar samkvæmt þeim vátryggingarsamningi sem var í gildi. Þá hafi verið litið svo á að túlka bæri orðið „tilkynning“ fremur rúmt, neytendum í hag. Tilkynning sem berist símleiðis teljist því fullnægjandi í þessu sambandi. Í bréfinu segir jafnframt að félagið telji vafa leika á um hvort upplýsingarnar sem skráðar hafi verið teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Persónuvernd féllst á að skráning Varðar gæti stuðst við nokkrar heimildir í persónuverndarlögum, sem nánar eru tilgreindar í úrskurðinum. Gættu ekki að sanngirniskröfu Í niðurstöðu Persónuverndar í málinu kemur m.a. fram að ljóst sé að kvartanda hafi ekki verið gerð grein fyrir því að þær upplýsingar sem hann veitti Verði í símtalinu yrðu skráðar og varðveittar hjá félaginu, eða að litið yrði á samskipti hans við félagið sem tilkynningu um tjón. Þegar upplýsingarnar voru skráðar hefði kvartanda ekki verið veittar fullnægjandi upplýsingar um vinnubrögð Varðar við skráninguna. Skráning hefði m.a. getað haft þau áhrif fyrir stöðu kvartanda að hann þyrfti að greiða hærri iðgjöld. Ekki var því fallist á þær röksemdir Varðar að „viðskiptavinir hljóti að gera sér grein fyrir því að efni símtala sé skráð með einhverjum hætti, m.a. þar sem upplýst sé um að símtöl geti verið hljóðrituð, og að þar með sé fullnægt þeirri upplýsingaskyldu sem hvíli á ábyrgðaraðila.“ Þannig var það niðurstaða Persónuverndar að Vörður hafi ekki gætt að grunnkröfu um sanngirni við vinnslu sína á persónuupplýsingum kvartanda. Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild hér. Persónuvernd Tryggingar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Tryggingafélagið Vörður gætti ekki að grunnkröfu um sanngirni við vinnslu á persónuupplýsingum um barn viðskiptavinar, sem skráðar voru í tjónayfirlit í óþökk þess síðarnefnda. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í málinu sem birtur var í síðustu viku. Tildrög málsins eru þau að Persónuvernd barst kvörtun vegna málsins í október árið 2017. Kvartað var yfir skráningum Varðar á upplýsingum um slys sem barn kvartanda lenti í, og yfir synjun félagsins á beiðni um að upplýsingunum yrði eytt.Steig í sjóðandi vatn á leið heim úr skóla Barnið lenti í slysi árið 2015 þegar það var á gangi á leið heim úr skóla og steig í sjóðandi vatn þar sem hitaveiturör við gangbraut hafði sprungið. Árið eftir hafði kvartandi samband við Vörð og spurðist fyrir um það hvort tjónið félli undir heimilistryggingu hvað varðaði sjúkrakostnað, og hvort það hefði áhrif á framtíðariðgjöld ef tryggingabætur yrðu greiddar út. Í kjölfarið fékk kvartandi sendan tölvupóst frá starfsmanni Varðar með upplýsingum og hlekk á vefsíðu félagsins þar sem tilkynna mátti um tjón. Kvartandi ákvað hins vegar að fylla hvorki út tjónstilkynningu né senda Verði gögn og aðhafðist ekki frekar. Skráð og tilgreint líkt og „tryggingamál“ Árið 2017 hugðist kvartandi svo skipta um tryggingafélag. Nýja félagið gerði kröfu um að fá tjónayfirlit hans frá Verði, sem kvartandi aflaði. Hann varð þess þá var að slys barnsins hafði verið skráð og tilgreint líkt og um „tryggingamál“ væri að ræða. Í kjölfarið óskaði kvartandi skýringa á því hvers vegna slysið hefði verið skráð þrátt fyrir að formleg tilkynning hefði ekki verið send Verði. Vörður hafi staðið við skráninguna og ekki orðið við beiðni kvartanda um að afmá upplýsingar um slysið úr kerfum sínum. „Að lokum er á það bent í kvörtuninni að áhrif skráningarinnar séu þau að kvartandi þurfi að greiða hærri iðgjöld hjá nýja vátryggingafélaginu og telur hann að skráningin sé samkeppnishamlandi af þeim sökum,“ segir jafnframt í útlistun málsins, sem birt er í úrskurði Persónuverndar. Töldu tilkynninguna fullnægjandi Í svari sínu við erindi Persónuverndar vísaði Vörður m.a. til laga um vátryggingarsamninga. Tilgangur vinnslu upplýsinganna sem hér um ræðir hafi aðallega verið sá að gera félaginu kleift að efna skyldur sínar samkvæmt þeim vátryggingarsamningi sem var í gildi. Þá hafi verið litið svo á að túlka bæri orðið „tilkynning“ fremur rúmt, neytendum í hag. Tilkynning sem berist símleiðis teljist því fullnægjandi í þessu sambandi. Í bréfinu segir jafnframt að félagið telji vafa leika á um hvort upplýsingarnar sem skráðar hafi verið teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Persónuvernd féllst á að skráning Varðar gæti stuðst við nokkrar heimildir í persónuverndarlögum, sem nánar eru tilgreindar í úrskurðinum. Gættu ekki að sanngirniskröfu Í niðurstöðu Persónuverndar í málinu kemur m.a. fram að ljóst sé að kvartanda hafi ekki verið gerð grein fyrir því að þær upplýsingar sem hann veitti Verði í símtalinu yrðu skráðar og varðveittar hjá félaginu, eða að litið yrði á samskipti hans við félagið sem tilkynningu um tjón. Þegar upplýsingarnar voru skráðar hefði kvartanda ekki verið veittar fullnægjandi upplýsingar um vinnubrögð Varðar við skráninguna. Skráning hefði m.a. getað haft þau áhrif fyrir stöðu kvartanda að hann þyrfti að greiða hærri iðgjöld. Ekki var því fallist á þær röksemdir Varðar að „viðskiptavinir hljóti að gera sér grein fyrir því að efni símtala sé skráð með einhverjum hætti, m.a. þar sem upplýst sé um að símtöl geti verið hljóðrituð, og að þar með sé fullnægt þeirri upplýsingaskyldu sem hvíli á ábyrgðaraðila.“ Þannig var það niðurstaða Persónuverndar að Vörður hafi ekki gætt að grunnkröfu um sanngirni við vinnslu sína á persónuupplýsingum kvartanda. Úrskurð Persónuverndar má lesa í heild hér.
Persónuvernd Tryggingar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira