Mítilbornir sjúkdómar verða tilkynningarskyldir á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Skógarmítlar bera með sér hættulega sjúkdóma. Nordicphotos/Getty Eftir tilmælum Landlæknis verður tveimur sjúkdómum sem berast með skógarmítlum bætt inn í reglugerð um tilkynningarskylda sjúkdóma. Eru þetta lyme-sjúkdómurinn og mítilborin heilabólga. Samrýmist þetta stefnu Evrópusambandsins enda er óttast að tilfellum fjölgi á norðlægum slóðum í ljósi hlýnandi loftslags. Hingað til hafa sex eða sjö tilfelli lyme-sjúkdómsins greinst hér á Íslandi á ári hverju. Enn hefur þó ekki fundist staðfest smit eftir bit innanlands. Skógarmítlum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og standa nú yfir rannsóknir á því hvort þeir beri sýkla. „Þar sem flestir skógarmítlar berast frá öðrum löndum verður að teljast nokkuð líklegt að hluti mítlanna beri með sér sjúkdómsvaldandi bakteríur og eða vírusa,“ segir Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Skógarmítlar berast til landsins með farfuglum á vorin. Þegar þeir hafa drukkið nægilegt blóð detta þeir af fuglunum og geta leynst víða. Fyrsti mítillinn fannst í Surtsey árið 1967 og síðan 1976 hefur Náttúrufræðistofnun haldið tölur um þá sem finnast. Síðan 2005 hefur þeim fjölgað en árið 2015 hvöttu breskir sérfræðingar hjá Lýðheilsustofnuninni þar í landi Íslendinga til að rannsaka mítlana. Samhliða var kallað eftir því að allir mítlar yrðu sendir og einnig eru farfuglar skoðaðir í samstarfi við Fuglaathugunarstöðina á Höfn í Hornafirði. Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir hjá Landlæknisembættinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Árið 2015 byrjaði ég markvisst að leita að skógarmítlum í íslenskri náttúru með aðferð sem kallast flöggun. Þá er dúkur dreginn yfir gróður og ef mítlar leynast í gróðrinum þá grípa þeir í dúkinn. Þetta hef ég verið að gera um allt land, nema á Vestfjörðum, og hef fundið skógarmítla á Skógum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði, samtals 42 skógarmítla,“ segir Matthías. Enn er leitað að lirfu í náttúrunni eða staðbundnum hýslum til að staðfesta að mítillinn hafi náð að nema land á Íslandi og geti klárað lífsferilinn. Flestir mítlarnir hafa fundist á Suðvesturlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur, smitsjúkdómalæknis hjá Landlæknisembættinu, orsakast lyme-sjúkdómurinn af bakteríu sem kallast borrelia. Því sé hægt að lækna hann með lyfjagjöf. „Það líður svolítill tími frá bitinu þar til sýking kemur í miðtaugakerfið. Þetta er algengt hjá krökkum og hefst með lömun í andliti.“ Lyme-sjúkdómurinn er langvinnur og áhrifin geta varað í marga mánuði. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið, hjartað, húðina, liðamótin, minnið og skapið. Þreyta, verkir, einbeitingarleysi og doði eru algeng einkenni. Í einhverjum tilfellum getur sjúkdómurinn verið banvænn og í um 5 prósentum tilfella þarf sjúklingurinn að fá gangráð eftir meðferð. „Mítilborin heilabólga er veirusýking og þar af leiðandi erfiðari viðureignar. Hægt er þó að bólusetja gegn henni. Heilabólgan hefur til dæmis breiðst út í Skandinavíu á undanförnum árum. Enn þá hefur hún ekki greinst hér á landi,“ segir Guðrún. Matthías segir gott að skoða sig vel eftir að hafa verið í skóglendi og lykilatriði að fjarlægja mítilinn sem fyrst. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Umhverfismál Skordýr Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftir tilmælum Landlæknis verður tveimur sjúkdómum sem berast með skógarmítlum bætt inn í reglugerð um tilkynningarskylda sjúkdóma. Eru þetta lyme-sjúkdómurinn og mítilborin heilabólga. Samrýmist þetta stefnu Evrópusambandsins enda er óttast að tilfellum fjölgi á norðlægum slóðum í ljósi hlýnandi loftslags. Hingað til hafa sex eða sjö tilfelli lyme-sjúkdómsins greinst hér á Íslandi á ári hverju. Enn hefur þó ekki fundist staðfest smit eftir bit innanlands. Skógarmítlum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og standa nú yfir rannsóknir á því hvort þeir beri sýkla. „Þar sem flestir skógarmítlar berast frá öðrum löndum verður að teljast nokkuð líklegt að hluti mítlanna beri með sér sjúkdómsvaldandi bakteríur og eða vírusa,“ segir Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Skógarmítlar berast til landsins með farfuglum á vorin. Þegar þeir hafa drukkið nægilegt blóð detta þeir af fuglunum og geta leynst víða. Fyrsti mítillinn fannst í Surtsey árið 1967 og síðan 1976 hefur Náttúrufræðistofnun haldið tölur um þá sem finnast. Síðan 2005 hefur þeim fjölgað en árið 2015 hvöttu breskir sérfræðingar hjá Lýðheilsustofnuninni þar í landi Íslendinga til að rannsaka mítlana. Samhliða var kallað eftir því að allir mítlar yrðu sendir og einnig eru farfuglar skoðaðir í samstarfi við Fuglaathugunarstöðina á Höfn í Hornafirði. Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir hjá Landlæknisembættinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Árið 2015 byrjaði ég markvisst að leita að skógarmítlum í íslenskri náttúru með aðferð sem kallast flöggun. Þá er dúkur dreginn yfir gróður og ef mítlar leynast í gróðrinum þá grípa þeir í dúkinn. Þetta hef ég verið að gera um allt land, nema á Vestfjörðum, og hef fundið skógarmítla á Skógum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði, samtals 42 skógarmítla,“ segir Matthías. Enn er leitað að lirfu í náttúrunni eða staðbundnum hýslum til að staðfesta að mítillinn hafi náð að nema land á Íslandi og geti klárað lífsferilinn. Flestir mítlarnir hafa fundist á Suðvesturlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur, smitsjúkdómalæknis hjá Landlæknisembættinu, orsakast lyme-sjúkdómurinn af bakteríu sem kallast borrelia. Því sé hægt að lækna hann með lyfjagjöf. „Það líður svolítill tími frá bitinu þar til sýking kemur í miðtaugakerfið. Þetta er algengt hjá krökkum og hefst með lömun í andliti.“ Lyme-sjúkdómurinn er langvinnur og áhrifin geta varað í marga mánuði. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið, hjartað, húðina, liðamótin, minnið og skapið. Þreyta, verkir, einbeitingarleysi og doði eru algeng einkenni. Í einhverjum tilfellum getur sjúkdómurinn verið banvænn og í um 5 prósentum tilfella þarf sjúklingurinn að fá gangráð eftir meðferð. „Mítilborin heilabólga er veirusýking og þar af leiðandi erfiðari viðureignar. Hægt er þó að bólusetja gegn henni. Heilabólgan hefur til dæmis breiðst út í Skandinavíu á undanförnum árum. Enn þá hefur hún ekki greinst hér á landi,“ segir Guðrún. Matthías segir gott að skoða sig vel eftir að hafa verið í skóglendi og lykilatriði að fjarlægja mítilinn sem fyrst.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Umhverfismál Skordýr Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent