Ef krakkar fengju völdin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir segir ellefu ályktanir sem flest börnin gátu sameinast um verða kynntar í Salnum í Kópavogi á morgun. FBl/sigtryggur ari Meðal atriða í hátíðahöldum Kópavogs á morgun, miðvikudag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er málþing í Salnum klukkan 10.30 sem nefnist Krakkaveldi. Þar taka 200 börn, úr 11 bekkjum í skólum Kópavogs, þátt. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðshöfundur hefur umsjón með því. „Krakkaveldi snýst um að fá krakka til að tjá skoðanir sínar og finna leiðir til að tekið sé mark á þeim. Í þessu verkefni gerði ég það þannig að ég fór inn í 5. bekkina í þremur skólum Kópavogs, Lindaskóla, Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla, og ræddi við nemendur um hverju þeir vildu breyta í samfélaginu ef þeir fengju að ráða – valdið væri komið í þeirra hendur. Út úr því komu um 340 hugmyndir sem ég náði að taka niður. Í framhaldinu voru þær hugmyndir sem börnin voru hrifnust af ræddar aðeins ítarlegar, að sögn Salvarar, og pælt í hvernig hægt væri að framkvæma þær. „Hugmyndirnar voru mjög misstórar í sniðum, allt frá því hvernig ætti að stoppa stríð í heiminum og til þess að seinka því hvenær skólinn byrjaði á morgnana, því þá eru börn þreytt og það er vetur og það er dimmt. Það sem kynnt verður í Salnum á morgun verða þær ellefu ályktanir sem komu út úr viðræðunum og flest börnin gátu sameinast um. Tillögur eins og að það yrði frítt nammi í búðum verður ekki ein af þeim, þó hún kæmi til umræðu, því þegar betur var að gáð efuðust börnin um að það yrði til góðs. Það voru margar hugmyndir sem duttu út þegar farið var ofan í kjölinn á þeim, því óvíst var að þær hefðu góð áhrif til lengri tíma. Þau hugsa alveg út í þá hluti.“ Öll börnin sem tóku þátt verða á staðnum og fulltrúi frá hverjum bekk kynnir hugmyndirnar, að sögn Salvarar. „Bæjarstjóri Kópavogs verður viðstaddur, honum verða afhentar tillögurnar á blaði, vonandi mætir Katrín forsætisráðherra, annars fær hún hugmyndirnar sendar og líka forsetinn sem kemst því miður ekki.“ Kópavogur Krakkar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Meðal atriða í hátíðahöldum Kópavogs á morgun, miðvikudag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er málþing í Salnum klukkan 10.30 sem nefnist Krakkaveldi. Þar taka 200 börn, úr 11 bekkjum í skólum Kópavogs, þátt. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðshöfundur hefur umsjón með því. „Krakkaveldi snýst um að fá krakka til að tjá skoðanir sínar og finna leiðir til að tekið sé mark á þeim. Í þessu verkefni gerði ég það þannig að ég fór inn í 5. bekkina í þremur skólum Kópavogs, Lindaskóla, Vatnsendaskóla og Hörðuvallaskóla, og ræddi við nemendur um hverju þeir vildu breyta í samfélaginu ef þeir fengju að ráða – valdið væri komið í þeirra hendur. Út úr því komu um 340 hugmyndir sem ég náði að taka niður. Í framhaldinu voru þær hugmyndir sem börnin voru hrifnust af ræddar aðeins ítarlegar, að sögn Salvarar, og pælt í hvernig hægt væri að framkvæma þær. „Hugmyndirnar voru mjög misstórar í sniðum, allt frá því hvernig ætti að stoppa stríð í heiminum og til þess að seinka því hvenær skólinn byrjaði á morgnana, því þá eru börn þreytt og það er vetur og það er dimmt. Það sem kynnt verður í Salnum á morgun verða þær ellefu ályktanir sem komu út úr viðræðunum og flest börnin gátu sameinast um. Tillögur eins og að það yrði frítt nammi í búðum verður ekki ein af þeim, þó hún kæmi til umræðu, því þegar betur var að gáð efuðust börnin um að það yrði til góðs. Það voru margar hugmyndir sem duttu út þegar farið var ofan í kjölinn á þeim, því óvíst var að þær hefðu góð áhrif til lengri tíma. Þau hugsa alveg út í þá hluti.“ Öll börnin sem tóku þátt verða á staðnum og fulltrúi frá hverjum bekk kynnir hugmyndirnar, að sögn Salvarar. „Bæjarstjóri Kópavogs verður viðstaddur, honum verða afhentar tillögurnar á blaði, vonandi mætir Katrín forsætisráðherra, annars fær hún hugmyndirnar sendar og líka forsetinn sem kemst því miður ekki.“
Kópavogur Krakkar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira