Samherji til skoðunar hjá bönkunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. nóvember 2019 07:33 Tveir stóru bankanna segja að meint framferði Samherja í Namibíu verði tekið til umræðu. Sá þriðji gefur ekkert upp. Vísir Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. Landsbankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina og segir starfandi forstjóri Samherja að fyrirtækið muni liðsinna bönkunum í athugun sinni. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, stjórnarformanni Arion, í Morgunblaðinu í dag að stjórn bankans hafi beðið um „ítarlega athugun á þessu máli,“ og vísar þar til meints framferðis Samherja í Namibíu. Að öðru leyti hyggist bankinn ekki tjá sig um málið. Svör Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, voru nokkuð sambærileg. Þessi mál verði „væntanlega rædd“ á stjórnarfundi bankans í dag. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiriksdóttir, vildi þó ekkert gefa upp um fyrirætlanir bankans við Morgunblaðið því hann tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini. Hún undirstrikaði þó að Landsbankinn hefði reglubundið eftirlit með viðskiptavinum sínum og að farið væri yfir viðskiptasamböndin ef grunur leikur á mögulegu misferli.Sjá einnig: Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Norski bankinn DNB hefur þegar greint frá því að umfang viðskipta tengdum félögum Samherja verði tekið til skoðunar. Allra leiða verði leitað til að upplýsa málið. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti erlendrar starfsemi Samherja er á borði íslenskra banka og því óljóst hver niðurstaðan verður að fyrrnefndri athugun Arion og Íslandsbanka. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu að eitt skip í erlendri starfsemi félagsins sé fjármagnað með tilstuðlan íslensks banka. Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir Samherja að málið upplýsist og því muni félagið aðstoða við allar rannsóknir; jafnt bankana sem og héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Samherji hafi ekkert að fela. Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15 Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Stjórnir Arion banka og Íslandsbanka eru með mál Samherja í Namibíu til skoðunar. Landsbankinn tjáir sig ekki um málefni einstakra viðskiptavina og segir starfandi forstjóri Samherja að fyrirtækið muni liðsinna bönkunum í athugun sinni. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, stjórnarformanni Arion, í Morgunblaðinu í dag að stjórn bankans hafi beðið um „ítarlega athugun á þessu máli,“ og vísar þar til meints framferðis Samherja í Namibíu. Að öðru leyti hyggist bankinn ekki tjá sig um málið. Svör Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, voru nokkuð sambærileg. Þessi mál verði „væntanlega rædd“ á stjórnarfundi bankans í dag. Formaður bankaráðs Landsbankans, Helga Björk Eiriksdóttir, vildi þó ekkert gefa upp um fyrirætlanir bankans við Morgunblaðið því hann tjái sig ekki um einstaka viðskiptavini. Hún undirstrikaði þó að Landsbankinn hefði reglubundið eftirlit með viðskiptavinum sínum og að farið væri yfir viðskiptasamböndin ef grunur leikur á mögulegu misferli.Sjá einnig: Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Norski bankinn DNB hefur þegar greint frá því að umfang viðskipta tengdum félögum Samherja verði tekið til skoðunar. Allra leiða verði leitað til að upplýsa málið. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um Samherjaskjölin lokaði DNB á viðskipti við félag tengt Samherja í maí í fyrra vegna gruns um að félagið væri notað til að stunda peningaþvætti. Alls fóru 9,1 milljarður króna í gegnum umrætt félag en Samherji notaði það til að greiða laun sjómanna fyrirtækisins í Afríku frá árinu 2010. Ekki liggur fyrir hversu stór hluti erlendrar starfsemi Samherja er á borði íslenskra banka og því óljóst hver niðurstaðan verður að fyrrnefndri athugun Arion og Íslandsbanka. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, starfandi forstjóra Samherja, í Morgunblaðinu að eitt skip í erlendri starfsemi félagsins sé fjármagnað með tilstuðlan íslensks banka. Hann bætir við að það sé mikilvægt fyrir Samherja að málið upplýsist og því muni félagið aðstoða við allar rannsóknir; jafnt bankana sem og héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Samherji hafi ekkert að fela.
Íslenskir bankar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15 Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02 Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Yfirmaður peningaþvættisdeildar DNB sagði upp störfum í haust Roar Østby, sem var yfirmaður peningaþvættisdeildar norska bankans DNS, sagði upp störfum í haust. Annar starfsmaður deildarinnar, Hege Hagen, fékk stöðuhækkun og tók við sem yfirmaður. 18. nóvember 2019 15:15
Þorsteinn „Burns“ Baldvinsson og Aðalsteinn „Smithers“ Uppljóstrarinn, Waylon Smithers og Tom Hagen eru Samherjarnir í Afríku. 18. nóvember 2019 15:02
Bankareikningar tveggja „hákarla“ frystir Frá þessu er greint í prentútgáfu dagblaðsins The Namibian sem kom út í morgun. 18. nóvember 2019 07:20