Lætur veðrið ekki stoppa sig Ellingsen kynnir 19. nóvember 2019 10:30 Tomasz Þór Veruson, ævintýragarpur og fjallaleiðsögumaður segir fátt jafnast á við hressilega útivist. Thomasz Þór „Það er nauðsynlegt að „logga“ sig öðru hvoru út, njóta augnabliksins og komast burt frá tölvu og síma. Oft tek ég allan daginn frá fyrir útivist, slekk á símanum og er úti að brasa frá morgni til kvölds,“ segir Tomasz Þór Veruson, ævintýragarpur og fjallaleiðsögumaður, sem veit ekkert betra en að þvælast úti í öllum veðrum og helst uppi á fjöllum. Hann hefur gengið nánast alla hæstu tinda Íslands og klifið nokkra í útlöndum líka. Fyrir þremur árum gekk hann á Island Peak í Nepal sem er 6200 metra hár og stefnir á fjallið Baruntse, einnig í Nepal, sem er yfir 7000 metra hátt.Tomasz með hópi fólks í fjallgöngu.„Mig dreymir um Baruntse, það er klárlega á „to do“ listanum. Þetta árið hef ég aðallega verið í lengri ferðum hér heima. Þveraði Eyjafjallajökul með hópi fólks síðasta vor og fór einnig yfir Eiríksjökul. Þá fórum við afar skemmtilega ferð á Hrútfjallstinda á Öræfajökli. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á allri útivist og leiddist út í kennslu og leiðsögn gegnum fjallamennskuna,“ segir Tómasz en hann er meðal annars leiðsögumaður og annar stofnenda Tinda Travel. Hann tekur mikið af myndum á ferðalögum sínum og smellir inn á instagram.Tomasz segir svo margt skemmtilegt hægt að gera útivið á Íslandi.„Ég hef gaman af því að fræða fólk um útivist og hvað hægt er að gera margt skemmtilegt á Íslandi ef maður horfir aðeins út fyrir salinn í ræktinni. Ég er að til dæmis sjálfur að stíga mín fyrstu skref á fjallaskíðum. Það er ótrúlega skemmtilegt sport að ganga upp tinda og finna leiðina niður, þó ég fari reyndar ennþá niður brekkurnar í plóg,“ segir hann hlæjandi.Svona á að njóta augnabliksins segir Tomasz.„Það er þessi tenging sem maður nær við náttúruna í útivist sem togar mann út og kennir manni að njóta augnabliksins, annað hvort einn með sjálfum sér eða með góðum hópi. Í fyrra fórum við yfir hundrað manna hópur í ótrúlega skemmtilega ferð á Hvannadalshnjúk eftir vetrarlangt námskeið. Það náðu allir toppnum með stæl.“Tomasz hefur gengið á flesta hæstu tinda landsins. Á Hvannadalshnjúk gekk hann í fyrra með hundrað manna hóp eftir vetrarlangt námskeið.Þýðir ekkert að bíða eftir góða veðrinuTomasz segist sjaldan láta veðrið stoppa sig enda þýði ekkert að sitja og bíða eftir „góða veðrinu“ á Íslandi, þá færi fólk sjaldan út. Skynsemin verði þó ávallt að ráða för og miklu máli skipti að vera rétt búinn til þess að geta notið fjalla- og jöklaferða á öruggan hátt. „Það er eitt af því sem við förum vel yfir á námskeiðunum. Búnaðurinn skiptir öllu máli og nauðsynlegt að vera vel klæddur. Við tölum um þrjú lög, ullarfatnaður innst, miðjulagið getur verið allt frá flísfatnaði til dún- eða primaloftjakka og ysta lagið er skel sem ver fyrir vatni og vindum. Skórnir eru einnig grundvallaratriði, bara eins og dekkin undir bílnum. Þeir þurfa að veita stuðning upp á ökkla en vera þægilegir, vatnsheldir en anda vel. Í gamla daga var bara til ein ríkistegund af gönguskóm, stífir og klunnalegir úr leðri en í dag er úrvalið afar fjölbreytt og mikil þróun í efnum. Sjálfur hef ég góða reynslu af Ecco Biom Venture gönguskóm og nota þá mikið, finnst þeir þægilegir og liprir.“Ecco Biom Venture skórnir sem reynst hafa Tomaszi vel.Tomasz er einmitt að reima á sig gönguskóna því framundan er ganga með hóp af fólki upp á Hafnarfjall auk þess sem mynd er að komast á næstu útivistarnámskeið. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar gerðir af gönguskóm frá Ecco sem fást í Ellingsen. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Ellingsen. Ferðalög Heilsa Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Sjá meira
„Það er nauðsynlegt að „logga“ sig öðru hvoru út, njóta augnabliksins og komast burt frá tölvu og síma. Oft tek ég allan daginn frá fyrir útivist, slekk á símanum og er úti að brasa frá morgni til kvölds,“ segir Tomasz Þór Veruson, ævintýragarpur og fjallaleiðsögumaður, sem veit ekkert betra en að þvælast úti í öllum veðrum og helst uppi á fjöllum. Hann hefur gengið nánast alla hæstu tinda Íslands og klifið nokkra í útlöndum líka. Fyrir þremur árum gekk hann á Island Peak í Nepal sem er 6200 metra hár og stefnir á fjallið Baruntse, einnig í Nepal, sem er yfir 7000 metra hátt.Tomasz með hópi fólks í fjallgöngu.„Mig dreymir um Baruntse, það er klárlega á „to do“ listanum. Þetta árið hef ég aðallega verið í lengri ferðum hér heima. Þveraði Eyjafjallajökul með hópi fólks síðasta vor og fór einnig yfir Eiríksjökul. Þá fórum við afar skemmtilega ferð á Hrútfjallstinda á Öræfajökli. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á allri útivist og leiddist út í kennslu og leiðsögn gegnum fjallamennskuna,“ segir Tómasz en hann er meðal annars leiðsögumaður og annar stofnenda Tinda Travel. Hann tekur mikið af myndum á ferðalögum sínum og smellir inn á instagram.Tomasz segir svo margt skemmtilegt hægt að gera útivið á Íslandi.„Ég hef gaman af því að fræða fólk um útivist og hvað hægt er að gera margt skemmtilegt á Íslandi ef maður horfir aðeins út fyrir salinn í ræktinni. Ég er að til dæmis sjálfur að stíga mín fyrstu skref á fjallaskíðum. Það er ótrúlega skemmtilegt sport að ganga upp tinda og finna leiðina niður, þó ég fari reyndar ennþá niður brekkurnar í plóg,“ segir hann hlæjandi.Svona á að njóta augnabliksins segir Tomasz.„Það er þessi tenging sem maður nær við náttúruna í útivist sem togar mann út og kennir manni að njóta augnabliksins, annað hvort einn með sjálfum sér eða með góðum hópi. Í fyrra fórum við yfir hundrað manna hópur í ótrúlega skemmtilega ferð á Hvannadalshnjúk eftir vetrarlangt námskeið. Það náðu allir toppnum með stæl.“Tomasz hefur gengið á flesta hæstu tinda landsins. Á Hvannadalshnjúk gekk hann í fyrra með hundrað manna hóp eftir vetrarlangt námskeið.Þýðir ekkert að bíða eftir góða veðrinuTomasz segist sjaldan láta veðrið stoppa sig enda þýði ekkert að sitja og bíða eftir „góða veðrinu“ á Íslandi, þá færi fólk sjaldan út. Skynsemin verði þó ávallt að ráða för og miklu máli skipti að vera rétt búinn til þess að geta notið fjalla- og jöklaferða á öruggan hátt. „Það er eitt af því sem við förum vel yfir á námskeiðunum. Búnaðurinn skiptir öllu máli og nauðsynlegt að vera vel klæddur. Við tölum um þrjú lög, ullarfatnaður innst, miðjulagið getur verið allt frá flísfatnaði til dún- eða primaloftjakka og ysta lagið er skel sem ver fyrir vatni og vindum. Skórnir eru einnig grundvallaratriði, bara eins og dekkin undir bílnum. Þeir þurfa að veita stuðning upp á ökkla en vera þægilegir, vatnsheldir en anda vel. Í gamla daga var bara til ein ríkistegund af gönguskóm, stífir og klunnalegir úr leðri en í dag er úrvalið afar fjölbreytt og mikil þróun í efnum. Sjálfur hef ég góða reynslu af Ecco Biom Venture gönguskóm og nota þá mikið, finnst þeir þægilegir og liprir.“Ecco Biom Venture skórnir sem reynst hafa Tomaszi vel.Tomasz er einmitt að reima á sig gönguskóna því framundan er ganga með hóp af fólki upp á Hafnarfjall auk þess sem mynd er að komast á næstu útivistarnámskeið. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar gerðir af gönguskóm frá Ecco sem fást í Ellingsen. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Ellingsen.
Ferðalög Heilsa Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Sjá meira