Lætur veðrið ekki stoppa sig Ellingsen kynnir 19. nóvember 2019 10:30 Tomasz Þór Veruson, ævintýragarpur og fjallaleiðsögumaður segir fátt jafnast á við hressilega útivist. Thomasz Þór „Það er nauðsynlegt að „logga“ sig öðru hvoru út, njóta augnabliksins og komast burt frá tölvu og síma. Oft tek ég allan daginn frá fyrir útivist, slekk á símanum og er úti að brasa frá morgni til kvölds,“ segir Tomasz Þór Veruson, ævintýragarpur og fjallaleiðsögumaður, sem veit ekkert betra en að þvælast úti í öllum veðrum og helst uppi á fjöllum. Hann hefur gengið nánast alla hæstu tinda Íslands og klifið nokkra í útlöndum líka. Fyrir þremur árum gekk hann á Island Peak í Nepal sem er 6200 metra hár og stefnir á fjallið Baruntse, einnig í Nepal, sem er yfir 7000 metra hátt.Tomasz með hópi fólks í fjallgöngu.„Mig dreymir um Baruntse, það er klárlega á „to do“ listanum. Þetta árið hef ég aðallega verið í lengri ferðum hér heima. Þveraði Eyjafjallajökul með hópi fólks síðasta vor og fór einnig yfir Eiríksjökul. Þá fórum við afar skemmtilega ferð á Hrútfjallstinda á Öræfajökli. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á allri útivist og leiddist út í kennslu og leiðsögn gegnum fjallamennskuna,“ segir Tómasz en hann er meðal annars leiðsögumaður og annar stofnenda Tinda Travel. Hann tekur mikið af myndum á ferðalögum sínum og smellir inn á instagram.Tomasz segir svo margt skemmtilegt hægt að gera útivið á Íslandi.„Ég hef gaman af því að fræða fólk um útivist og hvað hægt er að gera margt skemmtilegt á Íslandi ef maður horfir aðeins út fyrir salinn í ræktinni. Ég er að til dæmis sjálfur að stíga mín fyrstu skref á fjallaskíðum. Það er ótrúlega skemmtilegt sport að ganga upp tinda og finna leiðina niður, þó ég fari reyndar ennþá niður brekkurnar í plóg,“ segir hann hlæjandi.Svona á að njóta augnabliksins segir Tomasz.„Það er þessi tenging sem maður nær við náttúruna í útivist sem togar mann út og kennir manni að njóta augnabliksins, annað hvort einn með sjálfum sér eða með góðum hópi. Í fyrra fórum við yfir hundrað manna hópur í ótrúlega skemmtilega ferð á Hvannadalshnjúk eftir vetrarlangt námskeið. Það náðu allir toppnum með stæl.“Tomasz hefur gengið á flesta hæstu tinda landsins. Á Hvannadalshnjúk gekk hann í fyrra með hundrað manna hóp eftir vetrarlangt námskeið.Þýðir ekkert að bíða eftir góða veðrinuTomasz segist sjaldan láta veðrið stoppa sig enda þýði ekkert að sitja og bíða eftir „góða veðrinu“ á Íslandi, þá færi fólk sjaldan út. Skynsemin verði þó ávallt að ráða för og miklu máli skipti að vera rétt búinn til þess að geta notið fjalla- og jöklaferða á öruggan hátt. „Það er eitt af því sem við förum vel yfir á námskeiðunum. Búnaðurinn skiptir öllu máli og nauðsynlegt að vera vel klæddur. Við tölum um þrjú lög, ullarfatnaður innst, miðjulagið getur verið allt frá flísfatnaði til dún- eða primaloftjakka og ysta lagið er skel sem ver fyrir vatni og vindum. Skórnir eru einnig grundvallaratriði, bara eins og dekkin undir bílnum. Þeir þurfa að veita stuðning upp á ökkla en vera þægilegir, vatnsheldir en anda vel. Í gamla daga var bara til ein ríkistegund af gönguskóm, stífir og klunnalegir úr leðri en í dag er úrvalið afar fjölbreytt og mikil þróun í efnum. Sjálfur hef ég góða reynslu af Ecco Biom Venture gönguskóm og nota þá mikið, finnst þeir þægilegir og liprir.“Ecco Biom Venture skórnir sem reynst hafa Tomaszi vel.Tomasz er einmitt að reima á sig gönguskóna því framundan er ganga með hóp af fólki upp á Hafnarfjall auk þess sem mynd er að komast á næstu útivistarnámskeið. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar gerðir af gönguskóm frá Ecco sem fást í Ellingsen. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Ellingsen. Ferðalög Heilsa Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Það er nauðsynlegt að „logga“ sig öðru hvoru út, njóta augnabliksins og komast burt frá tölvu og síma. Oft tek ég allan daginn frá fyrir útivist, slekk á símanum og er úti að brasa frá morgni til kvölds,“ segir Tomasz Þór Veruson, ævintýragarpur og fjallaleiðsögumaður, sem veit ekkert betra en að þvælast úti í öllum veðrum og helst uppi á fjöllum. Hann hefur gengið nánast alla hæstu tinda Íslands og klifið nokkra í útlöndum líka. Fyrir þremur árum gekk hann á Island Peak í Nepal sem er 6200 metra hár og stefnir á fjallið Baruntse, einnig í Nepal, sem er yfir 7000 metra hátt.Tomasz með hópi fólks í fjallgöngu.„Mig dreymir um Baruntse, það er klárlega á „to do“ listanum. Þetta árið hef ég aðallega verið í lengri ferðum hér heima. Þveraði Eyjafjallajökul með hópi fólks síðasta vor og fór einnig yfir Eiríksjökul. Þá fórum við afar skemmtilega ferð á Hrútfjallstinda á Öræfajökli. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á allri útivist og leiddist út í kennslu og leiðsögn gegnum fjallamennskuna,“ segir Tómasz en hann er meðal annars leiðsögumaður og annar stofnenda Tinda Travel. Hann tekur mikið af myndum á ferðalögum sínum og smellir inn á instagram.Tomasz segir svo margt skemmtilegt hægt að gera útivið á Íslandi.„Ég hef gaman af því að fræða fólk um útivist og hvað hægt er að gera margt skemmtilegt á Íslandi ef maður horfir aðeins út fyrir salinn í ræktinni. Ég er að til dæmis sjálfur að stíga mín fyrstu skref á fjallaskíðum. Það er ótrúlega skemmtilegt sport að ganga upp tinda og finna leiðina niður, þó ég fari reyndar ennþá niður brekkurnar í plóg,“ segir hann hlæjandi.Svona á að njóta augnabliksins segir Tomasz.„Það er þessi tenging sem maður nær við náttúruna í útivist sem togar mann út og kennir manni að njóta augnabliksins, annað hvort einn með sjálfum sér eða með góðum hópi. Í fyrra fórum við yfir hundrað manna hópur í ótrúlega skemmtilega ferð á Hvannadalshnjúk eftir vetrarlangt námskeið. Það náðu allir toppnum með stæl.“Tomasz hefur gengið á flesta hæstu tinda landsins. Á Hvannadalshnjúk gekk hann í fyrra með hundrað manna hóp eftir vetrarlangt námskeið.Þýðir ekkert að bíða eftir góða veðrinuTomasz segist sjaldan láta veðrið stoppa sig enda þýði ekkert að sitja og bíða eftir „góða veðrinu“ á Íslandi, þá færi fólk sjaldan út. Skynsemin verði þó ávallt að ráða för og miklu máli skipti að vera rétt búinn til þess að geta notið fjalla- og jöklaferða á öruggan hátt. „Það er eitt af því sem við förum vel yfir á námskeiðunum. Búnaðurinn skiptir öllu máli og nauðsynlegt að vera vel klæddur. Við tölum um þrjú lög, ullarfatnaður innst, miðjulagið getur verið allt frá flísfatnaði til dún- eða primaloftjakka og ysta lagið er skel sem ver fyrir vatni og vindum. Skórnir eru einnig grundvallaratriði, bara eins og dekkin undir bílnum. Þeir þurfa að veita stuðning upp á ökkla en vera þægilegir, vatnsheldir en anda vel. Í gamla daga var bara til ein ríkistegund af gönguskóm, stífir og klunnalegir úr leðri en í dag er úrvalið afar fjölbreytt og mikil þróun í efnum. Sjálfur hef ég góða reynslu af Ecco Biom Venture gönguskóm og nota þá mikið, finnst þeir þægilegir og liprir.“Ecco Biom Venture skórnir sem reynst hafa Tomaszi vel.Tomasz er einmitt að reima á sig gönguskóna því framundan er ganga með hóp af fólki upp á Hafnarfjall auk þess sem mynd er að komast á næstu útivistarnámskeið. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar gerðir af gönguskóm frá Ecco sem fást í Ellingsen. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Ellingsen.
Ferðalög Heilsa Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira