Lífið

Fögnuðu álfabók Helgu Arnardóttir í Grasagarðinum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Helga Arnardóttir hefur starfað sem fjölmiðlakona um árabil, meðal annars á fréttastofu Stöðvar 2, Íslandi í dag, Kastljósi og hefur unnið við gerð og framleiðslu margra heimildaþátta.
Helga Arnardóttir hefur starfað sem fjölmiðlakona um árabil, meðal annars á fréttastofu Stöðvar 2, Íslandi í dag, Kastljósi og hefur unnið við gerð og framleiðslu margra heimildaþátta. Mynd/Bragi Hinriksson
Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir sendi frá sér sína fyrstu bók á dögunum sem ber heitið Nína óskastjarna og ævintýrið á álfhóli. Innblásturinn að bókinni sækir Helga úr raunveruleikanum og í þeim fjölmörgu dæmum þegar byggingastefna fer gegn náttúruvernd. Ylfa Rún Jörundsdóttir frænka Helgu teiknar myndir bókarinnar.

Mynd/Bragi HinrikssonMynd/Bragi Hinriksson
Í tilefni af útgáfunni var slegið upp útgáfuhófi í Grasagarðinum í Laugardal þar sem álfar voru á sveimi. Snæfríður Ingvarsdóttir leikkona brá sér í hlutverk álfkonunnar og las upp úr bókinni. Börnin sátu sem dáleidd á meðan lestrinum stóð.

Mynd/Bragi Hinriksson
„Bók Helgu fjallar um Nínu sem hefur alltaf verið kölluð óskastjarna því hún trúir því að ef maður óskar sér einhvers nógu heitt og vill það nógu mikið þá getur óskin ræst. Nína er dugleg að heimsækja ömmu Grímeyju í sveitina og hjálpa henni með bústörfin. Bærinn hennar heitir Álfhóll af því að þar eiga víst álfar heima í stórum steini í garðinum. Eða svo segir amma allavega.

Einn daginn breytist allt þegar ömmu er tilkynnt að það eigi að byggja stórt lúxushótel á lóðinni hennar. Amma er miður sín en Nína ákveður að taka málin í sínar hendur. En til þess þarf hún hjálp frá álfunum.“

Í albúminu hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum viðburði.

Mynd/Bragi Hinriksson
Mynd/Bragi Hinriksson
Mynd/Bragi Hinriksson
Mynd/Bragi Hinriksson
Mynd/Bragi Hinriksson
Mynd/Bragi Hinriksson
Helga segir að með útgáfunni hafi hún látið gamlan draum rætast.Mynd/Bragi Hinriksson
Mynd/Bragi Hinriksson
Mynd/Bragi Hinriksson
Mynd/Bragi Hinriksson
Mynd/Bragi Hinriksson
Mynd/Bragi Hinriksson

Tengdar fréttir

Hrynjum niður eins og flugur

Helga Arnardóttir fjölmiðlakona er komin til fundar við blaðamann á kaffihúsi í miðborginni. Það er bjartur vetrardagur og snjóþungt. Borgin er full af gangandi vegfarendum, ferðamönnum jafnt sem borgarbúum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×