Handbolti

Aron og félagar morgunhressir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron hafði hægt um sig í dag.
Aron hafði hægt um sig í dag. vísir/getty
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona burstuðu Liberbank Cantabria Sinfín, 45-21, í hádegisleik í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þótt leikurinn færi fram árla dags hafði það ekki áhrif á Börsunga sem skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins og voru 16 mörkum yfir í hálfleik, 22-16.

Enn dró í sundur með liðunum í seinni hálfleik og Barcelona vann á endanum 24 marka sigur, 45-21.

Barcelona er með fullt hús stiga eftir ellefu leiki í spænsku deildinni. Börsungar stefna hraðbyri í átt að tíunda Spánarmeistaratitlinum í röð.

Aron komst ekki á blað í leiknum í dag. Aitor Arino var markahæstur í liði Barcelona með sjö mörk. Markverðir Börsunga vörðu samtals 19 skot (47,5%).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×