Samþykkir að taka fyrir nauðgunarmál Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2019 13:55 Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Vísir/Hanna Andrésdóttir Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Greint var frá því í morgun að það sem af er ári hafi 31 beiðni um áfrýjunarleyfi í sakamáli borist Hæstarétti, en þessi er sú fyrsta sem er samþykkt. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir tvö kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarbrot gegn syni sínum. Þá braut hann gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum með því að koma fyrir staðsetningarbúnaði í bíl konunnar.Sóttu bæði um áfrýjunarleyfi Bæði ákæruvaldið og dæmdi sóttu um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Taldi hinn dæmdi dóminn rangan og að sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Ákæruvaldið telur hins vegar dóminn of vægan og að tilgangur áfrýjunar að „fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga og hins vegar á niðurstöðu sem byggð sé á skýringu eða beitingu réttarreglna. Landsréttur hafi hvorki litið til sakaferils hins dæmda, né þess að brot hans hafi verið framin á „sérstaklega meiðandi hátt“. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. „Beiðni sinni til stuðnings vísar ákæruvaldið til þess að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að áfrýjunin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu,“ segir í málskotsbeiðninni. Þá komi fram í dómi Landsréttar að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins í Barnahúsi þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að ákvæði b-liðs 117. grein laga um meðferð sakamála sem snýr að því að skyldmenni ákærða í beinan legg geti skorast undan því að gefa vitnaskýrslu.Myndi hafa almenna þýðingu Telur Hæstiréttur að meðferð myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að umræddu ákvæði. Þá segir einnig í ákvörðun Hæstaréttar að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi að hluta á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hins dæmda, vitna og brotaþola, en að það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Barnavernd Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Greint var frá því í morgun að það sem af er ári hafi 31 beiðni um áfrýjunarleyfi í sakamáli borist Hæstarétti, en þessi er sú fyrsta sem er samþykkt. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir tvö kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarbrot gegn syni sínum. Þá braut hann gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum með því að koma fyrir staðsetningarbúnaði í bíl konunnar.Sóttu bæði um áfrýjunarleyfi Bæði ákæruvaldið og dæmdi sóttu um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Taldi hinn dæmdi dóminn rangan og að sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Ákæruvaldið telur hins vegar dóminn of vægan og að tilgangur áfrýjunar að „fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga og hins vegar á niðurstöðu sem byggð sé á skýringu eða beitingu réttarreglna. Landsréttur hafi hvorki litið til sakaferils hins dæmda, né þess að brot hans hafi verið framin á „sérstaklega meiðandi hátt“. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. „Beiðni sinni til stuðnings vísar ákæruvaldið til þess að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að áfrýjunin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu,“ segir í málskotsbeiðninni. Þá komi fram í dómi Landsréttar að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins í Barnahúsi þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að ákvæði b-liðs 117. grein laga um meðferð sakamála sem snýr að því að skyldmenni ákærða í beinan legg geti skorast undan því að gefa vitnaskýrslu.Myndi hafa almenna þýðingu Telur Hæstiréttur að meðferð myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að umræddu ákvæði. Þá segir einnig í ákvörðun Hæstaréttar að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi að hluta á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hins dæmda, vitna og brotaþola, en að það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti.
Barnavernd Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira