Samþykkir að taka fyrir nauðgunarmál Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2019 13:55 Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Vísir/Hanna Andrésdóttir Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Greint var frá því í morgun að það sem af er ári hafi 31 beiðni um áfrýjunarleyfi í sakamáli borist Hæstarétti, en þessi er sú fyrsta sem er samþykkt. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir tvö kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarbrot gegn syni sínum. Þá braut hann gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum með því að koma fyrir staðsetningarbúnaði í bíl konunnar.Sóttu bæði um áfrýjunarleyfi Bæði ákæruvaldið og dæmdi sóttu um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Taldi hinn dæmdi dóminn rangan og að sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Ákæruvaldið telur hins vegar dóminn of vægan og að tilgangur áfrýjunar að „fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga og hins vegar á niðurstöðu sem byggð sé á skýringu eða beitingu réttarreglna. Landsréttur hafi hvorki litið til sakaferils hins dæmda, né þess að brot hans hafi verið framin á „sérstaklega meiðandi hátt“. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. „Beiðni sinni til stuðnings vísar ákæruvaldið til þess að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að áfrýjunin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu,“ segir í málskotsbeiðninni. Þá komi fram í dómi Landsréttar að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins í Barnahúsi þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að ákvæði b-liðs 117. grein laga um meðferð sakamála sem snýr að því að skyldmenni ákærða í beinan legg geti skorast undan því að gefa vitnaskýrslu.Myndi hafa almenna þýðingu Telur Hæstiréttur að meðferð myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að umræddu ákvæði. Þá segir einnig í ákvörðun Hæstaréttar að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi að hluta á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hins dæmda, vitna og brotaþola, en að það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Barnavernd Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Hæstiréttur hefur fallist á beiðni saksóknara um að taka til meðferðar mál þar sem karlmaður var dæmdur í Landsrétti fyrir að brjóta á fyrrverandi eiginkonu sinni og syni. Óvenjulegt er að sakamál séu tekin til meðferðar hjá Hæstarétti eftir tilkomu Landsréttar og hlutverki Hæstaréttar var breytt í ársbyrjun 2018. Greint var frá því í morgun að það sem af er ári hafi 31 beiðni um áfrýjunarleyfi í sakamáli borist Hæstarétti, en þessi er sú fyrsta sem er samþykkt. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi og greiðslu skaðabóta fyrir tvö kynferðisbrot gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og blygðunarsemis- og barnaverndarbrot gegn syni sínum. Þá braut hann gegn nálgunarbanni og fjarskiptalögum með því að koma fyrir staðsetningarbúnaði í bíl konunnar.Sóttu bæði um áfrýjunarleyfi Bæði ákæruvaldið og dæmdi sóttu um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Taldi hinn dæmdi dóminn rangan og að sekt hans hafi ekki verið sönnuð. Ákæruvaldið telur hins vegar dóminn of vægan og að tilgangur áfrýjunar að „fá endurskoðun á ákvörðun viðurlaga og hins vegar á niðurstöðu sem byggð sé á skýringu eða beitingu réttarreglna. Landsréttur hafi hvorki litið til sakaferils hins dæmda, né þess að brot hans hafi verið framin á „sérstaklega meiðandi hátt“. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um eitt ár. „Beiðni sinni til stuðnings vísar ákæruvaldið til þess að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til og að áfrýjunin lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu,“ segir í málskotsbeiðninni. Þá komi fram í dómi Landsréttar að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins í Barnahúsi þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að ákvæði b-liðs 117. grein laga um meðferð sakamála sem snýr að því að skyldmenni ákærða í beinan legg geti skorast undan því að gefa vitnaskýrslu.Myndi hafa almenna þýðingu Telur Hæstiréttur að meðferð myndi hafa verulega almenna þýðingu, auk þess að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga. Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið byggt á skýrslu sonar mannsins þar sem ekki kom fram í þingbók að gætt hafi verið að umræddu ákvæði. Þá segir einnig í ákvörðun Hæstaréttar að niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi að hluta á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar hins dæmda, vitna og brotaþola, en að það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti.
Barnavernd Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira