Móðir sem missti dóttur sína segir sorgina lýðheilsumál Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 20:00 Helena segir algengt að foreldrar upplifi tímabil þar sem þeir sjái ekki tilgang með lífinu lengur vísir/sigurjón Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að mæður sem missa börn sín séu 30-60% til líklegri til að deyja fyrir fimmtugt en aðrar konur. Helena Rós Sigmarsdóttir missti dóttur sína fyrir fimm árum og þessar niðurstöður koma henni ekki á óvart. „Þegar þetta áfall dynur yfir þá verður maður óstarfhæfur. Ég hef heyrt í gegnum tíðina að ekki eigi að sjúkdómavæða sorgina. Upplifun mín er sú að þeir sem lenda í þessu verða hreinlega veikir, þurfa umönnun og það þarf að passa þá eins og þá sem verða fyrir lest.“ Helena er formaður Birtu sem eru samtök foreldra sem misst hafa börn sín skyndilega. Síðustu ár hefur fjölgað í hópnum vegna foreldra sem misst hafa barn sitt úr fíknisjúkdóm og leita í samtökin fyrir jafningjastuðning. „Þetta er ört stækkandi hópur og þetta eru virkilega brotnir einstaklingar sem eru að leita sér að súrefni, líflínu til að komast af og það er í rauninni lítið til staðar fyrir þennan hóp.“ Helena segir sorgina lýðheilsumál, að líta þurfi til Norðurlandanna þar sem sérhæf teymi séu til staðar og endurhæfing skipulögð. „Þegar maður verður foreldri, þegar maður verður móðir, þá verður ábyrgðin og tilgangurinn þar. En þegar maður hefur ekki lengur þennan skýrt tilgreinda tilgang þá fer svo margt í gegnum höfuðið á manni og mann langar kannski ekki til að lifa lengur. Það geta komið svoleiðis timabil og það þarf að vera vakandi fyrir því - og til teymi sem grípur fólk.“ Jafnvel þótt samtökin Birta veiti andlegan stuðning og það sé huggun fyrir foreldra að leita þangað bendir Helena á að ýmis praktísk mál þurfi að ramma betur inn, til dæmis veikindarétt, og stuðningurinn þurfi einnig að vera faglegur. „Það þyrfti að bæta lagaumhverfið. Það er lagarammi fyrir foreldra sem eignast börn, fæðingarorlof og annað, en það er ekkert sem tekur við þegar foreldrar missa barn,“ segir Helena. Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að mæður sem missa börn sín séu 30-60% til líklegri til að deyja fyrir fimmtugt en aðrar konur. Helena Rós Sigmarsdóttir missti dóttur sína fyrir fimm árum og þessar niðurstöður koma henni ekki á óvart. „Þegar þetta áfall dynur yfir þá verður maður óstarfhæfur. Ég hef heyrt í gegnum tíðina að ekki eigi að sjúkdómavæða sorgina. Upplifun mín er sú að þeir sem lenda í þessu verða hreinlega veikir, þurfa umönnun og það þarf að passa þá eins og þá sem verða fyrir lest.“ Helena er formaður Birtu sem eru samtök foreldra sem misst hafa börn sín skyndilega. Síðustu ár hefur fjölgað í hópnum vegna foreldra sem misst hafa barn sitt úr fíknisjúkdóm og leita í samtökin fyrir jafningjastuðning. „Þetta er ört stækkandi hópur og þetta eru virkilega brotnir einstaklingar sem eru að leita sér að súrefni, líflínu til að komast af og það er í rauninni lítið til staðar fyrir þennan hóp.“ Helena segir sorgina lýðheilsumál, að líta þurfi til Norðurlandanna þar sem sérhæf teymi séu til staðar og endurhæfing skipulögð. „Þegar maður verður foreldri, þegar maður verður móðir, þá verður ábyrgðin og tilgangurinn þar. En þegar maður hefur ekki lengur þennan skýrt tilgreinda tilgang þá fer svo margt í gegnum höfuðið á manni og mann langar kannski ekki til að lifa lengur. Það geta komið svoleiðis timabil og það þarf að vera vakandi fyrir því - og til teymi sem grípur fólk.“ Jafnvel þótt samtökin Birta veiti andlegan stuðning og það sé huggun fyrir foreldra að leita þangað bendir Helena á að ýmis praktísk mál þurfi að ramma betur inn, til dæmis veikindarétt, og stuðningurinn þurfi einnig að vera faglegur. „Það þyrfti að bæta lagaumhverfið. Það er lagarammi fyrir foreldra sem eignast börn, fæðingarorlof og annað, en það er ekkert sem tekur við þegar foreldrar missa barn,“ segir Helena.
Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira