Hæstiréttur dæmdi sveitarfélögunum í vil í deilu við Starfsgreinasambandið Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur tekur með dómi sem féll síðastliðinn miðvikudag undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í deilu þess við Starfsgreinasambandið (SGS) um jöfnun lífeyrisréttinda. Starfsgreinasambandið telur sveitarfélögin ekki hafa efnt samkomulag frá árinu 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Hefur SGS í yfirstandandi viðræðum við SÍS krafist slíkra viðræðna á grundvelli fyrrnefnds samkomulags. Sveitarfélögin hafa ekki viljað ræða þessi mál nú og leitaði SGS því til Félagsdóms. SÍS krafðist hins vegar frávísunar á þeim rökum að málið heyri ekki undir Félagsdóm. Aðal- og varakröfu SGS, sem sneru að því að tryggja starfsmönnum sveitarfélaga greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til jöfnunar lífeyrisréttinda, var vísað frá Félagsdómi. Hins vegar var ekki fallist á frávísun þrautavarakröfu SGS um fyrrnefndar viðræður. Þá niðurstöðu kærði hins vegar SÍS og hefur Hæstiréttur nú staðfest kröfu sveitarfélaganna. Í dómi Hæstaréttar segir að yfirlýsingin frá 2009 feli í sér sameiginlegan skilning til að taka upp viðræður um ákveðnar breytingar á lífeyriskerfinu. Hún feli hins vegar ekki í sér skuldbindingu þess efnis að geta talist hluti kjarasamnings. Þar með falli málið ekki undir verkefni Félagsdóms. Í yfirlýsingu á vef SGS er lýst miklum vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem muni flækja stöðuna enn frekar. Sveitarfélögin vísuðu kjaradeilu sinni við SGS og Eflingu til ríkissáttasemjara fyrir helgi en samningar hafa verið lausir frá 31. mars síðastliðnum. „Starfsgreinasambandið mun að sjálfsögðu hlíta úrskurði Hæstaréttar í þessu máli en við munum krefjast þess að launafólki verði bætt það 1,5 prósent sem vantar upp á jöfnun lífeyrisréttinda með öðrum hætti,“ er haft eftir Birni Snæbjörnssyni, formanni SGS, á vef sambandsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hæstiréttur tekur með dómi sem féll síðastliðinn miðvikudag undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í deilu þess við Starfsgreinasambandið (SGS) um jöfnun lífeyrisréttinda. Starfsgreinasambandið telur sveitarfélögin ekki hafa efnt samkomulag frá árinu 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Hefur SGS í yfirstandandi viðræðum við SÍS krafist slíkra viðræðna á grundvelli fyrrnefnds samkomulags. Sveitarfélögin hafa ekki viljað ræða þessi mál nú og leitaði SGS því til Félagsdóms. SÍS krafðist hins vegar frávísunar á þeim rökum að málið heyri ekki undir Félagsdóm. Aðal- og varakröfu SGS, sem sneru að því að tryggja starfsmönnum sveitarfélaga greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til jöfnunar lífeyrisréttinda, var vísað frá Félagsdómi. Hins vegar var ekki fallist á frávísun þrautavarakröfu SGS um fyrrnefndar viðræður. Þá niðurstöðu kærði hins vegar SÍS og hefur Hæstiréttur nú staðfest kröfu sveitarfélaganna. Í dómi Hæstaréttar segir að yfirlýsingin frá 2009 feli í sér sameiginlegan skilning til að taka upp viðræður um ákveðnar breytingar á lífeyriskerfinu. Hún feli hins vegar ekki í sér skuldbindingu þess efnis að geta talist hluti kjarasamnings. Þar með falli málið ekki undir verkefni Félagsdóms. Í yfirlýsingu á vef SGS er lýst miklum vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem muni flækja stöðuna enn frekar. Sveitarfélögin vísuðu kjaradeilu sinni við SGS og Eflingu til ríkissáttasemjara fyrir helgi en samningar hafa verið lausir frá 31. mars síðastliðnum. „Starfsgreinasambandið mun að sjálfsögðu hlíta úrskurði Hæstaréttar í þessu máli en við munum krefjast þess að launafólki verði bætt það 1,5 prósent sem vantar upp á jöfnun lífeyrisréttinda með öðrum hætti,“ er haft eftir Birni Snæbjörnssyni, formanni SGS, á vef sambandsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira