Inga Rún segir stéttarfélögin hafa heimtað inniskó, sólgleraugu og aðgengi að örbylgjuofni á vinnustað Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2019 11:15 Í ræðu fyrir sjö mánuðum fór Inga Rún hinum háðuglegustu orðum um kröfur stéttarfélaganna, að þau vildu sólgleraugu og inniskó. Björn segir þetta dapurlegan málflutning. Allt er uppíloft milli viðsemjenda í kjaradeilu sveitarfélaganna við starfsgreinasambandið. Samningaviðræður hafa nú staðið í sjö mánuði. Hnútuköst ganga á milli viðsemjenda og hefur Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, sent deiluna til ríkissáttasemjara og sakar viðsemjendur sína um dónaskap. Birni Snæbjörnssyni, formanni Starfsgreinasambandsins, þykir þetta skjóta skökku við en Vísi hefur verið bent á ræðu sem Inga Rún hélt á kjararáðstefnu sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin var fyrir kjörna fulltrúa, í þessu sambandi. Að þetta hafi eiginlega verið vonlaust verk strax þá því Inga Rún fer hinum háðuglegustu orðum um kröfur viðsemjenda sinna.Sjá einnig: Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn „En hverjar eru kröfurnar í þessum kjaraviðræðum? Á þessum tímapunkti eru komnar fram nálægt tvö hundruð kröfur frá stéttarfélögunum innan ASÍ og BSRB sem spanna allt að umfangsmiklum og kostnaðarsömum ákvæðum á kjarasamninga yfir í viðbit eins og sólgleraugu, inniskó og að aðgengi að örbylgjuofni verði tryggt á vinnustað. Því miður heyrir það til undantekninga að stéttarfélög leggi fram vel ígrundaðar kröfur með skýrri framtíðarsýn og ábyrgum tillögum um leiðir til að komast þangað,“ segir Inga Rún og hún er hvergi nærri hætt.Kröfurnar „All you can eat buffet“ „Algengast er að kröfugerðirnar hafi það yfirbragð að hattur hafi verið látinn ganga á fundi, allir láti óskir sínar í hann, einhver hafi síðan tekið að sér að skrifa þær tilviljunarkennt á blað og komið á framfæri án frekari rýni af neinu tagi. „All you can eat buffet“ eru orð sem koma upp í hugann í þessu samhengi,“ segir Inga Rún og uppsker nokkra kátínu í salnum þar sem sitja kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna.Klippa: Inga Rún ræðir kröfugerðir stéttarfélaga „En hvað kosta svo herlegheitin? Nei, það er alveg óþarfi að spá í það enda kröfurnar allar mjög sanngjarnar og réttmætar og auðvitað aðeins formsatriði að vinnuveitendur uppfylli þær. Það verður að játast að ferkantaðir exelþenkjandi embættismenn eins og við í samninganefnd sveitarfélaga, sem vinnum alla daga samkvæmt fastmótaðri stefnu sambandsins í öllum málum, eigum dálítið bágt á þessum stað í kjaraviðræðum. Það reynir á þolinmæðina og tekur tíma að fá menn til að ydda kröfur sínar og fá fram hvað raunverulega skiptir máli og horfast í augu við að réttirnir á hlaðborðinu hafa allir verðmiða.“Lítilsvirðandi málflutningur Björn telur þessa ræðu vart boðlega. „Maður er bara hálfdapur að sjá þennan málflutning og hversu lítil virðing er borin fyrir starfsmönnum sveitarfélaganna, það er hæðst að kröfum þeirra og hugmyndum í tengslum við kjarasamninga og gert lítið úr félagslegum vinnubrögðum, miðað við þetta viðhorf er kannski ekkert skrýtið að lítið hefur gengið í viðræðum við sveitarfélögin í 7 mánuði,“ segir Björn í samtali við Vísi. Af þessu má sjá að ekki er líklegt að viðsemjendur nái saman í bráð. Menn innan starfsgreinasambandsins telja þennan málflutning Ingu Rúnar lítilsvirðandi útúrsnúninga og til marks um að vilji til að semja hafi aldrei verið neinn. Kjaramál Tengdar fréttir Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn Samband íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið og Eflingu til ríkissáttasemjara. 28. október 2019 15:31 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Allt er uppíloft milli viðsemjenda í kjaradeilu sveitarfélaganna við starfsgreinasambandið. Samningaviðræður hafa nú staðið í sjö mánuði. Hnútuköst ganga á milli viðsemjenda og hefur Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, sent deiluna til ríkissáttasemjara og sakar viðsemjendur sína um dónaskap. Birni Snæbjörnssyni, formanni Starfsgreinasambandsins, þykir þetta skjóta skökku við en Vísi hefur verið bent á ræðu sem Inga Rún hélt á kjararáðstefnu sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldin var fyrir kjörna fulltrúa, í þessu sambandi. Að þetta hafi eiginlega verið vonlaust verk strax þá því Inga Rún fer hinum háðuglegustu orðum um kröfur viðsemjenda sinna.Sjá einnig: Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn „En hverjar eru kröfurnar í þessum kjaraviðræðum? Á þessum tímapunkti eru komnar fram nálægt tvö hundruð kröfur frá stéttarfélögunum innan ASÍ og BSRB sem spanna allt að umfangsmiklum og kostnaðarsömum ákvæðum á kjarasamninga yfir í viðbit eins og sólgleraugu, inniskó og að aðgengi að örbylgjuofni verði tryggt á vinnustað. Því miður heyrir það til undantekninga að stéttarfélög leggi fram vel ígrundaðar kröfur með skýrri framtíðarsýn og ábyrgum tillögum um leiðir til að komast þangað,“ segir Inga Rún og hún er hvergi nærri hætt.Kröfurnar „All you can eat buffet“ „Algengast er að kröfugerðirnar hafi það yfirbragð að hattur hafi verið látinn ganga á fundi, allir láti óskir sínar í hann, einhver hafi síðan tekið að sér að skrifa þær tilviljunarkennt á blað og komið á framfæri án frekari rýni af neinu tagi. „All you can eat buffet“ eru orð sem koma upp í hugann í þessu samhengi,“ segir Inga Rún og uppsker nokkra kátínu í salnum þar sem sitja kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna.Klippa: Inga Rún ræðir kröfugerðir stéttarfélaga „En hvað kosta svo herlegheitin? Nei, það er alveg óþarfi að spá í það enda kröfurnar allar mjög sanngjarnar og réttmætar og auðvitað aðeins formsatriði að vinnuveitendur uppfylli þær. Það verður að játast að ferkantaðir exelþenkjandi embættismenn eins og við í samninganefnd sveitarfélaga, sem vinnum alla daga samkvæmt fastmótaðri stefnu sambandsins í öllum málum, eigum dálítið bágt á þessum stað í kjaraviðræðum. Það reynir á þolinmæðina og tekur tíma að fá menn til að ydda kröfur sínar og fá fram hvað raunverulega skiptir máli og horfast í augu við að réttirnir á hlaðborðinu hafa allir verðmiða.“Lítilsvirðandi málflutningur Björn telur þessa ræðu vart boðlega. „Maður er bara hálfdapur að sjá þennan málflutning og hversu lítil virðing er borin fyrir starfsmönnum sveitarfélaganna, það er hæðst að kröfum þeirra og hugmyndum í tengslum við kjarasamninga og gert lítið úr félagslegum vinnubrögðum, miðað við þetta viðhorf er kannski ekkert skrýtið að lítið hefur gengið í viðræðum við sveitarfélögin í 7 mánuði,“ segir Björn í samtali við Vísi. Af þessu má sjá að ekki er líklegt að viðsemjendur nái saman í bráð. Menn innan starfsgreinasambandsins telja þennan málflutning Ingu Rúnar lítilsvirðandi útúrsnúninga og til marks um að vilji til að semja hafi aldrei verið neinn.
Kjaramál Tengdar fréttir Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn Samband íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið og Eflingu til ríkissáttasemjara. 28. október 2019 15:31 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn Samband íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið og Eflingu til ríkissáttasemjara. 28. október 2019 15:31