Körfubolti

Sportpakkinn: Keflavík hélt sigurgöngunni áfram en Valskaninn hætti í hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, talar við Chris Jones í einu af leikhléum liðsins í vetur.
Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, talar við Chris Jones í einu af leikhléum liðsins í vetur. Vísir/Daníel
Keflvíkingar eru einir á toppi Domino´s deild karla í körfubolta eftir sigur á Val í gær.

Keflvíkingar hafa unnið fimm fyrstu leiki sína og sigur þeirra á Val í gær var öruggur. Það voru hins vegar vandræði Valsmanna með Bandaríkjamanninn sinn sem stálu fyrirsögnunum eftir leikinn.

Valsmenn áttu möguleika á því að komast upp að hlið Keflavíkur á toppnum með sigri en það kom fljótt í ljós að heimamenn ætluðu ekki að láta toppsætið af hendi.

Keflavík rotaði Val strax í byrjun, komst í 11-0 og mestur varð munurinn 27 stig. Bandaríkjamaðurinn Chris Jones skoraði aðeins 4 stig og lék aðeins í 13 og hálfa mínútu.  Hann neitaði að spila seinni hálfleikinn og horfði á leikinn úr stúkunni.

Án hans Jones náði Valur að minnka muninn í 6 stig í þriðja leikhlutanum áður en Keflvíkingar gáfu aftur í og kláruðu leikinn.  Khalil Ullah Ahmad skoraði 35 stig en Frank Aron Booker var stigahæstur í Valsliðinu með 17 stig.

Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnars Björnssonar um leikinn í Keflavík í gær. Þar má einnig sjá viðtöl eftir leik.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×