Körfubolti

Valsmenn senda frá sér tilkynningu vegna Chris Jones: Augljós trúnaðarbrestur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Jones.
Chris Jones. Vísir/Daníel
Valsmenn hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þeir staðfesta að bandaríska leikmanni körfuboltaliðs félagsins hafi verið sagt upp störfum.

ChrisJones neitaði að spila seinni hálfleikinn í leik á móti Keflavík og spiluðu Valsmenn því síðari hálfleikinn kanalausir.

Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, sagði frá því í viðtölum eftir leikinn að ChrisJones hefði neitað að spila.

Í fréttatilkynningu Vals kemur fram að leikmanninum hafi verið safgt upp vegna augljóss trúnaðarbrests.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu Valsmanna.



Tilkynning Vals til fjölmiðla



Körfuknattleiksdeild Vals hefur rift samningi víð ChristopherRasheedJones, sem leikið hefur með liðinu í Dominos deild karla.

Jones lék sinn síðasta leik með liðinu gegn Keflavík í gærkvöldi. Þar kaus hann að taka ekki þátt í leiknum í síðari hálfleik. Í ljósi þess trúnaðarbrests sem augljóslega er kominn upp á milli Jones og annara leikmanna og þjálfara liðsins, er ljóst að ferli hans hjá Val er lokið og samningi við hann því rift.

Jones kom hingað til lands í upphafi tímabilsins eftir að hafa getið sér gott orð sem atvinnumaður í Frakklandi og með Louisville háskóla í Bandaríkjunum. Talsverðar vonir voru bundnar við komu hans til liðsins. Í fimm leikjum með liðinu skoraði hann að meðaltali 19 stig og átti tæpar fjórar stoðsendingar. Valur vann þrjá af fimm leikjum hans með liðinu.

Valur leitar nú að erlendum leikmanni til þess að styrkja leikmannahópinn fyrir baráttuna í Dominos deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×