Segir Landsbjörg nýta sér neyð og veikindi einstaklinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2019 10:00 Alma Hafsteinsdóttir spyr hver fórnarkostnaðurinn sé hjá Landsbjörgu. Einn, tíu eða hundrað einstaklingar. Vísir Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, hjá spilavandi.is í grein sem hún birtir á Vísi. Tilefni pistilsins er sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum en sala hófst fyir helgi. Alma segir hræsni að góðgerðasamtök á borð við Landsbjörg nýti sér neyð og veikindi einstaklinga og vísar þar til peninga sem renna í starfsemi Landsbjargar í gegnum spilakassa sem finna má á fyrrnefndum stöðum víða um land.Enginn heyrir í fjölskyldum, ástvinum og börnum Alma segist mikið hugsa til fólksins síns, spilafíkla. „Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn,“ segir Alma. Þessir einstaklingar eigi fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyri í þeim.Neyðarkallinn var kynntur til sögunnar í á fimmtudag en um er að ræða björgunarsveitarkonu með dróna.„Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður.“Ótrúlega ljótt Alma lýsir því sem skrýtinni tilfinningu að eiga í svona sambandi við Landsbjörg, Rauða Kross Íslands og SÁÁ. „Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt.“ Hún veltir fyrir sér hvort ásættanlegur fórnarkostnaður sé einn spilafíkill, tíu eða hundrað? „Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur?“Ég á mér draum... Alma segist óska þess að hún væri að glíma við einhvern grimman, vondan og siðlausan einstakling. Hún viti að Landsbjörg hafi komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir spilafíkla. „Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila.“ Björgunarsveitir Félagsmál Fjárhættuspil Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, hjá spilavandi.is í grein sem hún birtir á Vísi. Tilefni pistilsins er sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum en sala hófst fyir helgi. Alma segir hræsni að góðgerðasamtök á borð við Landsbjörg nýti sér neyð og veikindi einstaklinga og vísar þar til peninga sem renna í starfsemi Landsbjargar í gegnum spilakassa sem finna má á fyrrnefndum stöðum víða um land.Enginn heyrir í fjölskyldum, ástvinum og börnum Alma segist mikið hugsa til fólksins síns, spilafíkla. „Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn,“ segir Alma. Þessir einstaklingar eigi fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyri í þeim.Neyðarkallinn var kynntur til sögunnar í á fimmtudag en um er að ræða björgunarsveitarkonu með dróna.„Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður.“Ótrúlega ljótt Alma lýsir því sem skrýtinni tilfinningu að eiga í svona sambandi við Landsbjörg, Rauða Kross Íslands og SÁÁ. „Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt.“ Hún veltir fyrir sér hvort ásættanlegur fórnarkostnaður sé einn spilafíkill, tíu eða hundrað? „Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur?“Ég á mér draum... Alma segist óska þess að hún væri að glíma við einhvern grimman, vondan og siðlausan einstakling. Hún viti að Landsbjörg hafi komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir spilafíkla. „Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila.“
Björgunarsveitir Félagsmál Fjárhættuspil Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði