Segir Landsbjörg nýta sér neyð og veikindi einstaklinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2019 10:00 Alma Hafsteinsdóttir spyr hver fórnarkostnaðurinn sé hjá Landsbjörgu. Einn, tíu eða hundrað einstaklingar. Vísir Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, hjá spilavandi.is í grein sem hún birtir á Vísi. Tilefni pistilsins er sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum en sala hófst fyir helgi. Alma segir hræsni að góðgerðasamtök á borð við Landsbjörg nýti sér neyð og veikindi einstaklinga og vísar þar til peninga sem renna í starfsemi Landsbjargar í gegnum spilakassa sem finna má á fyrrnefndum stöðum víða um land.Enginn heyrir í fjölskyldum, ástvinum og börnum Alma segist mikið hugsa til fólksins síns, spilafíkla. „Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn,“ segir Alma. Þessir einstaklingar eigi fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyri í þeim.Neyðarkallinn var kynntur til sögunnar í á fimmtudag en um er að ræða björgunarsveitarkonu með dróna.„Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður.“Ótrúlega ljótt Alma lýsir því sem skrýtinni tilfinningu að eiga í svona sambandi við Landsbjörg, Rauða Kross Íslands og SÁÁ. „Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt.“ Hún veltir fyrir sér hvort ásættanlegur fórnarkostnaður sé einn spilafíkill, tíu eða hundrað? „Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur?“Ég á mér draum... Alma segist óska þess að hún væri að glíma við einhvern grimman, vondan og siðlausan einstakling. Hún viti að Landsbjörg hafi komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir spilafíkla. „Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila.“ Björgunarsveitir Félagsmál Fjárhættuspil Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða. Þetta segir Alma Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, hjá spilavandi.is í grein sem hún birtir á Vísi. Tilefni pistilsins er sala Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum en sala hófst fyir helgi. Alma segir hræsni að góðgerðasamtök á borð við Landsbjörg nýti sér neyð og veikindi einstaklinga og vísar þar til peninga sem renna í starfsemi Landsbjargar í gegnum spilakassa sem finna má á fyrrnefndum stöðum víða um land.Enginn heyrir í fjölskyldum, ástvinum og börnum Alma segist mikið hugsa til fólksins síns, spilafíkla. „Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn,“ segir Alma. Þessir einstaklingar eigi fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyri í þeim.Neyðarkallinn var kynntur til sögunnar í á fimmtudag en um er að ræða björgunarsveitarkonu með dróna.„Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður.“Ótrúlega ljótt Alma lýsir því sem skrýtinni tilfinningu að eiga í svona sambandi við Landsbjörg, Rauða Kross Íslands og SÁÁ. „Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt.“ Hún veltir fyrir sér hvort ásættanlegur fórnarkostnaður sé einn spilafíkill, tíu eða hundrað? „Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur?“Ég á mér draum... Alma segist óska þess að hún væri að glíma við einhvern grimman, vondan og siðlausan einstakling. Hún viti að Landsbjörg hafi komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir spilafíkla. „Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila.“
Björgunarsveitir Félagsmál Fjárhættuspil Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira