Dómur í barnaníðsmáli mildaður vegna óútskýrðra tafa Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 18:33 Frumburður konunnar og fjölskyldu hennar var talinn trúverðugari en mannsins. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að misnota unga konu þegar hún var barn úr fimm árum í fjögur vegna óútskýrðar dráttar á meðferð málsins eftir að rannsókn þess lauk. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili frá 1999 til 2003 en konan greindi fyrst frá þeim árið 2015. Maðurinn var dæmdur fyrir hafa ítrekað við konuna önnur kynferðismök en samræði og nýtt sér yfirburði sína yfir henni, traust hennar og trúnað til hans, þegar hún var sjö til ellefu ára gömul. Konan sem hann braut gegn er dóttur þáverandi sambýliskonu mannsins. Var hann dæmdur til að greiða ungu konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að konan greindi í fyrsta skipti frá brotum mannsins geng sér í júní árið 2015. Í dómnum kemur fram að rannsókninni hafi að mestu verið lokið í lok þess árs. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 30. október árið 2017 eftir að rannsókn lögreglu lauk. Ákæruvaldið hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna svo langur tími hafi liðið frá því að rannsókn virtist að mestu lokið þar til ákæra var gefin út. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa óútskýrða dráttar vegna ákvörðunar refsingar. Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá því í júní í fyrra var því styttur um eitt ár.Sögðu manninn kynlífs- og klámfíkil Maðurinn var ákærður fyrir margs konar kynferðisbrot gegn stúlkunni, þar á meðal að hafa nuddað kynfæri stúlkunnar innanklæða, sleikt kynfæri hennar, þvingað hana til að veita sér munnmök og látið súkkulaði á kynfæri hennar og látið hund sleikja það af henni. Hann neitaði allri sök. Auk konunnar bar móðir hennar, systir og bróðir vitni í málinu. Móðir konunnar fullyrti meðal annars að maðurinn hefði verið kynlífs- og klámfíkill og bróðir hennar sagði manninn átt mikið klámsafn og alls kyns „óeðlileg kynlífsleikföng“ í svefnherbergi sínu. Maðurinn hafi jafnframt haft uppi kynferðislegt tal við hann og kærustu hans þegar hann var um tólf ára gamall. Þá mundi fjölskyldan einnig eftir því að maðurinn hefði gefið konunni g-strengs nærbuxur þegar hún var á áttunda ári. Fyrir dómi gerði maðurinn lítið úr hlutverki sínu á heimilinum og tengslum við börnin þegar hann var í sambandi við móður konunnar sem hann braut á. Stangaðist sú lýsing á við vitnisburð konunnar og fjölskyldu hennar. Landsréttur leit meðal annars til þess að mikið samræmi væri í framburði móðurinnar og systkina konunnar. Þótti dómnum framburður móðurinn og systkinanna styrkja „mjög afdráttarlaust trúverðugleika og þar með sönnunargildi“ framburðar konunnar og draga á hinn bóginn verulega úr trúverðugleika framburðar mannsins. Staðfesti Landsréttur því sakfellingu Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum en mildaði refsinguna vegna tafanna á rannsókn málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
Landsréttur mildaði fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að misnota unga konu þegar hún var barn úr fimm árum í fjögur vegna óútskýrðar dráttar á meðferð málsins eftir að rannsókn þess lauk. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili frá 1999 til 2003 en konan greindi fyrst frá þeim árið 2015. Maðurinn var dæmdur fyrir hafa ítrekað við konuna önnur kynferðismök en samræði og nýtt sér yfirburði sína yfir henni, traust hennar og trúnað til hans, þegar hún var sjö til ellefu ára gömul. Konan sem hann braut gegn er dóttur þáverandi sambýliskonu mannsins. Var hann dæmdur til að greiða ungu konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að konan greindi í fyrsta skipti frá brotum mannsins geng sér í júní árið 2015. Í dómnum kemur fram að rannsókninni hafi að mestu verið lokið í lok þess árs. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 30. október árið 2017 eftir að rannsókn lögreglu lauk. Ákæruvaldið hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna svo langur tími hafi liðið frá því að rannsókn virtist að mestu lokið þar til ákæra var gefin út. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa óútskýrða dráttar vegna ákvörðunar refsingar. Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá því í júní í fyrra var því styttur um eitt ár.Sögðu manninn kynlífs- og klámfíkil Maðurinn var ákærður fyrir margs konar kynferðisbrot gegn stúlkunni, þar á meðal að hafa nuddað kynfæri stúlkunnar innanklæða, sleikt kynfæri hennar, þvingað hana til að veita sér munnmök og látið súkkulaði á kynfæri hennar og látið hund sleikja það af henni. Hann neitaði allri sök. Auk konunnar bar móðir hennar, systir og bróðir vitni í málinu. Móðir konunnar fullyrti meðal annars að maðurinn hefði verið kynlífs- og klámfíkill og bróðir hennar sagði manninn átt mikið klámsafn og alls kyns „óeðlileg kynlífsleikföng“ í svefnherbergi sínu. Maðurinn hafi jafnframt haft uppi kynferðislegt tal við hann og kærustu hans þegar hann var um tólf ára gamall. Þá mundi fjölskyldan einnig eftir því að maðurinn hefði gefið konunni g-strengs nærbuxur þegar hún var á áttunda ári. Fyrir dómi gerði maðurinn lítið úr hlutverki sínu á heimilinum og tengslum við börnin þegar hann var í sambandi við móður konunnar sem hann braut á. Stangaðist sú lýsing á við vitnisburð konunnar og fjölskyldu hennar. Landsréttur leit meðal annars til þess að mikið samræmi væri í framburði móðurinnar og systkina konunnar. Þótti dómnum framburður móðurinn og systkinanna styrkja „mjög afdráttarlaust trúverðugleika og þar með sönnunargildi“ framburðar konunnar og draga á hinn bóginn verulega úr trúverðugleika framburðar mannsins. Staðfesti Landsréttur því sakfellingu Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum en mildaði refsinguna vegna tafanna á rannsókn málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira