Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi 1. nóvember 2019 21:29 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Baldur Hrafnkell Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. Forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og formanni Læknafélags Reykjavíkur greinir á um hvers vegna rammasamningur sérfræðilækna hafi ekki verið endurnýjaður frá því hann rann út um síðustu áramót. Áfram hafa þó læknarnir fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt gamla samningnum. Formaður læknafélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að læknar telji sér ekki annað fært til þess að geta haldið úti þjónustu.Formaður Velferðarráðs segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi rekið í landinu. „Megin þorri landsmanna vill opinbera, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki það. Þarna er verð að búa til tvöfalt kerfi. Þar sem að þeir ríku geta borgað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Er ástæða til þess að Velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar?„Já, við samþykktum reyndar í Velferðarnefnd í morgun að eiga samtal við Sjúkratryggingar Íslands, vegna fjölmargar samninga sem að bíða en heilbrigðisráðherra, það er hún sem að þarf að svara núna. Það er ekki hægt að benda bara á Sjúkratryggingar og láta eins og þar sé bara einhver ríki í ríkinu,“ segir Helga Vala.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Stöð 2Heilbrigðisráðherra segir aðgerðir sérfræðilækna ekki til þess fallnar til þess að auðvelda samninga. „Þetta er þá innheimta sem er fyrir utan þá gjaldskrá sem að hefur verið gefin út og það er ekki til þess fallið að leysa málið með því að sækja viðbótar fé í vasa sjúklinga. Vegna þess að við þurfum að komast að niðurstöðu með samningum því það er þannig sem að þarf að gera það,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. Forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og formanni Læknafélags Reykjavíkur greinir á um hvers vegna rammasamningur sérfræðilækna hafi ekki verið endurnýjaður frá því hann rann út um síðustu áramót. Áfram hafa þó læknarnir fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt gamla samningnum. Formaður læknafélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að læknar telji sér ekki annað fært til þess að geta haldið úti þjónustu.Formaður Velferðarráðs segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi rekið í landinu. „Megin þorri landsmanna vill opinbera, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki það. Þarna er verð að búa til tvöfalt kerfi. Þar sem að þeir ríku geta borgað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Er ástæða til þess að Velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar?„Já, við samþykktum reyndar í Velferðarnefnd í morgun að eiga samtal við Sjúkratryggingar Íslands, vegna fjölmargar samninga sem að bíða en heilbrigðisráðherra, það er hún sem að þarf að svara núna. Það er ekki hægt að benda bara á Sjúkratryggingar og láta eins og þar sé bara einhver ríki í ríkinu,“ segir Helga Vala.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Stöð 2Heilbrigðisráðherra segir aðgerðir sérfræðilækna ekki til þess fallnar til þess að auðvelda samninga. „Þetta er þá innheimta sem er fyrir utan þá gjaldskrá sem að hefur verið gefin út og það er ekki til þess fallið að leysa málið með því að sækja viðbótar fé í vasa sjúklinga. Vegna þess að við þurfum að komast að niðurstöðu með samningum því það er þannig sem að þarf að gera það,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45