Erlent

Átök á Gaza hafin að nýju

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ísraelsher hóf árásir á Gaza að nýju eftir mánaðar hlé.
Ísraelsher hóf árásir á Gaza að nýju eftir mánaðar hlé. skjáskot/AP
Ísraelskar herflugvélar hófu árás á svæði þar sem hópar herskárra Palestínumanna héldu til á Gaza snemma á sunnudagsmorgunn. Aðeins fáar klukkustundir voru liðnar frá því að palestínskir vígamenn höfðu skotið tíu eldflaugum í átt að suður Ísrael sem markaði enda á mánaðarlangri hernaðarlægð við landamærin. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP.

Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum sagði að herflugvéla hans hafi hafið árás á hryðjuverkaógnir í Gaza. Palestínskir fjölmiðlar greindu frá því að árásunum hafi sérstaklega verið beint að þjálfunarbúðum og útvarðarstöðvum Hamas, sem eru íslömsk vígasamtök sem stjórna Gaza, og fleiri samtaka.

Heilbrigðisyfirvöld á Gaza segja að þrír palestínskir menn hafi særst í árásunum eftir að hafa verið hæfðir af sprengjubrotum í einni árásanna. Þeir hafi verið nokkuð illa særðir.

Aðilar sem urðu vitni að árásinni við Nasser sjúkrahúsið í borginni Khan Younis segja að mennirnir þrír hafi setið í aldingarði fyrir neðan eina útvarðarstöðina sem ráðist var á.

Seint á föstudag höfðu palestínskir vígamenn skotið tíu eldflaugum yfir landamærin á örstuttum tíma. Þær lentu á húsi sem skemmdist en ekki hefur verið greint frá mannfalli. Ísraelska lögreglan sagði að sprengjubrot hafi skemmt húsið sem var staðsett í bænum Sderot í suðurhluta Ísrael. Myndband sem var tekið upp eftir árásina á föstudag sést bíll sem lagt var nærri húsinu sem hefur orðið fyrir höggi en allar rúðurnar í bílnum voru brotnar.

Enginn vígahópur hefur tekið ábyrgð á árásinni á föstudag en Ísrael kennir Hamas samtökunum fyrir allar árásir frá Gaza.

Klippa: Árás á Gaza

Tengdar fréttir

Netanyahu heitir því að inn­lima Vestur­bakkann

Benjamin Netanyahu, Ísraelsforseti var rétt í þessu dreginn af sviði og færður í sprengjubyrgi þar sem eldflaugum var skotið í átt að Ashdod, þar sem hann var staddur, frá Gaza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×