Hann skoraði ellefu mörk í 22 leikjum í Inkasso-deildinni á síðasta tímabili. Hann var valinn í lið ársins af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni.
Willard, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Southampton. Áður en hann kom til Íslands lék hann í Kombódíu.
Willard skrifaði undir tveggja ára samning við Fylki sem endaði í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.
Þá hefur Andrés Már Jóhannesson framlengt samning sinn við Fylki.
Hann lék 17 leiki í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Andrés Már hefur leikið 188 leiki í efstu deild með Fylki.