NFL, formúla 1 og handbolti eiga sviðið á Stöð 2 Sport í dag á þessum súper sunnudegi.
Sunnudagar eru NFL dagar á Stöð 2 Sport 2 og það er rosalegur dagur fram undan, þrír leikir í beinni útsendingu.
Dagurinn hefst á leik Jacksonville Jaguars og Houston Texans en bæði lið hafa verið nokkuð upp og ofan. Þau mættust í september og þá vann Texans 13-12 sigur í hörkuleik.
Svo er komið að leik Kansas City Chiefs og Minnesota Vikings áður en komið er að rúsínunni í pylsuendanum, leik LA Chargers og Green Bay Packers.
Packers-liðið hefur verið nær óstöðvandi á tímabilinu og aðeins tapað einum leik í vetur. Þeir mæta Chargersliði sem batt enda á þriggja leikja tapgöngu í síðustu umferð með sigri á Chicago Bears í spennandi leik.
Þá verður tvíhöfði af handbolta í íþróttahúsinu að Varmá, Afturelding mætir KA/Þór í Olísdeild kvenna og karlaliðið mætir Haukum.
Lewis Hamilton getur orðið heimsmeistari í Formúlu 1 með sigri í kappakstrinum í Bandaríkjunum. Hann verður þá heimsmeistari í sjötta skiptið á ferlinum.
Allt þetta ásamt fótbolta og golfi á sportrásunum í dag. Allar dagskrárupplýsingar Stöðvar 2 má sjá hér.
Beinar útsendingar í dag:
14:25 Jacksonville Jaguars - Houston Texans, Sport 2
17:30 Bermuda Championship, Stöð 2 Golf
17:50 Afturelding - KA/Þór, Sport 3
17:55 Kansas City Chiefs - Minnesota Vikings, Sport 2
18:50 Formúla 1: Keppni, Sport
19:40 AC Milan - Lazio, Sport 4
20:05 Afturelding - Haukar, Sport 3
21:20 LA Chargers - Green Bay Packers, Sport 2
Í beinni í dag: Hamilton getur orðið heimsmeistari í sjötta sinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti



Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
