Tyrkir hóta að senda ISIS fanga aftur til Evrópu Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 11:15 Suleyman Soylu gagnrýndi aðgerðarleysi Evrópuþjóða. Getty/Anadolu Agency Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, lýsti því yfir í gær að handsamaðir meðlimir hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) verði sendir aftur til heimalanda sinna. Soylu gagnrýndi í sömu andrá aðgerðarleysi Evrópuríkja í málefnum fanganna. Fangarnir sem höfðu margir hverjir sloppið úr fangageymslum í Sýrlandi voru handsamaðir aftur af Tyrkjum eftir að umdeildar hernaðaraðgerðir þeirra hófust í norðausturhluta Sýrlands. Innanríkisráðherrann lét hafa eftir sér að Tyrkir væru ekki að reka „hótel fyrir meðlimi ISIS.“ „Við munum senda handsömuðu ISIS meðlimina aftur til sinna landa,“ bætti Soylu við. Mörgum Evrópuþjóðum hefur reynst erfitt að eiga við það hvernig skuli taka á móti hermönnum samtakanna og fjölskyldum þeirra þegar fólkið snýr aftur frá átakasvæðum í Írak og Sýrlandi. Sum ríki, á borð við Frakkland og Bretland, hafa fram að þessu neitað að taka aftur við bardagamönnum samtakanna og eiginkonum þeirra en gert undantekningar fyrir börn. Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst. 2. nóvember 2019 16:40 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki "öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. 24. október 2019 14:14 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, lýsti því yfir í gær að handsamaðir meðlimir hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) verði sendir aftur til heimalanda sinna. Soylu gagnrýndi í sömu andrá aðgerðarleysi Evrópuríkja í málefnum fanganna. Fangarnir sem höfðu margir hverjir sloppið úr fangageymslum í Sýrlandi voru handsamaðir aftur af Tyrkjum eftir að umdeildar hernaðaraðgerðir þeirra hófust í norðausturhluta Sýrlands. Innanríkisráðherrann lét hafa eftir sér að Tyrkir væru ekki að reka „hótel fyrir meðlimi ISIS.“ „Við munum senda handsömuðu ISIS meðlimina aftur til sinna landa,“ bætti Soylu við. Mörgum Evrópuþjóðum hefur reynst erfitt að eiga við það hvernig skuli taka á móti hermönnum samtakanna og fjölskyldum þeirra þegar fólkið snýr aftur frá átakasvæðum í Írak og Sýrlandi. Sum ríki, á borð við Frakkland og Bretland, hafa fram að þessu neitað að taka aftur við bardagamönnum samtakanna og eiginkonum þeirra en gert undantekningar fyrir börn.
Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst. 2. nóvember 2019 16:40 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki "öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. 24. október 2019 14:14 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst. 2. nóvember 2019 16:40
Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47
Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki "öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. 24. október 2019 14:14
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21