Körfubolti

Fyrsta tap Finns í Danmörku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Finnur hefur farið vel af stað sem þjálfari Horsens.
Finnur hefur farið vel af stað sem þjálfari Horsens. vísir/daníel
Finnur Freyr Stefánsson upplifði í fyrsta sinn tap sem þjálfari Horsens í dag. Hans menn lutu þá í lægra haldi fyrir meisturum Bakken Bears, 80-63, á útivelli.

Horsens vann fyrstu sex leiki sína í dönsku úrvalsdeildinni en fyrsta tapið á tímabilinu kom í dag.

Strákarnir hans Finns áttu í miklum vandræðum í sókninni en þeir voru aðeins með 35% skotnýtingu og 22 tapaða bolta í leiknum. Í 2. leikhluta skoraði Horsens aðeins sjö stig.

Horsens er í 3. sæti deildarinnar með tólf stig, tveimur stigum á eftir toppliði Randers.

Horsens komst í úrslit um danska meistaratitilinn á síðasta tímabili þar sem liðið tapaði fyrir Bakken Bears, 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×