Innlent

Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs segir að Ísland muni leggja áherslu á að standa vörð um þau grunngildi Norðurlandanna, sem víða sé ógnað í heiminum í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræðir við hinn nýkjörna forseta, Silju Dögg Gunnarsdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag.

Í seinni hluta þáttarins verður rætt við Marie Antoinette Sedin, nýjan sendiherra Palestínu á Íslandi, um átök Ísraels og Palestínu. Hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn í Ísrael verði hliðhollari friðarviðræðum.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Horfa má á Víglínuna í beinni útsendingu á Vísi í spilaranum efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×