Vildu ekki að séra Þórir hefði dagskrárvald Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 17:56 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. FBL/Anton Brink Kirkjuráð vildi ekki að séra Þórir Stephensen hefði dagskrárvald og ákvað því að senda bréfið aftur sem hann hafði beðið kirkjuráð um að opna ári eftir andlát hans. Þetta segir Agnes M. Sigurðadóttir biskup Íslands aðspurð hvers vegna kirkjuráð komst að þeirri niðurstöðu að skila bréfinu. Þann 16. október síðastliðinn var bréf lagt fyrir fund kirkjuráðs sem merkt var með orðunum trúnaðarmál. Umslagið barst Agnesi M. Sigurðardóttur biskup í september og voru fyrstu viðbrögð kirkjuráðs við bréfinu að ósk séra Þóris yrði virt. Kirkjuráð kom aftur til fundar á föstudag þar sem ákveðið var að skila bréfinu. Í fyrra var greint frá því að Þórir hefði gengist við því að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum þegar hann var í guðfræðinámi.Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur.Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Ekki er vitað hvað sendur í bréfi Þóris sem hann sendi kirkjuráði en í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði hann ekki óalgengt að fólk legði fram heimildir sem ekki mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum. „Það var ákveðið að endursenda bréfið í ljósi þess að bréfritari hafði ekki dagskrárvald í þessu máli og við viljum ekki geyma bréfið í þennan tiltekna tíma,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að kirkjuráð sé með þessu í ljósi sögunnar að skila syndinni svarar Agnes: „Já, kirkjan er að skila skömminni.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Kirkjuráð vildi ekki að séra Þórir Stephensen hefði dagskrárvald og ákvað því að senda bréfið aftur sem hann hafði beðið kirkjuráð um að opna ári eftir andlát hans. Þetta segir Agnes M. Sigurðadóttir biskup Íslands aðspurð hvers vegna kirkjuráð komst að þeirri niðurstöðu að skila bréfinu. Þann 16. október síðastliðinn var bréf lagt fyrir fund kirkjuráðs sem merkt var með orðunum trúnaðarmál. Umslagið barst Agnesi M. Sigurðardóttur biskup í september og voru fyrstu viðbrögð kirkjuráðs við bréfinu að ósk séra Þóris yrði virt. Kirkjuráð kom aftur til fundar á föstudag þar sem ákveðið var að skila bréfinu. Í fyrra var greint frá því að Þórir hefði gengist við því að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum þegar hann var í guðfræðinámi.Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur.Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu á síðasta ári sagði Þórir um málið að hann hafi viðurkennt brot sitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar, bæði fyrir guði og mönnum. Ekki er vitað hvað sendur í bréfi Þóris sem hann sendi kirkjuráði en í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði hann ekki óalgengt að fólk legði fram heimildir sem ekki mætti nálgast fyrr en að höfundi látnum. „Það var ákveðið að endursenda bréfið í ljósi þess að bréfritari hafði ekki dagskrárvald í þessu máli og við viljum ekki geyma bréfið í þennan tiltekna tíma,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Spurð hvort að kirkjuráð sé með þessu í ljósi sögunnar að skila syndinni svarar Agnes: „Já, kirkjan er að skila skömminni.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10 Mest lesið Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Séra Þórir sendi kirkjunni umslag sem ekki má opna fyrr en ári eftir andlát hans Kirkjuráð hefur móttekið umslag frá séra Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprests, sem ekki ekki má opna fyrr en einu ári eftir andlát hans. Biskup segir að ósk Séra Þóris verði virt. 26. október 2019 13:10