„Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 20:16 Alexandra Ýr van Erven, stjórnmálafræðinemi. Alexandra Ýr van Erven stjórnmálfræðinemi, sem sakaði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um óviðeigandi ummæli í vísindaferð í ráðuneytinu, segir að ummælin hafi augljóslega verið lítillækkandi fyrir sig. Bæði ráðherra og nemendur sem viðstaddir voru umrædda vísindaferð segja orðaval hans ekki hafa verið nákvæmlega með þeim hætti sem Alexandra lýsti. Vísindaferðin var haldin í utanríkisráðuneytinu þann 11. október síðastliðinn. Politica, félag stjórnmálafræðinema, sótti ferðina þar sem Alexandra og Guðlaugur áttu í orðaskiptum. Alexandra sagði frá téðum orðaskiptum í nokkrum færslum á Twitter í dag og sagði Guðlaug hafa látið eftirfarandi orð falla: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Líkt og áður segir hafnar Guðlaugur því að orðalag hans hafi verið með þeim þætti sem lýst er að ofan. Hann hafi samt sem áður gripið til samlíkingar sem „eftir á að hyggja var ekki viðeigandi“. „Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ sagði í yfirlýsingu Guðlaugs, sem fjallað er ítarlega um hér.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Mynd/Stöð 2Í yfirlýsingu sem Alexandra Ýr sendi Vísi segir að kjarni málsins sé ekki fólginn í því „hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf.“ Merkingin sé sú sama og umræða um annað sé einungis til að afvegaleiða. „Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali fullyrtu í samtali við Vísi í dag að túlkun Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra hafa staðfest við fréttastofu að utanríkisráðherra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Nemendurnir sammæltust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Alexandra Ýr van Erven stjórnmálfræðinemi, sem sakaði Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um óviðeigandi ummæli í vísindaferð í ráðuneytinu, segir að ummælin hafi augljóslega verið lítillækkandi fyrir sig. Bæði ráðherra og nemendur sem viðstaddir voru umrædda vísindaferð segja orðaval hans ekki hafa verið nákvæmlega með þeim hætti sem Alexandra lýsti. Vísindaferðin var haldin í utanríkisráðuneytinu þann 11. október síðastliðinn. Politica, félag stjórnmálafræðinema, sótti ferðina þar sem Alexandra og Guðlaugur áttu í orðaskiptum. Alexandra sagði frá téðum orðaskiptum í nokkrum færslum á Twitter í dag og sagði Guðlaug hafa látið eftirfarandi orð falla: „Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kynlíf?“ Líkt og áður segir hafnar Guðlaugur því að orðalag hans hafi verið með þeim þætti sem lýst er að ofan. Hann hafi samt sem áður gripið til samlíkingar sem „eftir á að hyggja var ekki viðeigandi“. „Hún var á þá leið að stjórnmálafræði og reynsla af störfum á vettvangi stjórnmálanna væru á einhvern hátt sambærileg reynslu og bóknámi í kynfræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálfkæringi - og alls ekki með slíku orðavali sem lýst hefur verið á samfélagsmiðlum. Bið ég hlutaðeigandi velvirðingar,“ sagði í yfirlýsingu Guðlaugs, sem fjallað er ítarlega um hér.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Mynd/Stöð 2Í yfirlýsingu sem Alexandra Ýr sendi Vísi segir að kjarni málsins sé ekki fólginn í því „hvaða orð ráðherra notaði um það að stunda kynlíf.“ Merkingin sé sú sama og umræða um annað sé einungis til að afvegaleiða. „Framsetning Guðlaugs var augljóslega smækkandi fyrir mig og gerð til að slá sjálfum sér á brjóst. Ráðherra sýnir gríðarlegt dómgreindarleysi,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Aðrir nemendur sem urðu vitni að umræddu samtali fullyrtu í samtali við Vísi í dag að túlkun Alexöndru á orðaskiptunum hafi verið ónákvæm. Sex þeirra hafa staðfest við fréttastofu að utanríkisráðherra hafi raunar ekki notað orðið „ríða“ í svari sínu. Nemendurnir sammæltust þó allir um það að atvikið hafi verið mjög óþægilegt og samlíkingin hafi verið afar óviðeigandi.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Hafnar ásökunum um vafasamt orðbragð í garð stúdenta Yfirlýsing Guðlaugs á sér þann aðdraganda að stjórnmálafræðinemi greindi í dag frá því að hún hafi átt í óvenjulegum orðaskiptum við ráðherrann. 3. nóvember 2019 16:45