Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Björn Þorfinnsson skrifar 4. nóvember 2019 06:15 Vinnueftirlitið fylgist með umhverfi vinnandi fólks. Fréttablaðið/Stefán Mikil ólga hefur ríkt meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins undanfarin misseri. Starfsandi er lélegur og mikill samskiptavandi milli stjórnenda og almennra starfsmanna. Starfsmannavelta hefur verið mikil á árinu og eins og greint var frá í helgarblaði Fréttablaðsins leiddi nýleg könnun meðal starfsmanna í ljós að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti á vinnustaðnum. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, sem tók við forstjórastöðu stofnunarinnar fyrir tæpu ári, sagði að niðurstöður könnunarinnar væru litnar mjög alvarlegum augum og að fyrirtækið hefði gripið til ýmissa aðgerða til þess að laga ástandið. Meðal annars var útbúin ný viðbragðsáætlun þegar starfsmenn tilkynntu um möguleg eineltistilvik og gerður var samningur við sálfræðistofu sem starfsmenn geta leitað til. Þá var skipulögð sérstök samskiptastofa til þess að bæta samskipti innan stofnunarinnar og nýrri mannauðsáætlun ýtt úr vör. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Einn eigenda Attentus sinnti verkefninu í byrjun árs en var gert að hverfa frá störfum fyrir meintan dónaskap í garð starfsmanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nefndi trúnaðarmaður við nefndan fulltrúa Attentus að margir starfsmenn vinnuvéladeildar stofnunarinnar íhuguðu að hætta störfum vegna óánægju með laun og ekki síður starfsanda innan eftirlitsins. Á hann að hafa svarað þessum áhyggjum trúnaðarmanns á þá leið að hann hefði engar áhyggjur af að missa starfsmennina því að þeir myndu aldrei fá vinnu annars staðar. Þegar ummælin spurðust út féllu þau í grýttan jarðveg meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Í kjölfarið skrifuðu fulltrúar starfsmanna hjá tveimur stéttarfélögum, Sameyki og BHM, undir bréf þar sem þeir kröfðust þess að viðkomandi viki frá störfum vegna samskiptanna. Bréfið var sent á Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra en að auki var það sent á Hönnu Sigríði forstjóra, Attentus og stéttarfélögin. Heimildir Fréttablaðsins herma að starfsmönnunum sem skrifuðu bréfið hafi verið skipað að draga það til baka og hótað málsókn ef ekki yrði orðið við því. Starfsmennirnir hafi þó staðið á sínu. Afleiðingarnar urðu þær að eigandinn fyrrnefndi sagði sig frá verkefninu og nýr ráðgjafi frá Attentus tók við verkefninu. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Mikil ólga hefur ríkt meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins undanfarin misseri. Starfsandi er lélegur og mikill samskiptavandi milli stjórnenda og almennra starfsmanna. Starfsmannavelta hefur verið mikil á árinu og eins og greint var frá í helgarblaði Fréttablaðsins leiddi nýleg könnun meðal starfsmanna í ljós að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti á vinnustaðnum. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, sem tók við forstjórastöðu stofnunarinnar fyrir tæpu ári, sagði að niðurstöður könnunarinnar væru litnar mjög alvarlegum augum og að fyrirtækið hefði gripið til ýmissa aðgerða til þess að laga ástandið. Meðal annars var útbúin ný viðbragðsáætlun þegar starfsmenn tilkynntu um möguleg eineltistilvik og gerður var samningur við sálfræðistofu sem starfsmenn geta leitað til. Þá var skipulögð sérstök samskiptastofa til þess að bæta samskipti innan stofnunarinnar og nýrri mannauðsáætlun ýtt úr vör. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Einn eigenda Attentus sinnti verkefninu í byrjun árs en var gert að hverfa frá störfum fyrir meintan dónaskap í garð starfsmanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nefndi trúnaðarmaður við nefndan fulltrúa Attentus að margir starfsmenn vinnuvéladeildar stofnunarinnar íhuguðu að hætta störfum vegna óánægju með laun og ekki síður starfsanda innan eftirlitsins. Á hann að hafa svarað þessum áhyggjum trúnaðarmanns á þá leið að hann hefði engar áhyggjur af að missa starfsmennina því að þeir myndu aldrei fá vinnu annars staðar. Þegar ummælin spurðust út féllu þau í grýttan jarðveg meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Í kjölfarið skrifuðu fulltrúar starfsmanna hjá tveimur stéttarfélögum, Sameyki og BHM, undir bréf þar sem þeir kröfðust þess að viðkomandi viki frá störfum vegna samskiptanna. Bréfið var sent á Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra en að auki var það sent á Hönnu Sigríði forstjóra, Attentus og stéttarfélögin. Heimildir Fréttablaðsins herma að starfsmönnunum sem skrifuðu bréfið hafi verið skipað að draga það til baka og hótað málsókn ef ekki yrði orðið við því. Starfsmennirnir hafi þó staðið á sínu. Afleiðingarnar urðu þær að eigandinn fyrrnefndi sagði sig frá verkefninu og nýr ráðgjafi frá Attentus tók við verkefninu.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira