Strandabörn helmingi færri en um aldamótin Sveinn Arnarsson skrifar 4. nóvember 2019 08:15 Frá Árneshreppi á Ströndum. fréttablaðið/stefán Börnum í þremur sveitarfélögum á Ströndum hefur frá aldamótum fækkað um meira en helming. Nú er svo komið að aðeins tvö börn eru búsett í Árneshreppi og enginn leikskóli er starfandi á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi. Oddvitar sveitarstjórna segja vörnina erf iða og að eitthvað stórkostlegt þurf i að koma til svo að þróunin snúist við. Samanlagt búa á Ströndunum nú, í þessum þremur sveitarfélögum, um 600 manns. Langflestir þeirra búa í Hólmavík í Strandabyggð en í Strandabyggð allri búa um 450 manns. Jón Gísli Jónsson, oddviti hreppsnefndar Strandabyggðar, telur vörnina erf iða. „Þetta er vont og erfitt. Eitthvað togar nú suður á höfuðborgarsvæðið. Þar eru auðvitað íþróttamöguleikar og afþreying sem minna er um hérna í fámenninu hjá okkur. Við teljum hins vegar kosti á móti,“ segi Jón Gísli sem telur að stöðu sinnar vegna þurf i hann að vera bjartsýnn. „Ég verð að horfa á framtíðina björtum augum og halda því fram að við verðum enn þá til. En með íbúaþróunina, þá er erfitt að vita hvað verður.“ Horfurnar eru öllu svartari í Kaldrananeshreppi þar sem aðeins 19 börn bjuggu í hreppnum árið 2018. Vitað er að á síðustu vikum haf i tvær fjölskyldur flutt úr hreppnum með börn og því er sú tala mun lægri nú. Finnur Ólafsson oddviti segir tækifæri fyrir byggðina að rísa á ný. „Ef allt gengur upp sem við erum að berjast fyrir þá verður öflugri byggð hér og gæti skapað um hundrað störf á svæðinu,“ segir Finnur. Þar séu norskir og íslenskir aðilar að skoða þann möguleika að hefja fiskeldi í sveitarfélaginu með nýrri tækni þar sem ekki verður um opið sjókvíaeldi að ræða. Hins vegar er ljóst að þessi sveitarfélög eru í nauðvörn. Ekki er ólíklegt að heilsársbúseta leggist af á næstu áratugum í Árneshreppi. Aðeins rétt rúmlega fjörutíu manns búa þar nú og þarf lítið að gerast til að byggð þar þurrkist hreinlega út. Drangsnes og Hólmavík sem tveir kjarnar gætu vissulega blómstrað en með fækkun í sveitunum í kring gæti róðurinn orðið þyngri. Bjartsýni virðist hins vegar ríkja meðal sveitarstjóranna. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Börnum í þremur sveitarfélögum á Ströndum hefur frá aldamótum fækkað um meira en helming. Nú er svo komið að aðeins tvö börn eru búsett í Árneshreppi og enginn leikskóli er starfandi á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi. Oddvitar sveitarstjórna segja vörnina erf iða og að eitthvað stórkostlegt þurf i að koma til svo að þróunin snúist við. Samanlagt búa á Ströndunum nú, í þessum þremur sveitarfélögum, um 600 manns. Langflestir þeirra búa í Hólmavík í Strandabyggð en í Strandabyggð allri búa um 450 manns. Jón Gísli Jónsson, oddviti hreppsnefndar Strandabyggðar, telur vörnina erf iða. „Þetta er vont og erfitt. Eitthvað togar nú suður á höfuðborgarsvæðið. Þar eru auðvitað íþróttamöguleikar og afþreying sem minna er um hérna í fámenninu hjá okkur. Við teljum hins vegar kosti á móti,“ segi Jón Gísli sem telur að stöðu sinnar vegna þurf i hann að vera bjartsýnn. „Ég verð að horfa á framtíðina björtum augum og halda því fram að við verðum enn þá til. En með íbúaþróunina, þá er erfitt að vita hvað verður.“ Horfurnar eru öllu svartari í Kaldrananeshreppi þar sem aðeins 19 börn bjuggu í hreppnum árið 2018. Vitað er að á síðustu vikum haf i tvær fjölskyldur flutt úr hreppnum með börn og því er sú tala mun lægri nú. Finnur Ólafsson oddviti segir tækifæri fyrir byggðina að rísa á ný. „Ef allt gengur upp sem við erum að berjast fyrir þá verður öflugri byggð hér og gæti skapað um hundrað störf á svæðinu,“ segir Finnur. Þar séu norskir og íslenskir aðilar að skoða þann möguleika að hefja fiskeldi í sveitarfélaginu með nýrri tækni þar sem ekki verður um opið sjókvíaeldi að ræða. Hins vegar er ljóst að þessi sveitarfélög eru í nauðvörn. Ekki er ólíklegt að heilsársbúseta leggist af á næstu áratugum í Árneshreppi. Aðeins rétt rúmlega fjörutíu manns búa þar nú og þarf lítið að gerast til að byggð þar þurrkist hreinlega út. Drangsnes og Hólmavík sem tveir kjarnar gætu vissulega blómstrað en með fækkun í sveitunum í kring gæti róðurinn orðið þyngri. Bjartsýni virðist hins vegar ríkja meðal sveitarstjóranna.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira