Körfubolti

Þór áfram eftir spennutrylli en þægilegra hjá Stólunum á Selfossi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þór er komið áfram í 16-liða úrslit Geysis-bikarsins.
Þór er komið áfram í 16-liða úrslit Geysis-bikarsins. vísir/bára
Þór Þorlákshöfn er komið í 16-liða úrslit Geysis-bikarsins eftir sigur á Haukum á heimavelli í kvöld en lokatölur urðu 71-67.

Haukarnir voru mikið sterkari í fyrri hálfleikanum. Þeir unnu annan leikhlutann 31-15 og voru 45-33 yfir er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Dramatíkin var mikil í síðari hálfleik og Þór Þorlákshöfn náði að halda út þrátt fyrir pressu Haukanna undir lokin. Munurinn varð að endingu fjögur stig.

Marko Bakovic skoraði tuttugu stig fyrir Þór og fjórtán fráköst tók hann. Dino Butorac bætti við átján stigum og tók átta fráköst.

Hjá Haukunum var Kári Jónsson stigahæstur með 17 stig og tók fjögur fráköst. Flenard Whitfield skoraði 16 stig og tók sex fráköst.

Tindastóll lenti ekki í miklum vandræðum með B-deildarlið Selfoss á útivelli í kvöld en Dominos-deildarliðið vann fimmtan stiga sigur, 83-68.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í öðrum leikhluta gegnu Stólarnir á lagið. Þeir unnu hann með fimmtán stigum og voru 46-34 yfir í hálfleik.

Þeir héldu spilunum svo þétt að sér í síðari hálfleik og verða í skálinni á morgun er dregið verður í 16-liða úrslitunum í bæði karla- og kvennaflokki.

Jaka Brodnik var stigahæstur í liði Stólanna með 25 stig og tók sjö fráköst. Sinisa Bilic bætti við sautján stigum og tók fimm fráköst.

Kristijan Vladović var stigahæstur í liði Selfoss með 26 stig, fimm fráköst og þrjár stoðsendingar. Kristijan Vladović bætti við 17 stigum og tók tuttugu fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×