Kanni kynbundinn launamun söngvara Íslensku óperunnar Björn Þorfinnsson skrifar 5. nóvember 2019 07:15 Gunnar Hrafnsson segir kjarasamninga brotna. Fréttablaðið/Ernir Átta söngvarar Íslensku óperunnar standa í deilum við stofnunina vegna launakjara við sýninguna Brúðkaup Fígarós sem sýnd var í september og október síðastliðnum. Á föstudaginn birti Fréttablaðið viðtal við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra þar sem hún fullyrðir efnislega að kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Íslensku óperunnar eigi ekki við um söngvarana þar sem þeir séu lausráðnir. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH, er á öðru máli og segir fullyrðingu Steinunnar Birnu ekki standast. Í gildi sé samningur milli FÍH og Óperunnar frá 4. desember 2000 sem aldrei hafi verið sagt upp og fyrri óperustjórar virt. Fyrir sýninguna sem deilan stendur um hafi verið gerðir verktakasamningar við hvern söngvara um tilteknar upphæðir og segir Gunnar að ein klausa veki sérstaka eftirtekt í samningunum: „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslensku óperunnar og Félags íslenskra leikara/ Félags íslenskra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum.“ Verktakasamningarnir hafi allir verið gerðir í vor og tilvist kjarasamningsins þar með verið viðurkennd. Gunnars segir Óperuna því hafa brotið gegn kjarasamningum með margvíslegum hætti. „Meðal annars var virt að vettugi sú skylda að Íslenska óperan tilkynni til FÍH hvaða söngvarar séu ráðnir og sendi einnig yfirlýsingu um að ekki skuli greidd lægri laun en kjarasamningurinn segir til um. Þá fór hámarksæfingatími fram yfir 24 klukkustundir á viku auk þess sem ekki var greitt samningsbundið upp á 17,42% á laun,“ segir Gunnar. Hann segir rétt að greidd hafi verið hærri sýningalaun en ákvæði kjarasamnings segja til um. En það skýrist af því að einungis sé kveðið á um hver lágmarkslaun skuli vera en ekkert sé því til fyrirstöðu að verkkaupi bjóði hærra verð. Þá segir Gunnar að kanna þurfi hvort kynbundinn launamunur tíðkist hjá söngvurum Íslensku óperunnar. „Tveimur kvensöngvurum í stórum hlutverkum eru boðnar 300.000 krónur í heildarlaun sem verktakar fyrir mánaðarvinnu á æfingatíma og öllum hópnum er greitt langt undir ákvæðum samningsins fyrir æfingar. Mér finnst að það þurfi að fara dýpra í þau mál,“ segir hann. Gunnar segir enn fremur að tilboð Óperunnar um kjaraleiðréttingu hafi bara staðið þremur af átta söngvurum til boða og lykti af því að verið sé að reyna að splundra samstöðu innan hópsins. „Kjarni málsins er að með ógegnsæjum verktakasamningum og launaleynd er verið að snúa niður kjör þeirra sem í raun bera uppi árangur Íslensku óperunnar. Söngvararnir eiga að vinna æfingar á launum sem standast engan samanburð og áhættan er þeirra hvort sýningar nái nægilegum fjölda til að rétta eitthvað af kjörin. Í sögulegu samhengi hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að kaupmætti. Hefur það gerst líka hjá stjórnendum Íslensku óperunnar?“ spyr Gunnar. Steinunn Birna óperustjóri vísar því alfarið á bug að kynbundinn launamunur þrífist innan Íslensku óperunnar. „Ég sem kvenkyns óperustjóri passa sérstaklega upp á að slíkt tíðkist ekki. Laun ákvarðast af stærð hlutverka og einnig hvort viðkomandi söngvari sé með aríur í verkinu. Oft eru kvenhlutverkin stærst en í Brúðkaupi Fígarós var vægi hlutverkanna mjög jafnt,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kjaramál Menning Tónlist Íslenska óperan Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Átta söngvarar Íslensku óperunnar standa í deilum við stofnunina vegna launakjara við sýninguna Brúðkaup Fígarós sem sýnd var í september og október síðastliðnum. Á föstudaginn birti Fréttablaðið viðtal við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra þar sem hún fullyrðir efnislega að kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Íslensku óperunnar eigi ekki við um söngvarana þar sem þeir séu lausráðnir. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH, er á öðru máli og segir fullyrðingu Steinunnar Birnu ekki standast. Í gildi sé samningur milli FÍH og Óperunnar frá 4. desember 2000 sem aldrei hafi verið sagt upp og fyrri óperustjórar virt. Fyrir sýninguna sem deilan stendur um hafi verið gerðir verktakasamningar við hvern söngvara um tilteknar upphæðir og segir Gunnar að ein klausa veki sérstaka eftirtekt í samningunum: „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslensku óperunnar og Félags íslenskra leikara/ Félags íslenskra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum.“ Verktakasamningarnir hafi allir verið gerðir í vor og tilvist kjarasamningsins þar með verið viðurkennd. Gunnars segir Óperuna því hafa brotið gegn kjarasamningum með margvíslegum hætti. „Meðal annars var virt að vettugi sú skylda að Íslenska óperan tilkynni til FÍH hvaða söngvarar séu ráðnir og sendi einnig yfirlýsingu um að ekki skuli greidd lægri laun en kjarasamningurinn segir til um. Þá fór hámarksæfingatími fram yfir 24 klukkustundir á viku auk þess sem ekki var greitt samningsbundið upp á 17,42% á laun,“ segir Gunnar. Hann segir rétt að greidd hafi verið hærri sýningalaun en ákvæði kjarasamnings segja til um. En það skýrist af því að einungis sé kveðið á um hver lágmarkslaun skuli vera en ekkert sé því til fyrirstöðu að verkkaupi bjóði hærra verð. Þá segir Gunnar að kanna þurfi hvort kynbundinn launamunur tíðkist hjá söngvurum Íslensku óperunnar. „Tveimur kvensöngvurum í stórum hlutverkum eru boðnar 300.000 krónur í heildarlaun sem verktakar fyrir mánaðarvinnu á æfingatíma og öllum hópnum er greitt langt undir ákvæðum samningsins fyrir æfingar. Mér finnst að það þurfi að fara dýpra í þau mál,“ segir hann. Gunnar segir enn fremur að tilboð Óperunnar um kjaraleiðréttingu hafi bara staðið þremur af átta söngvurum til boða og lykti af því að verið sé að reyna að splundra samstöðu innan hópsins. „Kjarni málsins er að með ógegnsæjum verktakasamningum og launaleynd er verið að snúa niður kjör þeirra sem í raun bera uppi árangur Íslensku óperunnar. Söngvararnir eiga að vinna æfingar á launum sem standast engan samanburð og áhættan er þeirra hvort sýningar nái nægilegum fjölda til að rétta eitthvað af kjörin. Í sögulegu samhengi hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að kaupmætti. Hefur það gerst líka hjá stjórnendum Íslensku óperunnar?“ spyr Gunnar. Steinunn Birna óperustjóri vísar því alfarið á bug að kynbundinn launamunur þrífist innan Íslensku óperunnar. „Ég sem kvenkyns óperustjóri passa sérstaklega upp á að slíkt tíðkist ekki. Laun ákvarðast af stærð hlutverka og einnig hvort viðkomandi söngvari sé með aríur í verkinu. Oft eru kvenhlutverkin stærst en í Brúðkaupi Fígarós var vægi hlutverkanna mjög jafnt,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kjaramál Menning Tónlist Íslenska óperan Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira